Einu sigrarnir komið gegn Lakers sem eru aftur án LeBron James Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2021 07:31 LeBron James var í borgaralegum klæðum á bekknum hjá LA Lakers í gærkvöld en ekki er alveg ljóst hve lengi hann verður frá keppni. Meiðslin munu þó vera minni háttar. AP/Marcio Jose Sanchez Meiðsli halda áfram að angra LeBron James sem missti af tveimur leikjum í október. Hann lék ekki með LA Lakers í nótt eftir að hafa tognað í kvið og verður frá keppni í að minnsta kosti viku. Lakers hafa tapað fjórum af níu fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni í NBA-deildinni í körfubolta. Tvö tapanna hafa komið gegn Oklahoma City Thunder sem vann dísætan 107-104 sigur í leik liðanna í nótt. Þetta eru jafnframt einu tveir sigrar Oklahoma til þessa, í átta leikjum. Í nótt vann Oklahoma upp 19 stiga forskot sem Lakers náðu um miðjan 2. leikhluta og komst í fyrsta sinn yfir þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Shai's tough finish gives the @okcthunder their first lead of the night!Thunder lead with 3:24 to play on NBA League Pass... Watch the action in LA here: https://t.co/V0kkYEEIkG pic.twitter.com/qBWLgzG64F— NBA (@NBA) November 5, 2021 „Við hefðum ekki átt að tapa þessum leik,“ sagði Anthony Davis sem skoraði 29 stig og tók 19 fráköst fyrir Lakers. „Þetta snerist ekki um það að LeBron væri ekki hérna… Það er í lagi með okkur en það er sárt að tapa fyrir sama liði tvisvar á einni viku með sams konar hætti. Við verðum að horfast í augu við það og takast á við það,“ sagði Davis. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 11 af 28 stigum sínum fyrir Oklahoma í lokaleikhlutanum. Þar á meðal þriggja stiga körfu frá miðju þegar 1 mínúta og 18 sekúndur voru eftir. .@JCrossover and @QRich can't get enough of the Shai triple pic.twitter.com/3oCPF8PCwv— NBA (@NBA) November 5, 2021 Nóg var eftir af skotklukkunni og Oklahoma aðeins þremur stigum yfir en Gilgeous-Alexander var fyrirgefið þar sem boltinn fór ofan í. „Ef þetta hefði verið einhver annar þá hefði ég sagt eitthvað. En fyrst þetta er Shai þá er það í lagi. Hann er einstakur leikmaður,“ sagði Kenrich Williams sem skoraði níu af 13 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Úrslitin í gær: Detroit 98-109 Philadelphia Atlanta 98-116 Utah Miami 78-95 Boston Phoenix 123-111 Houston LA Lakers 104-107 Oklahoma NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Lakers hafa tapað fjórum af níu fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni í NBA-deildinni í körfubolta. Tvö tapanna hafa komið gegn Oklahoma City Thunder sem vann dísætan 107-104 sigur í leik liðanna í nótt. Þetta eru jafnframt einu tveir sigrar Oklahoma til þessa, í átta leikjum. Í nótt vann Oklahoma upp 19 stiga forskot sem Lakers náðu um miðjan 2. leikhluta og komst í fyrsta sinn yfir þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Shai's tough finish gives the @okcthunder their first lead of the night!Thunder lead with 3:24 to play on NBA League Pass... Watch the action in LA here: https://t.co/V0kkYEEIkG pic.twitter.com/qBWLgzG64F— NBA (@NBA) November 5, 2021 „Við hefðum ekki átt að tapa þessum leik,“ sagði Anthony Davis sem skoraði 29 stig og tók 19 fráköst fyrir Lakers. „Þetta snerist ekki um það að LeBron væri ekki hérna… Það er í lagi með okkur en það er sárt að tapa fyrir sama liði tvisvar á einni viku með sams konar hætti. Við verðum að horfast í augu við það og takast á við það,“ sagði Davis. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 11 af 28 stigum sínum fyrir Oklahoma í lokaleikhlutanum. Þar á meðal þriggja stiga körfu frá miðju þegar 1 mínúta og 18 sekúndur voru eftir. .@JCrossover and @QRich can't get enough of the Shai triple pic.twitter.com/3oCPF8PCwv— NBA (@NBA) November 5, 2021 Nóg var eftir af skotklukkunni og Oklahoma aðeins þremur stigum yfir en Gilgeous-Alexander var fyrirgefið þar sem boltinn fór ofan í. „Ef þetta hefði verið einhver annar þá hefði ég sagt eitthvað. En fyrst þetta er Shai þá er það í lagi. Hann er einstakur leikmaður,“ sagði Kenrich Williams sem skoraði níu af 13 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Úrslitin í gær: Detroit 98-109 Philadelphia Atlanta 98-116 Utah Miami 78-95 Boston Phoenix 123-111 Houston LA Lakers 104-107 Oklahoma
Úrslitin í gær: Detroit 98-109 Philadelphia Atlanta 98-116 Utah Miami 78-95 Boston Phoenix 123-111 Houston LA Lakers 104-107 Oklahoma
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira