Nýtt lyf hafi mikla þýðingu í baráttunni við faraldurinn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. nóvember 2021 13:43 Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor í smitsjúkdómum við Háskóla Íslands, segir lyfið hafa þýðingu í baráttunni gegn Covid-19 Vísir/Sigurjón Nýtt lyf gegn Covid-19 hefur talsverða þýðingu í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum að mati prófessors í smitsjúkdómalækningum. Margir hafa augastað á lyfinu en það jákvæða er að framleiðsla þess er auðveldari en framleiðsla bóluefna. Bretar hafa heimilað notkun á nýju veirulyfi, sem heitir molnupiravir, gegn Covid-19. Lyfið er gefið í töfluformi. Rannsóknir sýna að notkun lyfsins á fyrstu dögum dregur úr líkum á innlögn á sjúkrahús og dauðsföllum. „Þýðingin gæti verið talsverð vegna þess að þetta er lyf sem að hægt er að taka um munn og kallar þess vegna ekki á mikla vinnu af hálfu sjúkrahúsa eða bráðamóttaka ef hægt er að ávísa lyfinu tiltölulega snemma í ferlinu,“ segir Magnús Gottfreðsson yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor í smitsjúkdómalækningum. „Það virðist þolast vel og rannsóknir sem að gerðar hafa verið benda til þess að hægt sé að draga úr innlögnum og dauðsföllum með því að beita þessari íhlutun snemma.“ Önnur ríki vinna nú að því að fá lyfið skráð til að hægt að heimila notkun á því. „Þetta er lyf sem að er alveg nýtt og hefur ekki verið notað áður og hefur ekki verið skráð fyrr en þá núna í Bretlandi og Bandaríkjamenn eru að vinna að undirbúningi skráningar þar. Sömuleiðis í Evrópu þar er verið að fara yfir þessi gögn,“ Magnús segir erfitt að segja til um hvenær hægt verður að byrja að nota lyfið á Íslandi. „Ég veit það að það er áhugi alls staðar í Evrópu að hraða þessu ferli og umsóknin um skráningu er komin til Evrópsku lyfjastofnunarinnar og ég geri ráð fyrir að menn muni leggja hart að sér að vanda þar til verka og flýta þeirri yfirferð.“ Mikil eftirspurn er eftir lyfinu en bæði Bretar og Bandaríkjamenn hafa tryggt sér nokkuð magn af því. „Þetta er hins vegar ekki flókin efnasmíð og ætti í sjálfu sér ekki að vera jafn tímafrekt og í tilviki bóluefnanna þannig að já það er vafalítið einhver bið á að hægt sé að uppfylla allar þarfir heimsins en það ætti að vera mun auðveldara viðfangs heldur en í tilviki bóluefnanna vegna þess að bóluefnagerðin er flóknari. “ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Bretland er fyrsta ríkið til að heimila notkun veirulyfsins molnupiravir gegn Covid-19 en rannsóknir sýna að notkun þess á fyrstu dögum sýkingar helmingar áhættuna á sjúkrahúsinnlögn og dauða af völdum SARS-CoV-2. 5. nóvember 2021 09:15 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Sjá meira
Bretar hafa heimilað notkun á nýju veirulyfi, sem heitir molnupiravir, gegn Covid-19. Lyfið er gefið í töfluformi. Rannsóknir sýna að notkun lyfsins á fyrstu dögum dregur úr líkum á innlögn á sjúkrahús og dauðsföllum. „Þýðingin gæti verið talsverð vegna þess að þetta er lyf sem að hægt er að taka um munn og kallar þess vegna ekki á mikla vinnu af hálfu sjúkrahúsa eða bráðamóttaka ef hægt er að ávísa lyfinu tiltölulega snemma í ferlinu,“ segir Magnús Gottfreðsson yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor í smitsjúkdómalækningum. „Það virðist þolast vel og rannsóknir sem að gerðar hafa verið benda til þess að hægt sé að draga úr innlögnum og dauðsföllum með því að beita þessari íhlutun snemma.“ Önnur ríki vinna nú að því að fá lyfið skráð til að hægt að heimila notkun á því. „Þetta er lyf sem að er alveg nýtt og hefur ekki verið notað áður og hefur ekki verið skráð fyrr en þá núna í Bretlandi og Bandaríkjamenn eru að vinna að undirbúningi skráningar þar. Sömuleiðis í Evrópu þar er verið að fara yfir þessi gögn,“ Magnús segir erfitt að segja til um hvenær hægt verður að byrja að nota lyfið á Íslandi. „Ég veit það að það er áhugi alls staðar í Evrópu að hraða þessu ferli og umsóknin um skráningu er komin til Evrópsku lyfjastofnunarinnar og ég geri ráð fyrir að menn muni leggja hart að sér að vanda þar til verka og flýta þeirri yfirferð.“ Mikil eftirspurn er eftir lyfinu en bæði Bretar og Bandaríkjamenn hafa tryggt sér nokkuð magn af því. „Þetta er hins vegar ekki flókin efnasmíð og ætti í sjálfu sér ekki að vera jafn tímafrekt og í tilviki bóluefnanna þannig að já það er vafalítið einhver bið á að hægt sé að uppfylla allar þarfir heimsins en það ætti að vera mun auðveldara viðfangs heldur en í tilviki bóluefnanna vegna þess að bóluefnagerðin er flóknari. “
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Bretland er fyrsta ríkið til að heimila notkun veirulyfsins molnupiravir gegn Covid-19 en rannsóknir sýna að notkun þess á fyrstu dögum sýkingar helmingar áhættuna á sjúkrahúsinnlögn og dauða af völdum SARS-CoV-2. 5. nóvember 2021 09:15 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Sjá meira
Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Bretland er fyrsta ríkið til að heimila notkun veirulyfsins molnupiravir gegn Covid-19 en rannsóknir sýna að notkun þess á fyrstu dögum sýkingar helmingar áhættuna á sjúkrahúsinnlögn og dauða af völdum SARS-CoV-2. 5. nóvember 2021 09:15