Býst við enn fleiri smitum eftir gærdaginn Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2021 08:16 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/VIlhelm Sóttvarnalæknir segist reikna með að fleiri hafi greinst smitaðir af kórónuveirunni í gær en í fyrradag þegar fjöldi smitaðra á einum degi var sá þriðji hæsti frá upphafi faraldursins. Grípa þurfi til aðgerða hvort sem fólki líkar betur eða verr. Í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að endanlegar tölur liggi enn ekki fyrir en honum sýndist að fleiri hefðu greinst smitaðir í gær en daginn á undan. Á miðvikudag greindust 144 smitaðir af veirunni og höfðu þeir aðeins tvisvar verið fleiri frá upphafi faraldursins. Þá höfðu aldrei fleiri greinst smitaðir utan sóttkvíar. Af þeim fimm sem liggja nú á gjörgæslu er einn á fertugsaldri í hjarta- og lungnavél og tveir til viðbótar í öndunarvél. Þórólfur sagði að miðað við að um tvö prósent þeirra sem smitast þurfi að leggjast inn á sjúkrahús gæti daglegum innlögnum nú fjölgað úr einum í tvo til þrjá. Innlagnir séu þó ekki stöðugar og þær gætu komið í kippum. Ástandið sagði Þórólfur orðið illviðráðanlegt fyrir Covid-19-göngudeild Landspítalans og smitrakningarteymi. Lenda illa í því án aðgerða Þórólfur skilaði minnisblaði um hertar sóttvarnaaðgerðir til Svandísar Svavarsdóttur, starfandi heilbrigðisráðherra, í gær. Hann vildi ekki gefa upp hvað stæði í minnisblaðinu en sagði að sjá þyrfti til hvað ríkisstjórni ákvæði að gera. „Ef við gerum ekkert lendum við bara illa í því og þá förum við að lenda í verulegum vandamálum á spítölunum,“ sagði sóttvarnalæknir. Vitað sé hvað þurfi að gera til að komast fyrir bylgjuna. Gripið hafi verið til ráðstafana áður sem hafi virkað. „Við verðum bara að gera það, hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ sagði Þórólfur. Sagðist sóttvarnalæknir vonast til þess að hægt væri að flýta átaki í að gefa örvunarskammt bólusetningar gegn veirunni. Rannsóknir lofi góðu um að örvunarskammtur geti fyrirbyggt smit. Meiri afleiðingar af veirunni en af því að fá ekki ferðamenn inn Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar gagnrýndi harðlega ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að halda óbreyttum takmörkunum á landamærunum fram í janúar. Enn er gerð krafa um að ferðamenn fari í svonefnt PCR-próf. Sagði hann ákvörðunina dýrkeypt mistök sem kostaði þjóðarbúið milljarða króna í tapaðar tekjur af ferðamönnum. Þórólfur sagði að helmingur allra sem hefðu greinst smitaðir í október hafi verið með ný afbrigði veirunnar sem hafi komið inn um landamærin, ýmist fólk sem greindist smitað þar eða komst í gegn en greindist síðar smitað. „Ef að menn vilja virkilega tala um heilsufarsleg áhrif og afleiðingar af þessari veiru þá verða þær miklu meiri en að fá nokkra ferðamenn hérna inn,“ sagði sóttvarnalæknir. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að endanlegar tölur liggi enn ekki fyrir en honum sýndist að fleiri hefðu greinst smitaðir í gær en daginn á undan. Á miðvikudag greindust 144 smitaðir af veirunni og höfðu þeir aðeins tvisvar verið fleiri frá upphafi faraldursins. Þá höfðu aldrei fleiri greinst smitaðir utan sóttkvíar. Af þeim fimm sem liggja nú á gjörgæslu er einn á fertugsaldri í hjarta- og lungnavél og tveir til viðbótar í öndunarvél. Þórólfur sagði að miðað við að um tvö prósent þeirra sem smitast þurfi að leggjast inn á sjúkrahús gæti daglegum innlögnum nú fjölgað úr einum í tvo til þrjá. Innlagnir séu þó ekki stöðugar og þær gætu komið í kippum. Ástandið sagði Þórólfur orðið illviðráðanlegt fyrir Covid-19-göngudeild Landspítalans og smitrakningarteymi. Lenda illa í því án aðgerða Þórólfur skilaði minnisblaði um hertar sóttvarnaaðgerðir til Svandísar Svavarsdóttur, starfandi heilbrigðisráðherra, í gær. Hann vildi ekki gefa upp hvað stæði í minnisblaðinu en sagði að sjá þyrfti til hvað ríkisstjórni ákvæði að gera. „Ef við gerum ekkert lendum við bara illa í því og þá förum við að lenda í verulegum vandamálum á spítölunum,“ sagði sóttvarnalæknir. Vitað sé hvað þurfi að gera til að komast fyrir bylgjuna. Gripið hafi verið til ráðstafana áður sem hafi virkað. „Við verðum bara að gera það, hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ sagði Þórólfur. Sagðist sóttvarnalæknir vonast til þess að hægt væri að flýta átaki í að gefa örvunarskammt bólusetningar gegn veirunni. Rannsóknir lofi góðu um að örvunarskammtur geti fyrirbyggt smit. Meiri afleiðingar af veirunni en af því að fá ekki ferðamenn inn Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar gagnrýndi harðlega ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að halda óbreyttum takmörkunum á landamærunum fram í janúar. Enn er gerð krafa um að ferðamenn fari í svonefnt PCR-próf. Sagði hann ákvörðunina dýrkeypt mistök sem kostaði þjóðarbúið milljarða króna í tapaðar tekjur af ferðamönnum. Þórólfur sagði að helmingur allra sem hefðu greinst smitaðir í október hafi verið með ný afbrigði veirunnar sem hafi komið inn um landamærin, ýmist fólk sem greindist smitað þar eða komst í gegn en greindist síðar smitað. „Ef að menn vilja virkilega tala um heilsufarsleg áhrif og afleiðingar af þessari veiru þá verða þær miklu meiri en að fá nokkra ferðamenn hérna inn,“ sagði sóttvarnalæknir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira