Atlantsolíu bannað að fullyrða um „cheapest gas stop“ Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2021 14:25 Heildarniðurstaða Neytendastofu var að fullyrðingar Atlantsolíu væru villandi. Getty/Vísir/Vilhelm Neytendastofa hefur bannað tvær fullyrðingar sem notaðar hafa verið í auglýsingum Atlantsolíu þar sem þær eru taldar vera villandi. Fullyrðingarnar sem um ræðir eru annars vegar „cheapest gas stop“ og hins vegar „Lægsta verðið er hjá Atlantsolíu Kaplakrika og Sprengisandi“. Í ákvörðun Neytendastofu segir að ábending um fullyrðingarnar hafi borist frá neytendum. Í bréfi stofnunarinnar til Atlantsolíu í ágúst síðastliðinn hafi komið fram að félagið hafi auglýst á flettiskilti við Reykjanesbraut við Innri-Njarðvík þar sem fram kæmi textinn „cheapest gas stop.“ Hin fullyrðingin hafi birst á heimasíðu. Auglýsing Atlantsolíu fór framhjá Atlantsolíu Í svörum Atlantsolíu um „cheapest gas stop“ kom fram að félaginu hafi verið ókunnugt um birtingartíma fullyrðingarinnar og því mögulega með lægsta verðið á þeim tíma. „Í öðru lagi hafi auglýsingin, sem hafði verið unnin af auglýsingastofu, farið framhjá félaginu. Þá geti verið, að í vinnu auglýsingastofunnar, hafi þýðing skolast til og gleymst að vísa til lággjaldastöðva félagsins. Í þriðja lagi hafi félagið ekki haft ásetning til að vera með rangar staðhæfingar og tekið auglýsinguna niður þegar erindi Neytendastofu barst. Varðandi fullyrðingu um „Lægsta verðið er hjá Atlantsolíu Kaplakrika og Sprengisandi“ tiltók félagið þrjú atriði. Í fyrsta lagi að fullyrðingin hafi aðeins birst á heimasíðu félagsins. Í öðru lagi að félagið hafi talið það augljóst af auglýsingunni að Atlantsolía byði sitt eigið lægsta verð á þessum tilteknu staðsetningum. Í þriðja og seinasta lagi hafi textinn verið fjarlægður og enginn ásetningur hafi verið til staðar um að vera með rangar eða villandi fullyrðingar,“ segir í ákvörðuninni. Villandi fullyrðingar Neytendastofa taldi fullyrðingarnar villandi og grundvallaðist sú niðurstaða á tveimur sjónarmiðum. „Í fyrsta lagi að ekki voru lögð fram gögn sem sönnuðu fullyrðinguna „cheapest gas stop.“ Í öðru lagi að ekki var fallist á að augljóst væri að með fullyrðingunni „Lægsta verðið er hjá Atlantsolíu Kaplakrika og Sprengisandi“ væri einungis átt við eigin verð Atlantsolíu.“ Heildarniðurstaða Neytendastofu var því að fullyrðingarnar væru villandi, en félagið brást strax við bréfum Neytendastofu og tók fullyrðingarnar úr birtingu áður en ákvörðun var tekin í málinu. Því taldi Neytendastofa ekki tilefni til frekari aðgerða. Bensín og olía Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Í ákvörðun Neytendastofu segir að ábending um fullyrðingarnar hafi borist frá neytendum. Í bréfi stofnunarinnar til Atlantsolíu í ágúst síðastliðinn hafi komið fram að félagið hafi auglýst á flettiskilti við Reykjanesbraut við Innri-Njarðvík þar sem fram kæmi textinn „cheapest gas stop.“ Hin fullyrðingin hafi birst á heimasíðu. Auglýsing Atlantsolíu fór framhjá Atlantsolíu Í svörum Atlantsolíu um „cheapest gas stop“ kom fram að félaginu hafi verið ókunnugt um birtingartíma fullyrðingarinnar og því mögulega með lægsta verðið á þeim tíma. „Í öðru lagi hafi auglýsingin, sem hafði verið unnin af auglýsingastofu, farið framhjá félaginu. Þá geti verið, að í vinnu auglýsingastofunnar, hafi þýðing skolast til og gleymst að vísa til lággjaldastöðva félagsins. Í þriðja lagi hafi félagið ekki haft ásetning til að vera með rangar staðhæfingar og tekið auglýsinguna niður þegar erindi Neytendastofu barst. Varðandi fullyrðingu um „Lægsta verðið er hjá Atlantsolíu Kaplakrika og Sprengisandi“ tiltók félagið þrjú atriði. Í fyrsta lagi að fullyrðingin hafi aðeins birst á heimasíðu félagsins. Í öðru lagi að félagið hafi talið það augljóst af auglýsingunni að Atlantsolía byði sitt eigið lægsta verð á þessum tilteknu staðsetningum. Í þriðja og seinasta lagi hafi textinn verið fjarlægður og enginn ásetningur hafi verið til staðar um að vera með rangar eða villandi fullyrðingar,“ segir í ákvörðuninni. Villandi fullyrðingar Neytendastofa taldi fullyrðingarnar villandi og grundvallaðist sú niðurstaða á tveimur sjónarmiðum. „Í fyrsta lagi að ekki voru lögð fram gögn sem sönnuðu fullyrðinguna „cheapest gas stop.“ Í öðru lagi að ekki var fallist á að augljóst væri að með fullyrðingunni „Lægsta verðið er hjá Atlantsolíu Kaplakrika og Sprengisandi“ væri einungis átt við eigin verð Atlantsolíu.“ Heildarniðurstaða Neytendastofu var því að fullyrðingarnar væru villandi, en félagið brást strax við bréfum Neytendastofu og tók fullyrðingarnar úr birtingu áður en ákvörðun var tekin í málinu. Því taldi Neytendastofa ekki tilefni til frekari aðgerða.
Bensín og olía Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira