„Ég gekk eiginlega með hann á milli lækna“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 14:30 Kolbrún Huld Þórarinsdóttir var gestur í hlaðvarpinu Kviknar. Vísir/Vilhelm Í hlaðvarpinu Kviknar var fjallað um vara- og tunguhaft barna og vandamál sem því getur fylgt við brjósta og pelagjöf, fæðuinntöku og tali. Móðir með reynslu af því að barn hennar var með stíft tunguhaft, sagði þar frá reynslu sinni. „Fyrstu tvær vikurnar gekk þetta ágætlega,“ segir Kolbrún Huld Þórarinsdóttir. Strákurinn hennar fæddist árið 2019 og var vær til að byrja með, drakk vel og þyngdist vel. „Svo í kringum fimm vikna var hann orðinn rosalega óvær og grét mikið. Hann drakk vitlaust og mér fannst svo óþægilegt að gefa honum því mér fannst hann aldrei klára.“ útskýrir Kolbrún. Hún segir að drengurinn hafi þurft að hafa mikið fyrir hverri gjöf og því einfaldlega sofnað á brjóstinu, búinn á því. „Hann svaf kannski í hálftíma, vaknaði aftur og vildi aftur drekka.“ Prófuðu nokkur lyf Kolbrún segir að hún hafi mætt skilningsleysi í Mæðraverndinni þegar hún bar upp vandamálið og var henni sagt að þetta væri eðlilegt, sennilega væri drengurinn að taka vaxtakipp. „Maður var svo þreyttur og svo um sex vikna hætti hann að þyngjast.“ Henni var ráðlagt að gefa barninu ábót en það gekk illa þar sem hann kastaði upp ábótinni. „Ég gekk eiginlega með hann á milli lækna því að við vorum alltaf með hann grátandi, ég labbaði um gólf á næturna. Labbaði með hann á brjósti á gólfinu, vissi ekki hvað ég ætti að gera.“ Meðal annars var prófað að setja drenginn á kveisulyf og tvö mismunandi bakflæðislyf. Kolbrún var sjálf látin taka út mjólkurvörur úr fæðinu en ekkert virkaði. Einnig var farið með barnið til kírópraktors. „Þrátt fyrir allt þetta þá fundum við enga lausn.“ Lögð inn á sjúkrahús Kolbrún segir frá því í þættinum að læknir hafi sagt henni að hann væri einfaldlega ekki að ná að þrífast vel, enda þyngdist hann og léttist til skiptis. „Mér leið svo illa, ég bara grét og grét og grét. Mér leið bara eins og þetta væri mér að kenna.“ Hún segir að henni hafi verið sagt að mjólkin hennar væri kannski ekki nógu góð eða nógu feit. Mæðginin voru á endanum lögð inn á sjúkrahús. Þar var byrjað að ræða um að barnið þyrfti hugsanlega að fá sondu til að nærast og gerðar voru rannsóknir. „Það þurfti að vigta hann fyrir og eftir hverja gjöf.“ Kolbrún segir að hún hafi rætt við heilbrigðisstarfsfólk um það hvort tunguhaftið gæti verið að trufla næringu hans en fannst eins og á sig væri ekki hlustað. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum er einnig rætt við talmeinafræðing. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kviknar Tengdar fréttir Tunguhaft barna getur haft áhrif á fæðuinntöku og tal „Ég er talmeinafræðingur og hef verið að sérhæfa mig svolítið í fæðuinntökuvandamálum barna,“ segir Sonja Magnúsdóttir talmeinafræðingur. Hún segir að það ætti að skoða betur vara- og tunguhaft ungbarna hér á landi strax eftir fæðingu. 1. október 2021 14:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
„Fyrstu tvær vikurnar gekk þetta ágætlega,“ segir Kolbrún Huld Þórarinsdóttir. Strákurinn hennar fæddist árið 2019 og var vær til að byrja með, drakk vel og þyngdist vel. „Svo í kringum fimm vikna var hann orðinn rosalega óvær og grét mikið. Hann drakk vitlaust og mér fannst svo óþægilegt að gefa honum því mér fannst hann aldrei klára.“ útskýrir Kolbrún. Hún segir að drengurinn hafi þurft að hafa mikið fyrir hverri gjöf og því einfaldlega sofnað á brjóstinu, búinn á því. „Hann svaf kannski í hálftíma, vaknaði aftur og vildi aftur drekka.“ Prófuðu nokkur lyf Kolbrún segir að hún hafi mætt skilningsleysi í Mæðraverndinni þegar hún bar upp vandamálið og var henni sagt að þetta væri eðlilegt, sennilega væri drengurinn að taka vaxtakipp. „Maður var svo þreyttur og svo um sex vikna hætti hann að þyngjast.“ Henni var ráðlagt að gefa barninu ábót en það gekk illa þar sem hann kastaði upp ábótinni. „Ég gekk eiginlega með hann á milli lækna því að við vorum alltaf með hann grátandi, ég labbaði um gólf á næturna. Labbaði með hann á brjósti á gólfinu, vissi ekki hvað ég ætti að gera.“ Meðal annars var prófað að setja drenginn á kveisulyf og tvö mismunandi bakflæðislyf. Kolbrún var sjálf látin taka út mjólkurvörur úr fæðinu en ekkert virkaði. Einnig var farið með barnið til kírópraktors. „Þrátt fyrir allt þetta þá fundum við enga lausn.“ Lögð inn á sjúkrahús Kolbrún segir frá því í þættinum að læknir hafi sagt henni að hann væri einfaldlega ekki að ná að þrífast vel, enda þyngdist hann og léttist til skiptis. „Mér leið svo illa, ég bara grét og grét og grét. Mér leið bara eins og þetta væri mér að kenna.“ Hún segir að henni hafi verið sagt að mjólkin hennar væri kannski ekki nógu góð eða nógu feit. Mæðginin voru á endanum lögð inn á sjúkrahús. Þar var byrjað að ræða um að barnið þyrfti hugsanlega að fá sondu til að nærast og gerðar voru rannsóknir. „Það þurfti að vigta hann fyrir og eftir hverja gjöf.“ Kolbrún segir að hún hafi rætt við heilbrigðisstarfsfólk um það hvort tunguhaftið gæti verið að trufla næringu hans en fannst eins og á sig væri ekki hlustað. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum er einnig rætt við talmeinafræðing.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kviknar Tengdar fréttir Tunguhaft barna getur haft áhrif á fæðuinntöku og tal „Ég er talmeinafræðingur og hef verið að sérhæfa mig svolítið í fæðuinntökuvandamálum barna,“ segir Sonja Magnúsdóttir talmeinafræðingur. Hún segir að það ætti að skoða betur vara- og tunguhaft ungbarna hér á landi strax eftir fæðingu. 1. október 2021 14:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Tunguhaft barna getur haft áhrif á fæðuinntöku og tal „Ég er talmeinafræðingur og hef verið að sérhæfa mig svolítið í fæðuinntökuvandamálum barna,“ segir Sonja Magnúsdóttir talmeinafræðingur. Hún segir að það ætti að skoða betur vara- og tunguhaft ungbarna hér á landi strax eftir fæðingu. 1. október 2021 14:00