Íslendingar æstir í óáfengan bjór: Eru allir hættir að fá sér? Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. nóvember 2021 07:01 Sturlaugur er yfirbruggmeistari hjá Borg brugghúsi. stöð2 Mikill uppgangur hefur verið í óáfengum bjór á Íslandi. Bruggmeistari segir að heilsusjónarmið og gott vöruúrval valdi því á fólk drekki óáfengan bjór í auknum mæli. Þó ekki sé hægt að kaupa áfengi í verslunum á Íslandi í dag þá er hægt að komast mjög nálægt því. Fréttamaður nælir sér í einn ískaldan bjór í kælinum í Hagkaup, en er þetta bjór? Jú vissulega er þetta bjór en hann er áfengislaus. Það þýðir að þó maður sötri þennan og missi sig í gleðinni á djamminu þá fylgir engin þynnka daginn eftir. En það hefur verið mikill uppgangur í áfengislausum bjór á Íslandi og raunar í heiminum öllum – og úrvalið hefur sjaldan verið jafn mikið. Úrval áfengislausra bjóra hefur sjaldan verið meira.stöð2 Fram úr öllum væntingum Sölutölur sýna að áfengislaus Bríó er söluhæsti áfengislausi bjórinn á Íslandi. Þess vegna ákváðum við að heimsækja strákana hjá Borg brugghúsi, en þeir fóru fyrst af stað með framleiðslu á áfengislausum bjór fyrir einu og hálfu ári síðan. „Okkur grunaði að þetta myndi fara vel af stað en þetta er að fara fram úr okkar væntingum. Fólk virðist vera mjög ánægt með þetta framtak,“ sagði Sturlaugur Jón Björnsson, yfirbruggmeistari hjá Borg Brugghúsi. Bríó er vinsæll áfengislaus bjór.stöð2 Hann segir að áhugi neytenda á áfengislausum bjórum hafi verið kveikjan að framleiðslunni. „Við höfum séð að það er aukinn áhuga á þessum vöruflokki í Evrópu sérstaklega, bara síðustu fimm til sex árin og það er eitthvað sem við tökum eftir. Samhliða því hafa orðið gríðarlegar framfarir við vinnslu og þekkingu við þessar vörur sem er gott fyrir neytandann því að það þýðir að framleiðendur geta framleitt bragðbetri vöru og það er mjög spennandi hvert þetta tekur okkur.“ Bruggmeistarinn sjálfur segir að galdurinn á bak við góðan áfengislausan bjór sé meðal annars að að vinna með hráefni í hæsta gæðaflokki. Hver er munurinn á því að framleiða áfengan bjór og óáfengan? „Það er í sjálfu sér ekki mikill munur því þetta eru sömu hráefni að miklu leyti sama ferli þannig þetta eru einhver smáatriði.“ Ylfa og Bríó hafa unnið til gullverðlauna erlendis.stöð2 Borg brugghús hefur tvisvar sinnum sent áfengislausan bjór í keppni erlendis og í bæði skiptið kom fyrirtækið heim með gullið. Hinir verðlaunuðu eru óáfengu Ylfa og Bríó. Það er ekki að sjá að þessi sem fréttamaður smakkar í myndskeiðinu sé áfengislaus enda lítur hann alveg eins út og áfengur bjór og bragðið er alveg eins. Bruggmeistararnir eru hvergi nærri hættir því von er á fleiri áfengislausum bjórum. „Froðusleikir er að koma aftur sem er jóla áfengislaus bjór og með honum mun bætast Faldafeykir sem er nýr áfengislaus jólabjór sem verður með hindberjum og lakkrís svo er nóg í pípunum framundan.“ En eru allir hættir að fá sér?stöð2 En eru allir hættir að fá sér? Hvers vegna njóta áfengislausir bjórar svo mikilla mikilla vinsælda í dag? „Klárlega heilsuþættir. Líka bara úrval, að fólk hafi val þegar það fer jafnvel út á lífið að geta fengið sér áfenga vöru eða óáfenga.“ Eins og er selst áfengur bjór betur en þeir óáfengu. Sturlaugur segir að það verði þó spennandi að sjá þróunina eftir nokkur ár því áfengislaus bjór eru á blússandi siglingu. „Salan hefur verið að vaxa gríðarlega síðasta rúma árið þannig það er mjög spennandi að sjá hvert það fer.“ Verslun Neytendur Næturlíf Áfengi og tóbak Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Þó ekki sé hægt að kaupa áfengi í verslunum á Íslandi í dag þá er hægt að komast mjög nálægt því. Fréttamaður nælir sér í einn ískaldan bjór í kælinum í Hagkaup, en er þetta bjór? Jú vissulega er þetta bjór en hann er áfengislaus. Það þýðir að þó maður sötri þennan og missi sig í gleðinni á djamminu þá fylgir engin þynnka daginn eftir. En það hefur verið mikill uppgangur í áfengislausum bjór á Íslandi og raunar í heiminum öllum – og úrvalið hefur sjaldan verið jafn mikið. Úrval áfengislausra bjóra hefur sjaldan verið meira.stöð2 Fram úr öllum væntingum Sölutölur sýna að áfengislaus Bríó er söluhæsti áfengislausi bjórinn á Íslandi. Þess vegna ákváðum við að heimsækja strákana hjá Borg brugghúsi, en þeir fóru fyrst af stað með framleiðslu á áfengislausum bjór fyrir einu og hálfu ári síðan. „Okkur grunaði að þetta myndi fara vel af stað en þetta er að fara fram úr okkar væntingum. Fólk virðist vera mjög ánægt með þetta framtak,“ sagði Sturlaugur Jón Björnsson, yfirbruggmeistari hjá Borg Brugghúsi. Bríó er vinsæll áfengislaus bjór.stöð2 Hann segir að áhugi neytenda á áfengislausum bjórum hafi verið kveikjan að framleiðslunni. „Við höfum séð að það er aukinn áhuga á þessum vöruflokki í Evrópu sérstaklega, bara síðustu fimm til sex árin og það er eitthvað sem við tökum eftir. Samhliða því hafa orðið gríðarlegar framfarir við vinnslu og þekkingu við þessar vörur sem er gott fyrir neytandann því að það þýðir að framleiðendur geta framleitt bragðbetri vöru og það er mjög spennandi hvert þetta tekur okkur.“ Bruggmeistarinn sjálfur segir að galdurinn á bak við góðan áfengislausan bjór sé meðal annars að að vinna með hráefni í hæsta gæðaflokki. Hver er munurinn á því að framleiða áfengan bjór og óáfengan? „Það er í sjálfu sér ekki mikill munur því þetta eru sömu hráefni að miklu leyti sama ferli þannig þetta eru einhver smáatriði.“ Ylfa og Bríó hafa unnið til gullverðlauna erlendis.stöð2 Borg brugghús hefur tvisvar sinnum sent áfengislausan bjór í keppni erlendis og í bæði skiptið kom fyrirtækið heim með gullið. Hinir verðlaunuðu eru óáfengu Ylfa og Bríó. Það er ekki að sjá að þessi sem fréttamaður smakkar í myndskeiðinu sé áfengislaus enda lítur hann alveg eins út og áfengur bjór og bragðið er alveg eins. Bruggmeistararnir eru hvergi nærri hættir því von er á fleiri áfengislausum bjórum. „Froðusleikir er að koma aftur sem er jóla áfengislaus bjór og með honum mun bætast Faldafeykir sem er nýr áfengislaus jólabjór sem verður með hindberjum og lakkrís svo er nóg í pípunum framundan.“ En eru allir hættir að fá sér?stöð2 En eru allir hættir að fá sér? Hvers vegna njóta áfengislausir bjórar svo mikilla mikilla vinsælda í dag? „Klárlega heilsuþættir. Líka bara úrval, að fólk hafi val þegar það fer jafnvel út á lífið að geta fengið sér áfenga vöru eða óáfenga.“ Eins og er selst áfengur bjór betur en þeir óáfengu. Sturlaugur segir að það verði þó spennandi að sjá þróunina eftir nokkur ár því áfengislaus bjór eru á blússandi siglingu. „Salan hefur verið að vaxa gríðarlega síðasta rúma árið þannig það er mjög spennandi að sjá hvert það fer.“
Verslun Neytendur Næturlíf Áfengi og tóbak Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira