Í tilkynningu kemur fram að Guðbrandur hafi starfað sem stjórnandi í sjávarútvegi og mjólkuriðnaði um árabil hjá Brimi og Mjólkursamsölunni.
„Hann var framkvæmdastjóri PwC 2013-2016 og framkvæmdastjóri Heimavalla frá 2016 til 2019. Síðastliðin tvö ár var hann framkvæmdastjóri Borgarplasts þar sem hann lét af störfum í júlí á þessu ári. Guðbrandur er með B.Sc. próf í matvælafræði frá Háskóla Íslands og MBA próf frá Edinborgarháskóla.“
Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun og var stofnaður árið 1965. „Fyrstu verkefni sjóðsins voru íbúðir í Hátúni í Reykjavík en frá þeim tíma hefur sjóðurinn eignast um 860 leiguíbúðir um land allt. Sjóðurinn leggur áherslu á traustan rekstur og efnhag og að bæta við hentugum íbúðum eins og frekast er kostur.“