Samhliða því tæplega tvöfölduðust sölutekjur fyrirtækisins milli ára og fóru úr 116 milljónum í 226 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikningi Spilavina ehf. en bókfært eigið fé nam 38,3 milljónum króna í lok 2020.
Fyrirtækið rekur verslun við Suðurlandsbraut í Reykjavík og netverslun auk þess að standa í innflutningi, heildsölu og skyldum rekstri. Ársverk voru fimm hjá Spilavinum á seinasta ári en fyrirtækið er í jafnri eigu Lindu Rósar Ragnarsdóttur og Svanhildar Evu Stefánsdóttur.
Stjórn félagsins leggur til að ekki verði greiddur arður til hluthafa á árinu 2021 vegna rekstrar ársins 2020.