Einu sigrarnir komið gegn Lakers sem eru aftur án LeBron James Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2021 07:31 LeBron James var í borgaralegum klæðum á bekknum hjá LA Lakers í gærkvöld en ekki er alveg ljóst hve lengi hann verður frá keppni. Meiðslin munu þó vera minni háttar. AP/Marcio Jose Sanchez Meiðsli halda áfram að angra LeBron James sem missti af tveimur leikjum í október. Hann lék ekki með LA Lakers í nótt eftir að hafa tognað í kvið og verður frá keppni í að minnsta kosti viku. Lakers hafa tapað fjórum af níu fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni í NBA-deildinni í körfubolta. Tvö tapanna hafa komið gegn Oklahoma City Thunder sem vann dísætan 107-104 sigur í leik liðanna í nótt. Þetta eru jafnframt einu tveir sigrar Oklahoma til þessa, í átta leikjum. Í nótt vann Oklahoma upp 19 stiga forskot sem Lakers náðu um miðjan 2. leikhluta og komst í fyrsta sinn yfir þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Shai's tough finish gives the @okcthunder their first lead of the night!Thunder lead with 3:24 to play on NBA League Pass... Watch the action in LA here: https://t.co/V0kkYEEIkG pic.twitter.com/qBWLgzG64F— NBA (@NBA) November 5, 2021 „Við hefðum ekki átt að tapa þessum leik,“ sagði Anthony Davis sem skoraði 29 stig og tók 19 fráköst fyrir Lakers. „Þetta snerist ekki um það að LeBron væri ekki hérna… Það er í lagi með okkur en það er sárt að tapa fyrir sama liði tvisvar á einni viku með sams konar hætti. Við verðum að horfast í augu við það og takast á við það,“ sagði Davis. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 11 af 28 stigum sínum fyrir Oklahoma í lokaleikhlutanum. Þar á meðal þriggja stiga körfu frá miðju þegar 1 mínúta og 18 sekúndur voru eftir. .@JCrossover and @QRich can't get enough of the Shai triple pic.twitter.com/3oCPF8PCwv— NBA (@NBA) November 5, 2021 Nóg var eftir af skotklukkunni og Oklahoma aðeins þremur stigum yfir en Gilgeous-Alexander var fyrirgefið þar sem boltinn fór ofan í. „Ef þetta hefði verið einhver annar þá hefði ég sagt eitthvað. En fyrst þetta er Shai þá er það í lagi. Hann er einstakur leikmaður,“ sagði Kenrich Williams sem skoraði níu af 13 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Úrslitin í gær: Detroit 98-109 Philadelphia Atlanta 98-116 Utah Miami 78-95 Boston Phoenix 123-111 Houston LA Lakers 104-107 Oklahoma NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Sjá meira
Lakers hafa tapað fjórum af níu fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni í NBA-deildinni í körfubolta. Tvö tapanna hafa komið gegn Oklahoma City Thunder sem vann dísætan 107-104 sigur í leik liðanna í nótt. Þetta eru jafnframt einu tveir sigrar Oklahoma til þessa, í átta leikjum. Í nótt vann Oklahoma upp 19 stiga forskot sem Lakers náðu um miðjan 2. leikhluta og komst í fyrsta sinn yfir þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Shai's tough finish gives the @okcthunder their first lead of the night!Thunder lead with 3:24 to play on NBA League Pass... Watch the action in LA here: https://t.co/V0kkYEEIkG pic.twitter.com/qBWLgzG64F— NBA (@NBA) November 5, 2021 „Við hefðum ekki átt að tapa þessum leik,“ sagði Anthony Davis sem skoraði 29 stig og tók 19 fráköst fyrir Lakers. „Þetta snerist ekki um það að LeBron væri ekki hérna… Það er í lagi með okkur en það er sárt að tapa fyrir sama liði tvisvar á einni viku með sams konar hætti. Við verðum að horfast í augu við það og takast á við það,“ sagði Davis. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 11 af 28 stigum sínum fyrir Oklahoma í lokaleikhlutanum. Þar á meðal þriggja stiga körfu frá miðju þegar 1 mínúta og 18 sekúndur voru eftir. .@JCrossover and @QRich can't get enough of the Shai triple pic.twitter.com/3oCPF8PCwv— NBA (@NBA) November 5, 2021 Nóg var eftir af skotklukkunni og Oklahoma aðeins þremur stigum yfir en Gilgeous-Alexander var fyrirgefið þar sem boltinn fór ofan í. „Ef þetta hefði verið einhver annar þá hefði ég sagt eitthvað. En fyrst þetta er Shai þá er það í lagi. Hann er einstakur leikmaður,“ sagði Kenrich Williams sem skoraði níu af 13 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Úrslitin í gær: Detroit 98-109 Philadelphia Atlanta 98-116 Utah Miami 78-95 Boston Phoenix 123-111 Houston LA Lakers 104-107 Oklahoma
Úrslitin í gær: Detroit 98-109 Philadelphia Atlanta 98-116 Utah Miami 78-95 Boston Phoenix 123-111 Houston LA Lakers 104-107 Oklahoma
NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum