Fórnarkostnaður umræðunnar Sindri Þór Hilmars- og Sigríðarson skrifar 5. nóvember 2021 16:00 Þórir, Kveikur og pælingar Því meira sem ég velti fyrir mér drottningarviðtali Kveiks við leikarann Þóri Sæmundsson því minna skil ég hvernig vandaður fréttaskýringaþáttur gat talið þetta boðlegt efni. Ekki nóg með það að Þórir sýndi fátt, ef nokkuð, sem gefur til kynna að hann sé bættur maður og tilgangur viðtalsins því óljós í besta falli; heldur olli þátturinn raunverulegum skaða einstaklingum – þolendum í okkar samfélagi. Allt frá skotgrafahernaði til persónulegra áverka Umræðan er öll komin í skotgrafir, fullkomlega pólaríseruð og þannig ólíkleg til að nálgast einhverskonar vitræna niðurstöðu. Fremur en að einhverskonar samtal sé að eiga sér stað þá virðist fólk forherðast í skoðunum sínum og vaða þannig áfram á hnefunum. Með máli Þóris eru svo gerendur og ötult stuðningsfólk þeirra komin með glænýtt vopn í kassann sem þau munu vafalaust nýta óspart, svona ef marka má ofgnótt vísana í hundinn Lúkas og ónefnda tjaldhæla. Ég bíð „spenntur“ eftir næsta máli sem kemst í umræðuna, hvar þolendur verða líklega sakaðir um að leggja gildrur fyrir gerendur sína. En síðast og alls ekki síst, því þetta er það versta, er fjöldinn allur af þolendum þarna úti sem líða miklar kvalir þessa dagana í kjölfar þáttarins og umræðunnar sem fylgir. „Ein algengasta uppspretta geranda og þolenda kynferðismála í okkar samfélagi“ Mál á borð við þau sem Þórir hefur gengist við og sem konur hafa komið fram og lýst í samskiptum sínum við hann eru ein algengasta uppspretta geranda og þolenda kynferðismála í okkar samfélagi. Myndarlegur "eldri" karlmaður sem í krafti útlits eðs frægðar eða stöðu eða ríkidæmis sjarmerar til sín stúlkur á aldrinum 15 - 16 - 17 ára. Engin lög eru brotin og karlmennirnir labba í burtu eins og ekkert hafi í skorist, tilbúnir í leitina að þeirri næstu. En stúlkurnar sitja eftir, gjarnan með stærðarinnar andlegan áverka; brotið traust, afar neikvæða kynferðislega upplifun á mesta mótunarskeiði kynþroskans, skömm og „leyndarmál“ sem þær þora gjarnan ekki að deila með öðrum, sem og möguleikann á stríðni, einelti og útskúfun ef upp kemst um málið meðal jafnaldra. Í tilvikum sem þessum er sjaldnast um eiginlegt lögbrot að ræða því samkvæmt íslenskum lögum er einstaklingur talinn hæfur til að samþykkja kynlíf við 15 ára aldur. En það sem er löglegt er ekki alltaf eðlilegt, gott eða siðferðislega réttlætanlegt. Flest fullorðið fólk þarf ekki að hugsa sig lengi um til að sjá að einhverstaðar er pottur brotinn þegar barn stundar kynlíf með einstaklingi sem gæti verið foreldri þess. Svona lýsir Jófríður Skaftadóttir samskiptum sínum við Þóri Sæmundsson í viðtali við Stundina, en hún og Þórir sváfu saman þegar hún var aðeins 16 ára gömul og hann þá 36 ára gamall: „Þetta var fyrir sjö árum. Ég var mjög ringluð á þessum aldri og brotin. Ég hitti hann eftir að við höfðum náð saman á Tinder. Í prófílnum mínum þar stóð að ég væri 18 ára en þegar ég og Þórir hittumst sagði ég honum strax að ég væri 16 ára. Honum fannst ekkert athugavert við það og við sváfum saman. Það var ekki þvingað samræði, en ég var svo ung og brotin að strax daginn eftir lokaði ég á öll samskipti við hann og reyndi að gleyma því sem hafði gerst.“ Lólíturnar og mannorðsmorðin Opni þolendur frétta- eða samfélagsmiðla þessa dagana; þolendur sem margir hverjir hafa sjálfir upplifað atvinnu- og ærumissi og útskúfun í kjölfar sinna atvika, mætir þeim flóðbylgja ummæla hvar fólk hellir úr hjartanu allri sinni samúð yfir vesalings Þóri, kallar eftir úrræðum og aðstoð til handa aumingja manninum, býður honum jafnvel vinnu. Á sama tíma hella þau úr skálum reiði sinnar yfir stúlkurnar, „lólíturnar“ sem tældu blásaklausan manninn og höfðu þannig af honum lífsviðurværið og æruna. Gerandinn er orðinn þolandi og þolendur eru orðnir gerendur. Gaslýsingin er fullkomnuð! Ég segi gaslýsing því auðvitað var þetta ekki svo. Þarna voru ungar konur - stúlkubörn - settar í aðstæður sem þær hafa takmarkaða, ef nokkra reynslu eða þekkingu til að ráða við, af manni í yfirburðastöðu svo valdaójafnvægið er óumdeilanlegt. Vitnum aftur í Jófríði: „Hann var ekki bara helmingi eldri en ég, og ég unglingur, heldur var hann líka frægur leikari.“ Á þessa þolendur – börn – vill hávær hluti samfélagsins setja alla ábyrgð á því sem átti sér stað. Er það nema von að þolendum svíði þessa dagana. Jófríður segir að viðtal Kveiks við Þóri, viðtal sem þjónaði akkúrat engum tilgangi, og þessi háværu viðbrögð séu eins og hlandblaut tuska í andlitið á þolendum. Ég held ég geti ekki orðað það neitt betur. Höfundur er markaðsstjóri og baráttumaður gegn nauðgunarmenningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Þóris Sæmundssonar Kynferðisofbeldi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þórir, Kveikur og pælingar Því meira sem ég velti fyrir mér drottningarviðtali Kveiks við leikarann Þóri Sæmundsson því minna skil ég hvernig vandaður fréttaskýringaþáttur gat talið þetta boðlegt efni. Ekki nóg með það að Þórir sýndi fátt, ef nokkuð, sem gefur til kynna að hann sé bættur maður og tilgangur viðtalsins því óljós í besta falli; heldur olli þátturinn raunverulegum skaða einstaklingum – þolendum í okkar samfélagi. Allt frá skotgrafahernaði til persónulegra áverka Umræðan er öll komin í skotgrafir, fullkomlega pólaríseruð og þannig ólíkleg til að nálgast einhverskonar vitræna niðurstöðu. Fremur en að einhverskonar samtal sé að eiga sér stað þá virðist fólk forherðast í skoðunum sínum og vaða þannig áfram á hnefunum. Með máli Þóris eru svo gerendur og ötult stuðningsfólk þeirra komin með glænýtt vopn í kassann sem þau munu vafalaust nýta óspart, svona ef marka má ofgnótt vísana í hundinn Lúkas og ónefnda tjaldhæla. Ég bíð „spenntur“ eftir næsta máli sem kemst í umræðuna, hvar þolendur verða líklega sakaðir um að leggja gildrur fyrir gerendur sína. En síðast og alls ekki síst, því þetta er það versta, er fjöldinn allur af þolendum þarna úti sem líða miklar kvalir þessa dagana í kjölfar þáttarins og umræðunnar sem fylgir. „Ein algengasta uppspretta geranda og þolenda kynferðismála í okkar samfélagi“ Mál á borð við þau sem Þórir hefur gengist við og sem konur hafa komið fram og lýst í samskiptum sínum við hann eru ein algengasta uppspretta geranda og þolenda kynferðismála í okkar samfélagi. Myndarlegur "eldri" karlmaður sem í krafti útlits eðs frægðar eða stöðu eða ríkidæmis sjarmerar til sín stúlkur á aldrinum 15 - 16 - 17 ára. Engin lög eru brotin og karlmennirnir labba í burtu eins og ekkert hafi í skorist, tilbúnir í leitina að þeirri næstu. En stúlkurnar sitja eftir, gjarnan með stærðarinnar andlegan áverka; brotið traust, afar neikvæða kynferðislega upplifun á mesta mótunarskeiði kynþroskans, skömm og „leyndarmál“ sem þær þora gjarnan ekki að deila með öðrum, sem og möguleikann á stríðni, einelti og útskúfun ef upp kemst um málið meðal jafnaldra. Í tilvikum sem þessum er sjaldnast um eiginlegt lögbrot að ræða því samkvæmt íslenskum lögum er einstaklingur talinn hæfur til að samþykkja kynlíf við 15 ára aldur. En það sem er löglegt er ekki alltaf eðlilegt, gott eða siðferðislega réttlætanlegt. Flest fullorðið fólk þarf ekki að hugsa sig lengi um til að sjá að einhverstaðar er pottur brotinn þegar barn stundar kynlíf með einstaklingi sem gæti verið foreldri þess. Svona lýsir Jófríður Skaftadóttir samskiptum sínum við Þóri Sæmundsson í viðtali við Stundina, en hún og Þórir sváfu saman þegar hún var aðeins 16 ára gömul og hann þá 36 ára gamall: „Þetta var fyrir sjö árum. Ég var mjög ringluð á þessum aldri og brotin. Ég hitti hann eftir að við höfðum náð saman á Tinder. Í prófílnum mínum þar stóð að ég væri 18 ára en þegar ég og Þórir hittumst sagði ég honum strax að ég væri 16 ára. Honum fannst ekkert athugavert við það og við sváfum saman. Það var ekki þvingað samræði, en ég var svo ung og brotin að strax daginn eftir lokaði ég á öll samskipti við hann og reyndi að gleyma því sem hafði gerst.“ Lólíturnar og mannorðsmorðin Opni þolendur frétta- eða samfélagsmiðla þessa dagana; þolendur sem margir hverjir hafa sjálfir upplifað atvinnu- og ærumissi og útskúfun í kjölfar sinna atvika, mætir þeim flóðbylgja ummæla hvar fólk hellir úr hjartanu allri sinni samúð yfir vesalings Þóri, kallar eftir úrræðum og aðstoð til handa aumingja manninum, býður honum jafnvel vinnu. Á sama tíma hella þau úr skálum reiði sinnar yfir stúlkurnar, „lólíturnar“ sem tældu blásaklausan manninn og höfðu þannig af honum lífsviðurværið og æruna. Gerandinn er orðinn þolandi og þolendur eru orðnir gerendur. Gaslýsingin er fullkomnuð! Ég segi gaslýsing því auðvitað var þetta ekki svo. Þarna voru ungar konur - stúlkubörn - settar í aðstæður sem þær hafa takmarkaða, ef nokkra reynslu eða þekkingu til að ráða við, af manni í yfirburðastöðu svo valdaójafnvægið er óumdeilanlegt. Vitnum aftur í Jófríði: „Hann var ekki bara helmingi eldri en ég, og ég unglingur, heldur var hann líka frægur leikari.“ Á þessa þolendur – börn – vill hávær hluti samfélagsins setja alla ábyrgð á því sem átti sér stað. Er það nema von að þolendum svíði þessa dagana. Jófríður segir að viðtal Kveiks við Þóri, viðtal sem þjónaði akkúrat engum tilgangi, og þessi háværu viðbrögð séu eins og hlandblaut tuska í andlitið á þolendum. Ég held ég geti ekki orðað það neitt betur. Höfundur er markaðsstjóri og baráttumaður gegn nauðgunarmenningu.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar