„Þegar ég stoppa bílinn hélt ég að hann væri dáinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. nóvember 2021 11:30 Hannes Þór Halldórsson leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd á dögunum og hefur myndin Leynilögga fengið góðar viðtökur. Hannes Þór Halldórsson er líklega besti markvörður Íslandssögunnar. Hannes leikstýrir kvikmyndinni Leynilögga sem frumsýnd var á dögunum og er það fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrir. Hannes er gestur vikunnar í Einkalífinu. Segja má að Hannes sé þjóðhetja og muna eflaust margir eftir því þegar hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi á HM í Rússlandi árið 2018. Hann fór seint út í atvinnumennsku en kom samt sem áður víða við á sínum ferli sem atvinnumaður erlendis. Þar á meðal lék hann með knattspyrnuliðinu Qarabağ í Aserbaídsjan á árunum 2018-2019. Í þættinum fer Hannes yfir tímann sinn þar sem var heldur betur skrautlegur. Hannes varð fyrir því óláni að aka bifreið sinni á mann sem slasaðist nokkuð alvarlega. Alblóðugur og enginn enska „Þetta var mjög dramatískt og var þannig að ég var að keyra heim af æfingu eitt kvöldið og til þess að komast heim þarf maður að keyra í gegnum fátækrahverfi þar sem það er lítil lýsing. Það sem gerist er að ég er að keyra á svona 60-70 og það eru svona tveir lagðir bílar á kantinum á götunni og allt í einu kemur maður og labbar á milli bílanna. Ég er í rauninni ekkert byrjaður að bremsa áður en ég negli á hann,“ segir Hannes og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Hannes Þór Halldórsson „Hann fer bara yfir bílinn og yfir götuna, alblóðugur og talar ekki eitt orð í ensku. Þetta er rosalegt sjokk og þegar ég stoppa bílinn hélt ég að hann væri dáinn. Það var í raun guðs lukka að svo hafi ekki farið. Hann fór illa út úr þessu og lappirnar á honum brotnuðu,“ segir Hannes sem kynntist þarna hvernig menningarmunurinn er úti í Aserbaídsjan. Ekki var hringt á sjúkrabíl og varð Hannes að aka manninum sjálfur þangað. Í kjölfarið varð hann að greiða allan sjúkrakostnað fyrir manninn. „Svo hófst bara algjör farsi þarna upp á spítala. Aðstoðarmaðurinn minn Nurlan tók svona stjórnina á þessu en þessi atburðarás inni á þessum spítala um nóttina og það sem tekur síðan við næstu sex vikurnar er efni í góða bíómynd sem ég er meira segja búinn að punkta niður og skrifa beinagrind að handriti,“ segir Hannes en ofan á allt hefst ástarsaga milli Nurlans og dóttur mannsins sem Hannes ók á. Í þættinum fer Hannes ítarlega yfir málið. Einnig er farið yfir ferilinn í boltanum, Leynilögguna, hvernig hann fór út í leikstjórn, hjónabandið með eiginkonu sinni Höllu Jónsdóttur, föðurhlutverkið, augnablikið þegar hann varði vítaspyrnuna frá Messi og margt fleira. Einkalífið Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fleiri fréttir Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Sjá meira
Hannes er gestur vikunnar í Einkalífinu. Segja má að Hannes sé þjóðhetja og muna eflaust margir eftir því þegar hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi á HM í Rússlandi árið 2018. Hann fór seint út í atvinnumennsku en kom samt sem áður víða við á sínum ferli sem atvinnumaður erlendis. Þar á meðal lék hann með knattspyrnuliðinu Qarabağ í Aserbaídsjan á árunum 2018-2019. Í þættinum fer Hannes yfir tímann sinn þar sem var heldur betur skrautlegur. Hannes varð fyrir því óláni að aka bifreið sinni á mann sem slasaðist nokkuð alvarlega. Alblóðugur og enginn enska „Þetta var mjög dramatískt og var þannig að ég var að keyra heim af æfingu eitt kvöldið og til þess að komast heim þarf maður að keyra í gegnum fátækrahverfi þar sem það er lítil lýsing. Það sem gerist er að ég er að keyra á svona 60-70 og það eru svona tveir lagðir bílar á kantinum á götunni og allt í einu kemur maður og labbar á milli bílanna. Ég er í rauninni ekkert byrjaður að bremsa áður en ég negli á hann,“ segir Hannes og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Hannes Þór Halldórsson „Hann fer bara yfir bílinn og yfir götuna, alblóðugur og talar ekki eitt orð í ensku. Þetta er rosalegt sjokk og þegar ég stoppa bílinn hélt ég að hann væri dáinn. Það var í raun guðs lukka að svo hafi ekki farið. Hann fór illa út úr þessu og lappirnar á honum brotnuðu,“ segir Hannes sem kynntist þarna hvernig menningarmunurinn er úti í Aserbaídsjan. Ekki var hringt á sjúkrabíl og varð Hannes að aka manninum sjálfur þangað. Í kjölfarið varð hann að greiða allan sjúkrakostnað fyrir manninn. „Svo hófst bara algjör farsi þarna upp á spítala. Aðstoðarmaðurinn minn Nurlan tók svona stjórnina á þessu en þessi atburðarás inni á þessum spítala um nóttina og það sem tekur síðan við næstu sex vikurnar er efni í góða bíómynd sem ég er meira segja búinn að punkta niður og skrifa beinagrind að handriti,“ segir Hannes en ofan á allt hefst ástarsaga milli Nurlans og dóttur mannsins sem Hannes ók á. Í þættinum fer Hannes ítarlega yfir málið. Einnig er farið yfir ferilinn í boltanum, Leynilögguna, hvernig hann fór út í leikstjórn, hjónabandið með eiginkonu sinni Höllu Jónsdóttur, föðurhlutverkið, augnablikið þegar hann varði vítaspyrnuna frá Messi og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fleiri fréttir Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Sjá meira