Nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar marki tímamót í öryggisgæslu á Norðurslóðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2021 12:12 Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir nýja varðskipið Freyju marka tímamót í þátttöku Íslands í öryggisgæslu á Norðurslóðum. Vísir/Vilhelm Nýtt varðskipt bætist við flota Landhelgisgæslunnar í fyrsta sinn í áratug. Forstjóri Gæslunnar segir nýja varðskipið marka tímamót í þátttöku Íslands í öryggisgæslu á Norðurslóðum. Varðskipið Freyja lagði af stað frá Rotterdam til Íslands síðasta þriðjudag og mun leggja að bryggju á Siglufirði um hálf tvö í dag. Þar munu framámen taka á móti nýju varðskipi og áhöfn þess, eins og forseti Íslands, dómsmálaráðherra og bæjarstjóri Fjallabyggðar. „Við tökum á móti skipinu með pompi og prakt og reiknum með að bæjarbúar taki þátt í því,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Hann segir komu Freyju til landsins marka tímamót í sögu Landhelgisgæslunnar og öryggisgæslu á Norðurslóðum. „Þetta er mikill og stór áfangi í öryggis- og björgunarmálum á Norðurslóðum og kannski áþreifanlegasta skref sem Ísland hefur tekið í þá átt að bæta í öryggi og björgunargetu á Norðurslóðum,“ segir Georg. „Það er ekki á hverjum degi sem Landhelgisgæslan fær nýtt skip. Þór, okkar nýjasta skip, er orðið tíu ára gamalt og þetta skip Freyja kemur til með að koma í staðin fyrir varðskipið Tý sem er orðið hartnær fimmtíu ára.“ Freyja við bryggju á Siglufirði.Vísir/Kristján Már Freyja mun taka við keflinu af Tý um miðjan næsta mánuð og Týr loks leggja árar í bát eftir nær fimm áratuga þjónustu hjá Landhelgisgæslunni. Það er því nokkuð merkingarþrungið að Týr muni fylgja Freyju í höfn í dag. „Já, það er vel við hæfi að Týr skuli fylgja Freyju inn til hafnar á Siglufirði þar sem Freyja tekur við keflinu um miðjan næsta mánuð og Týr hefur þjónað okkar í 46 ár, þannig að það er kominn tími til,“ sagði Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan Norðurslóðir Fjallabyggð Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Varðskipið Freyja lagði af stað frá Rotterdam til Íslands síðasta þriðjudag og mun leggja að bryggju á Siglufirði um hálf tvö í dag. Þar munu framámen taka á móti nýju varðskipi og áhöfn þess, eins og forseti Íslands, dómsmálaráðherra og bæjarstjóri Fjallabyggðar. „Við tökum á móti skipinu með pompi og prakt og reiknum með að bæjarbúar taki þátt í því,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Hann segir komu Freyju til landsins marka tímamót í sögu Landhelgisgæslunnar og öryggisgæslu á Norðurslóðum. „Þetta er mikill og stór áfangi í öryggis- og björgunarmálum á Norðurslóðum og kannski áþreifanlegasta skref sem Ísland hefur tekið í þá átt að bæta í öryggi og björgunargetu á Norðurslóðum,“ segir Georg. „Það er ekki á hverjum degi sem Landhelgisgæslan fær nýtt skip. Þór, okkar nýjasta skip, er orðið tíu ára gamalt og þetta skip Freyja kemur til með að koma í staðin fyrir varðskipið Tý sem er orðið hartnær fimmtíu ára.“ Freyja við bryggju á Siglufirði.Vísir/Kristján Már Freyja mun taka við keflinu af Tý um miðjan næsta mánuð og Týr loks leggja árar í bát eftir nær fimm áratuga þjónustu hjá Landhelgisgæslunni. Það er því nokkuð merkingarþrungið að Týr muni fylgja Freyju í höfn í dag. „Já, það er vel við hæfi að Týr skuli fylgja Freyju inn til hafnar á Siglufirði þar sem Freyja tekur við keflinu um miðjan næsta mánuð og Týr hefur þjónað okkar í 46 ár, þannig að það er kominn tími til,“ sagði Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.
Landhelgisgæslan Norðurslóðir Fjallabyggð Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira