Bein útsending: Fulltrúar stríðandi fylkinga í Eflingu mæta í Pallborðið Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2021 11:30 Guðmundur Baldursson stjórnarmaður í Eflingu og Viðar Þorsteinsson fráfarandi framkvæmdastjóri mæta í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 12 á hádegi. Lagt verður til á stjórnarfundi Eflingar í dag að Agnieszka Ewa Ziółkowska varaformaður félagsins verði sett í embætti formanns til bráðabirgða í stað Sólveigar Önnu Jónsdóttur sem sagði af sér formannsembættinu á sunnudagskvöld. Ólgan innan Eflingar verður til umræðu í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð2/Vísi klukkan tólf á hádegi í dag. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær til sín Guðmund Baldursson stjórnarmann í Eflingu og Viðar Þorsteinsson fráfarandi framkvæmdastjóra sem báðir hafa leikið stór hlutverk í hræringunum innan félagsins undanfarnar vikur. Í gærkvöldi sendu Ragnheiður Valgarðsdóttir og Hjördís Ólafsdóttir trúnaðarmenn starfsmanna á skrifstofu Eflingar yfirlýsingu til fjölmiðla þar sem þær fullyrða að eftir að þær sendu formanni og framkvæmdastjóra ályktun í sumar um líðan starfsmanna hafi þær verið algjörlega hunsaðar af formanninum og framkvæmdarstjóra Eflingar. Það væri fáheyrt að stjórnendur réðust á trúnaðarmenn innan eigins stéttarfélags með þeim hætti sem átt hefði sér stað. Viðar segir þetta hins vegar rangt og vísar til þess að málið hafi verið rætt í stjórn félagsins. Eftir fund hans og formannsins með trúnaðarmönnum hinn 16. júní hafi ályktun þeirra verið rædd á fundi stjórnar hinn 22. júní. Í tölvupósti sem Viðar sendi trúnaðarmönnunum tveimur dögum eftir stjórnarfundinn segir hann niðurstöðu stjórnarfundarins hafa verið að ekki væri nauðsynlegt að leggja ályktun trúnaðarmanna fyrir stjórnina. Á stjórnarfundinum hjá Eflingu í dag verður samkvæmt heimildum fréttastofunnar einnig lagt til að trúnaðarráð félagsns sem í sitja um hundrað fulltrúar verði kallað saman til að ræða framhald mála. Pallborðið Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig og Viðar enn einir yfirmennirnir sem fari illa með starfsmenn sína Fyrrverandi starfsmaður á skrifstofu Eflingar segir að Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson hafi tekið upp sömu misnotkun á starfsfólki og þau sögðust berjast gegn. Bæði nýir og gamlir starfsmenn á skrifstofunni hafi sömu sögu að segja um stjórnarhætti þeirra. 4. nóvember 2021 06:00 Segir starfsfólk Eflingar lokað inni í skrifstofuvirki og aftengt veruleika félagsmanna Sólveig Anna Jónsdóttir segir starfsfólk Eflingar hafa þegið góð laun og haft allt til alls, „lokuð inní einhverskonar skrifstofuvirki, aftengd efnahagslegum veruleika þeirra sem greiddu félagsgjöldin“. 3. nóvember 2021 12:49 Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03 Trúnaðarmenn Eflingar: „Þessar árásir í fjölmiðlum eru bæði særandi og vanvirðing við störf trúnaðarmanna.“ Trúnaðarmenn Eflingar, sem lögðu fram títtrædda ályktun um meinta vanlíðan starfsfólks á skrifstofu félagsins, segja engar ásakanir að finna þar um kjarasamningsbrot „heldur beinar lýsingar á upplifunum starfsfólks“. 3. nóvember 2021 21:09 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Ólgan innan Eflingar verður til umræðu í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð2/Vísi klukkan tólf á hádegi í dag. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær til sín Guðmund Baldursson stjórnarmann í Eflingu og Viðar Þorsteinsson fráfarandi framkvæmdastjóra sem báðir hafa leikið stór hlutverk í hræringunum innan félagsins undanfarnar vikur. Í gærkvöldi sendu Ragnheiður Valgarðsdóttir og Hjördís Ólafsdóttir trúnaðarmenn starfsmanna á skrifstofu Eflingar yfirlýsingu til fjölmiðla þar sem þær fullyrða að eftir að þær sendu formanni og framkvæmdastjóra ályktun í sumar um líðan starfsmanna hafi þær verið algjörlega hunsaðar af formanninum og framkvæmdarstjóra Eflingar. Það væri fáheyrt að stjórnendur réðust á trúnaðarmenn innan eigins stéttarfélags með þeim hætti sem átt hefði sér stað. Viðar segir þetta hins vegar rangt og vísar til þess að málið hafi verið rætt í stjórn félagsins. Eftir fund hans og formannsins með trúnaðarmönnum hinn 16. júní hafi ályktun þeirra verið rædd á fundi stjórnar hinn 22. júní. Í tölvupósti sem Viðar sendi trúnaðarmönnunum tveimur dögum eftir stjórnarfundinn segir hann niðurstöðu stjórnarfundarins hafa verið að ekki væri nauðsynlegt að leggja ályktun trúnaðarmanna fyrir stjórnina. Á stjórnarfundinum hjá Eflingu í dag verður samkvæmt heimildum fréttastofunnar einnig lagt til að trúnaðarráð félagsns sem í sitja um hundrað fulltrúar verði kallað saman til að ræða framhald mála.
Pallborðið Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig og Viðar enn einir yfirmennirnir sem fari illa með starfsmenn sína Fyrrverandi starfsmaður á skrifstofu Eflingar segir að Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson hafi tekið upp sömu misnotkun á starfsfólki og þau sögðust berjast gegn. Bæði nýir og gamlir starfsmenn á skrifstofunni hafi sömu sögu að segja um stjórnarhætti þeirra. 4. nóvember 2021 06:00 Segir starfsfólk Eflingar lokað inni í skrifstofuvirki og aftengt veruleika félagsmanna Sólveig Anna Jónsdóttir segir starfsfólk Eflingar hafa þegið góð laun og haft allt til alls, „lokuð inní einhverskonar skrifstofuvirki, aftengd efnahagslegum veruleika þeirra sem greiddu félagsgjöldin“. 3. nóvember 2021 12:49 Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03 Trúnaðarmenn Eflingar: „Þessar árásir í fjölmiðlum eru bæði særandi og vanvirðing við störf trúnaðarmanna.“ Trúnaðarmenn Eflingar, sem lögðu fram títtrædda ályktun um meinta vanlíðan starfsfólks á skrifstofu félagsins, segja engar ásakanir að finna þar um kjarasamningsbrot „heldur beinar lýsingar á upplifunum starfsfólks“. 3. nóvember 2021 21:09 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Sólveig og Viðar enn einir yfirmennirnir sem fari illa með starfsmenn sína Fyrrverandi starfsmaður á skrifstofu Eflingar segir að Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson hafi tekið upp sömu misnotkun á starfsfólki og þau sögðust berjast gegn. Bæði nýir og gamlir starfsmenn á skrifstofunni hafi sömu sögu að segja um stjórnarhætti þeirra. 4. nóvember 2021 06:00
Segir starfsfólk Eflingar lokað inni í skrifstofuvirki og aftengt veruleika félagsmanna Sólveig Anna Jónsdóttir segir starfsfólk Eflingar hafa þegið góð laun og haft allt til alls, „lokuð inní einhverskonar skrifstofuvirki, aftengd efnahagslegum veruleika þeirra sem greiddu félagsgjöldin“. 3. nóvember 2021 12:49
Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03
Trúnaðarmenn Eflingar: „Þessar árásir í fjölmiðlum eru bæði særandi og vanvirðing við störf trúnaðarmanna.“ Trúnaðarmenn Eflingar, sem lögðu fram títtrædda ályktun um meinta vanlíðan starfsfólks á skrifstofu félagsins, segja engar ásakanir að finna þar um kjarasamningsbrot „heldur beinar lýsingar á upplifunum starfsfólks“. 3. nóvember 2021 21:09