„Ég er ekki tilbúin til að smitast. Ég vil frekar halda jól með fjölskyldunni“ Þorgils Jónsson skrifar 4. nóvember 2021 21:30 Viðmælendur fréttastofu á Akranesi segjast skilja að þar þurfi að herða á ráðstöfnunum vegna Covid-bylgju þar í bæ. Mynd/Stöð2 Skagamenn og -konur virðast taka sprengingu í Covid-tilfellum í bænum með stóískri ró og æðruleysi ef marka má bæjarbúa sem fréttastofa hitti á förnum vegi í dag. Eins og fram hefur komið í fréttum greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. Fæstir viðmælenda eru sérlega spenntir fyrir hertari aðgerðum, en átta sig á nauðsyn þeirra. „Það er ekkert gott að það sé skellt í lás, en þetta er nauðsynlegt“, sagði Pétur Jóhannsson og bætti við að Íslendingar væru alltof kærulausir. „Ég er nýkominn frá Spáni og þar er fólk að pæla miklu, miklu meira í Covid en hér.“ Klippa: Viðtal við Skagafólk Jón Gunnar Ingibergsson sagði allir bæjarbúar þekktu einhvern sem væri smitaður eða í sóttkví, en fólk viti hvað þurfi að gera. „Það er leiðinlegt að fara aftur í gamla ástandið, en það er eitthvað sem þarf að gera. Græja þetta. Koma lífinu á réttan kjöl aftur.“ „Ég er allavegana sátt við það að það sé skellt í lás,“ sagði Fjóla Guðmundsdóttir, en dóttir hennar er á sjúkrahúsi með Covid. „Ég er ekki tilbúin til að smitast. Ég vil frekar halda jól með fjölskyldunni.“ Framhaldsskólanemarnir Fjölnir Jóhannesson og Karl Þórir Þórsson tóku fréttum um lokun skóla með besta móti. „Ég fæ að vera heima. Það er næs“, sagði Fjölnir og Karl Þórir bætti við „Fótboltaæfingar falla niður, en annars er þetta magnað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akranes Tengdar fréttir „Mikilvægt að við sjáum smittölur strax ganga niður“ Smituðum einstaklingum fjölgar nú hratt á Akranesi og hefur bæjaráð gripið til þess ráðs að fella niður alla starfsemi í skólum á morgun. Lágmarksstarfsemi verður á öðrum stofnunum bæjarins. Bæjarstjóri segir að um sé að ræða nauðsynlega aðgerð. 4. nóvember 2021 12:15 Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær að því er Lögreglan á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. 4. nóvember 2021 10:51 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira
Eins og fram hefur komið í fréttum greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. Fæstir viðmælenda eru sérlega spenntir fyrir hertari aðgerðum, en átta sig á nauðsyn þeirra. „Það er ekkert gott að það sé skellt í lás, en þetta er nauðsynlegt“, sagði Pétur Jóhannsson og bætti við að Íslendingar væru alltof kærulausir. „Ég er nýkominn frá Spáni og þar er fólk að pæla miklu, miklu meira í Covid en hér.“ Klippa: Viðtal við Skagafólk Jón Gunnar Ingibergsson sagði allir bæjarbúar þekktu einhvern sem væri smitaður eða í sóttkví, en fólk viti hvað þurfi að gera. „Það er leiðinlegt að fara aftur í gamla ástandið, en það er eitthvað sem þarf að gera. Græja þetta. Koma lífinu á réttan kjöl aftur.“ „Ég er allavegana sátt við það að það sé skellt í lás,“ sagði Fjóla Guðmundsdóttir, en dóttir hennar er á sjúkrahúsi með Covid. „Ég er ekki tilbúin til að smitast. Ég vil frekar halda jól með fjölskyldunni.“ Framhaldsskólanemarnir Fjölnir Jóhannesson og Karl Þórir Þórsson tóku fréttum um lokun skóla með besta móti. „Ég fæ að vera heima. Það er næs“, sagði Fjölnir og Karl Þórir bætti við „Fótboltaæfingar falla niður, en annars er þetta magnað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akranes Tengdar fréttir „Mikilvægt að við sjáum smittölur strax ganga niður“ Smituðum einstaklingum fjölgar nú hratt á Akranesi og hefur bæjaráð gripið til þess ráðs að fella niður alla starfsemi í skólum á morgun. Lágmarksstarfsemi verður á öðrum stofnunum bæjarins. Bæjarstjóri segir að um sé að ræða nauðsynlega aðgerð. 4. nóvember 2021 12:15 Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær að því er Lögreglan á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. 4. nóvember 2021 10:51 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira
„Mikilvægt að við sjáum smittölur strax ganga niður“ Smituðum einstaklingum fjölgar nú hratt á Akranesi og hefur bæjaráð gripið til þess ráðs að fella niður alla starfsemi í skólum á morgun. Lágmarksstarfsemi verður á öðrum stofnunum bæjarins. Bæjarstjóri segir að um sé að ræða nauðsynlega aðgerð. 4. nóvember 2021 12:15
Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær að því er Lögreglan á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. 4. nóvember 2021 10:51