Hellisheiðarvirkjun nær kolefnishlutlaus með styrk frá ESB Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2021 11:46 Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, með tveimur öðrum styrkþegum þegar skrifað var undir samninga í Brussel í morgun. Carbfix er fyrsta kolefnisföngunar og förgunarverkefnið sem fær styrk úr nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins. Carbfix Sex hundruð milljóna króna styrkur sem Carbfix fær úr nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins fjármagnar nýja hreinsistöð sem á að gera Hellisheiðarvirkjun nær alveg kolefnishlutlausa á næstu árum. Skrifað var undir samning um styrkinn á hliðarviðburði COP26-ráðstefnunnar í dag. Carbfix er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur sem hefur þróað aðferð til þess að fanga og farga kolefni með því að binda það í jarðlögum við Hellisheiðarvirkjun. Það er fyrsta kolefnisföngunar- og förgunarverkefnið sem hlýtur styrk úr nýsköpunarsjóðnum. Tilkynnt var um styrkinn í sumar en Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, skrifaði undir samning um hann við hátíðlega athöfn á hliðarviðburði COP26-loftslagsráðstefnunnar í Brussel í morgun. Kári Helgason, yfirmaður rannsókna og nýsköpunar hjá Carbfix, segir að styrkurinn sé ætlaður fyrir loftslagslausnir sem eru tilbúnar til uppskölunar og fulls reksturs. Hann muni fjármagna lokaskrefið í hreinsun útblásturs frá Hellisheiðarvirkjun. One of the first to sign #InnovationFund grant agreements from live side-event at @COP26 ! Receiving such generous support from the Innovation Fund is a great honour and acknowledgement for a young knowledge-based company such as Carbfix. @edda_ara https://t.co/gRkfAkoTau pic.twitter.com/YErEK0NVW6— Carbfix (@CarbFix) November 5, 2021 Núverandi hreinsistöðvar Carbfix á Hellisheiði fanga um þrjátíu prósent koltvísýrings úr útblástri jarðhitavirkjunarinnar og 75 prósent brennisteinsvetnisins. Til stendur að reisa nýja hreinsistöð sem á að fá nafnið Silfurberg sem er sérstaklega hönnuð til að fanga koltvísýring á sem skilvirkastan hátt. „Við munum ná allavegana 95% af öllu koldíoxíði, það er mjög erfitt að ná þessum síðustu fimm prósentum,“ segir Kári við Vísi. Áætlaður kostnaður við nýju hreinsistöðina er um milljarður króna og dekkar ESB-styrkurinn því um helming hans. Kári segir að þegar stöðin verður tekin í notkun árið 2025 verði Hellisheiðarvirkjun nær kolefnishlutlaus. Hún á að fanga um 34 þúsund tonn af koltvísýringi og tólf þúsund ár af brennisteinsvetni á ári. Kári Helgason, yfirmaður rannsókna og nýsköpunar hjá Carbfix.Vísir/Vilhelm Skrautfjöður að vera fyrsta verkefnið til að fá styrk Kári segir það sérstaka skrautfjöður fyrir Carbfix að vera fyrsta kolefnisförgunarverkefnið sem hlýtur styrk úr nýsköpunarsjóðnum. Fleiri muni væntanlega fylgja í kjölfarið. Styrkurinn sé liður í útbreiðslu Carbfix-aðferðarinnar en hana sé hægt að yfirfæra á til dæmis sement- eða stálframleiðslu sem losar mikið magn koltvísýrings þar sem hentug jarðlög eru til niðurdælingar. Kostnaður við að fanga og farga tonni af koltvísýringi á Hellisheiði er umtalsvert lægri en við kaup á losunarheimildum. Því segir Kári að strax sé kominn hvati til þess að fanga og farga kolefni þar sem aðstæður eru til þess. Carbfix vinnur einnig að tveimur öðrum verkefnum í kolefnisföngun og förgun. Annars vegar að svonefndum loftsugum sem fanga koltvísýring beint úr andrúmslofti og hins vegar innflutningi á koltvísýringi á fljótandi formi sem verður fargað í fyrirhugaðri stöð fyrirtækisins í Straumsvík. Markmið Carbfix er að farga milljónum tonna af koltvísýringi sem er fangaður í Norður-Evrópu og fluttur sjóleiðis til Íslands í förgunarstöð sem nefnist Coda Terminal. Rekstur hennar á að hefjast 2025. Loftslagsmál Evrópusambandið Nýsköpun Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum. 8. september 2021 17:08 Loftslagsverkefni Carbfix og ON fær 600 milljóna króna styrk Carbfix og Orka náttúrunnar, dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur, hafa hlotið styrk úr Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins (Innovation Fund) í verkefnið Silfurberg. 12. ágúst 2021 08:25 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Carbfix er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur sem hefur þróað aðferð til þess að fanga og farga kolefni með því að binda það í jarðlögum við Hellisheiðarvirkjun. Það er fyrsta kolefnisföngunar- og förgunarverkefnið sem hlýtur styrk úr nýsköpunarsjóðnum. Tilkynnt var um styrkinn í sumar en Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, skrifaði undir samning um hann við hátíðlega athöfn á hliðarviðburði COP26-loftslagsráðstefnunnar í Brussel í morgun. Kári Helgason, yfirmaður rannsókna og nýsköpunar hjá Carbfix, segir að styrkurinn sé ætlaður fyrir loftslagslausnir sem eru tilbúnar til uppskölunar og fulls reksturs. Hann muni fjármagna lokaskrefið í hreinsun útblásturs frá Hellisheiðarvirkjun. One of the first to sign #InnovationFund grant agreements from live side-event at @COP26 ! Receiving such generous support from the Innovation Fund is a great honour and acknowledgement for a young knowledge-based company such as Carbfix. @edda_ara https://t.co/gRkfAkoTau pic.twitter.com/YErEK0NVW6— Carbfix (@CarbFix) November 5, 2021 Núverandi hreinsistöðvar Carbfix á Hellisheiði fanga um þrjátíu prósent koltvísýrings úr útblástri jarðhitavirkjunarinnar og 75 prósent brennisteinsvetnisins. Til stendur að reisa nýja hreinsistöð sem á að fá nafnið Silfurberg sem er sérstaklega hönnuð til að fanga koltvísýring á sem skilvirkastan hátt. „Við munum ná allavegana 95% af öllu koldíoxíði, það er mjög erfitt að ná þessum síðustu fimm prósentum,“ segir Kári við Vísi. Áætlaður kostnaður við nýju hreinsistöðina er um milljarður króna og dekkar ESB-styrkurinn því um helming hans. Kári segir að þegar stöðin verður tekin í notkun árið 2025 verði Hellisheiðarvirkjun nær kolefnishlutlaus. Hún á að fanga um 34 þúsund tonn af koltvísýringi og tólf þúsund ár af brennisteinsvetni á ári. Kári Helgason, yfirmaður rannsókna og nýsköpunar hjá Carbfix.Vísir/Vilhelm Skrautfjöður að vera fyrsta verkefnið til að fá styrk Kári segir það sérstaka skrautfjöður fyrir Carbfix að vera fyrsta kolefnisförgunarverkefnið sem hlýtur styrk úr nýsköpunarsjóðnum. Fleiri muni væntanlega fylgja í kjölfarið. Styrkurinn sé liður í útbreiðslu Carbfix-aðferðarinnar en hana sé hægt að yfirfæra á til dæmis sement- eða stálframleiðslu sem losar mikið magn koltvísýrings þar sem hentug jarðlög eru til niðurdælingar. Kostnaður við að fanga og farga tonni af koltvísýringi á Hellisheiði er umtalsvert lægri en við kaup á losunarheimildum. Því segir Kári að strax sé kominn hvati til þess að fanga og farga kolefni þar sem aðstæður eru til þess. Carbfix vinnur einnig að tveimur öðrum verkefnum í kolefnisföngun og förgun. Annars vegar að svonefndum loftsugum sem fanga koltvísýring beint úr andrúmslofti og hins vegar innflutningi á koltvísýringi á fljótandi formi sem verður fargað í fyrirhugaðri stöð fyrirtækisins í Straumsvík. Markmið Carbfix er að farga milljónum tonna af koltvísýringi sem er fangaður í Norður-Evrópu og fluttur sjóleiðis til Íslands í förgunarstöð sem nefnist Coda Terminal. Rekstur hennar á að hefjast 2025.
Loftslagsmál Evrópusambandið Nýsköpun Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum. 8. september 2021 17:08 Loftslagsverkefni Carbfix og ON fær 600 milljóna króna styrk Carbfix og Orka náttúrunnar, dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur, hafa hlotið styrk úr Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins (Innovation Fund) í verkefnið Silfurberg. 12. ágúst 2021 08:25 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum. 8. september 2021 17:08
Loftslagsverkefni Carbfix og ON fær 600 milljóna króna styrk Carbfix og Orka náttúrunnar, dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur, hafa hlotið styrk úr Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins (Innovation Fund) í verkefnið Silfurberg. 12. ágúst 2021 08:25