Héraðsdómur hafnaði nauðasamningi Gray Line Eiður Þór Árnason skrifar 3. nóvember 2021 12:08 Þórir Garðarsson er framkvæmdastjóri Gray Line Stöð 2/ Egill Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun að staðfesta nauðasamning Allrahanda GL ehf. sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line. Félagið hyggst áfrýja niðurstöðunni til Landsréttar en það hefur verið í greiðsluskjóli frá því á seinasta ári. „Auðvitað er þessi niðurstaða vonbrigði en í raun og veru getur maður ekki annað sagt en að þetta er rétt hjá dómaranum, það hefði mátt gera þennan samning betur og við munum bara bæta úr því,“ segir Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line á Íslandi, í samtali við fréttastofu. Félagið hyggist greiða umræddar kröfur. Niðurstaðan hafi ekki mikil áhrif á áætlanir félagsins Ellefu félög mótmæltu nauðasamningnum en þeirra á meðal voru Laugarvatn Fontana, N1, Isavia og samkeppnisaðilarnir Hópbílar, Airport Direct og Reykjavík Sightseeing. Þórir segir að héraðsdómur hafi ekki tekið undir málaleitan fyrirtækjanna en talið að samningur um breytt fyrirkomulag á sölu og markaðsmálum Gray Line væri haldinn ágöllum sem gæti skert rétt kröfuhafa. Taldi dómari því rétt að hafna staðfestingu nauðasamningsfrumvarpsins en féllst í öllum atriðum á túlkun félagsins um meðferð krafna á hendur því. Hyggst rekstrarfélag Gray Line áfrýja málinu til Landsréttar og bæta úr þeim ágöllum sem héraðsdómur bendir á í viðkomandi samningum milli félaganna. „Þetta er ekki stórmál í okkar augum og það er betra að fá svona ábendingu í héraðsdómi en í Landsrétti,“ segir Þórir. Félagið verður áfram í greiðsluskjóli þar til dómur fellur í Landsrétti og starfsemi með óbreyttum hætti þar til endanleg niðurstaða liggur fyrir. Heimild þess til fjárhagslegrar endurskipulagningar rann út í júní síðastliðnum og var þá lagt fram frumvarp að nauðasamningi. Vilja endurreisa félagið á næstu þremur árum Í greinargerð með frumvarpinu segjast stjórnendur stefna á að endurreisa félagið á næstu þremur árum og efna nauðasamninginn á því tímabili. Atli Björn Þorbjörnsson, lögmaður er skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum. Fram kom í tilkynningu frá félaginu í júní að það hafi verið eitt það fyrsta í ferðaþjónustunni til að óska eftir fjárhagslegri endurskipulagningu eftir að faraldurinn skall á og að tekjur þess hafi fallið um 97 prósent nánast á einum degi. Auk endurskipulagningar nýtti félagið sér styrki til greiðslu launa á uppsagnarfresti og svokallaða hlutabótaleið. Í tilkynningu félagsins sagði að án þeirra aðgerða hefði félagið að öllum líkindum orðið gjaldþrota sumarið 2020. Fréttin hefur verið uppfærð. Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Tengdar fréttir Gray Line áætlar endurreisn Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line áætlar endurreisn á næstu þremur árum. Heimild félagsins til fjárhagslegrar endurskipulagningar rennur út á morgun en félagið hefur lagt fram frumvarp að nauðasamningi. 24. júní 2021 13:37 Gray Line óskar eftir greiðsluskjóli Rekstraraðili Gray Line á Íslandi, ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL ehf, hefur óskað eftir greiðsluskjóli þar til að ferðamenn fara að láta sjá sig aftur. 26. júní 2020 15:29 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
„Auðvitað er þessi niðurstaða vonbrigði en í raun og veru getur maður ekki annað sagt en að þetta er rétt hjá dómaranum, það hefði mátt gera þennan samning betur og við munum bara bæta úr því,“ segir Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line á Íslandi, í samtali við fréttastofu. Félagið hyggist greiða umræddar kröfur. Niðurstaðan hafi ekki mikil áhrif á áætlanir félagsins Ellefu félög mótmæltu nauðasamningnum en þeirra á meðal voru Laugarvatn Fontana, N1, Isavia og samkeppnisaðilarnir Hópbílar, Airport Direct og Reykjavík Sightseeing. Þórir segir að héraðsdómur hafi ekki tekið undir málaleitan fyrirtækjanna en talið að samningur um breytt fyrirkomulag á sölu og markaðsmálum Gray Line væri haldinn ágöllum sem gæti skert rétt kröfuhafa. Taldi dómari því rétt að hafna staðfestingu nauðasamningsfrumvarpsins en féllst í öllum atriðum á túlkun félagsins um meðferð krafna á hendur því. Hyggst rekstrarfélag Gray Line áfrýja málinu til Landsréttar og bæta úr þeim ágöllum sem héraðsdómur bendir á í viðkomandi samningum milli félaganna. „Þetta er ekki stórmál í okkar augum og það er betra að fá svona ábendingu í héraðsdómi en í Landsrétti,“ segir Þórir. Félagið verður áfram í greiðsluskjóli þar til dómur fellur í Landsrétti og starfsemi með óbreyttum hætti þar til endanleg niðurstaða liggur fyrir. Heimild þess til fjárhagslegrar endurskipulagningar rann út í júní síðastliðnum og var þá lagt fram frumvarp að nauðasamningi. Vilja endurreisa félagið á næstu þremur árum Í greinargerð með frumvarpinu segjast stjórnendur stefna á að endurreisa félagið á næstu þremur árum og efna nauðasamninginn á því tímabili. Atli Björn Þorbjörnsson, lögmaður er skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum. Fram kom í tilkynningu frá félaginu í júní að það hafi verið eitt það fyrsta í ferðaþjónustunni til að óska eftir fjárhagslegri endurskipulagningu eftir að faraldurinn skall á og að tekjur þess hafi fallið um 97 prósent nánast á einum degi. Auk endurskipulagningar nýtti félagið sér styrki til greiðslu launa á uppsagnarfresti og svokallaða hlutabótaleið. Í tilkynningu félagsins sagði að án þeirra aðgerða hefði félagið að öllum líkindum orðið gjaldþrota sumarið 2020. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Tengdar fréttir Gray Line áætlar endurreisn Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line áætlar endurreisn á næstu þremur árum. Heimild félagsins til fjárhagslegrar endurskipulagningar rennur út á morgun en félagið hefur lagt fram frumvarp að nauðasamningi. 24. júní 2021 13:37 Gray Line óskar eftir greiðsluskjóli Rekstraraðili Gray Line á Íslandi, ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL ehf, hefur óskað eftir greiðsluskjóli þar til að ferðamenn fara að láta sjá sig aftur. 26. júní 2020 15:29 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Gray Line áætlar endurreisn Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line áætlar endurreisn á næstu þremur árum. Heimild félagsins til fjárhagslegrar endurskipulagningar rennur út á morgun en félagið hefur lagt fram frumvarp að nauðasamningi. 24. júní 2021 13:37
Gray Line óskar eftir greiðsluskjóli Rekstraraðili Gray Line á Íslandi, ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL ehf, hefur óskað eftir greiðsluskjóli þar til að ferðamenn fara að láta sjá sig aftur. 26. júní 2020 15:29