580 milljarðar frá lífeyrissjóðum í loftslagstengdar fjárfestingar Tómas N. Möller skrifar 4. nóvember 2021 08:01 Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir ætla að fjárfesta fyrir rúmlega 4,5 milljarða Bandaríkjadala í verkefnum sem tengjast hreinni orkuframleiðslu og skyldum verkefnum fram til ársins 2030. Það svarar til ríflega 580 milljarða íslenskra króna. Með yfirlýsingunni staðfesta sjóðirnir þrettán vilja sinn til að stórauka grænar fjárfestingar sínar. Þeir styðja þannig við markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í takt við markmið Parísarsáttmálans frá 2015 um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Lífeyrissjóður verzlunarmanna er einn af þessum sjóðum og þátttaka hans er liður í aukinni áherslu sjóðsins á sjálfbærar fjárfestingar. Verkefnið er liður í stærra verkefni, samstarfi norrænna og breskra lífeyrissjóða undir merkjum CIC – Climate Investment Coaliton. Þátttakendur í samstarfinu hafa lýst yfir áformum um 130 milljarða bandaríkjadala fjárfestingu í hreinni orku og loftslagstengdum verkefnum fram til ársins 2030, sem svarar til hartnær 17.000 milljarða íslenskra króna. Liður í stærra samspili Hér stíga íslenskir lífeyrissjóðir farsælt skref framá við. Yfirlýsingin er líka táknræn og til þess fallin að skapa góðan meðbyr með verkefnum sem vinna gegn hamfarahlýnun. Góð rök eru fyrir því að í þeirri áskorun felist mörg tækifæri. Sem dæmi birti Alþjóðaorkumálastofnunin í París, IEA, tímamótaskýrslu í maí s.l. Þar segir stofnunin að engin þörf sé lengur á að fjárfesta í nýjum olíuvinnsluverkefnum og áréttar að auki að olíuvinnsla sé ósamrýmanleg alþjóðlegum markmiðum í loftslagsmálum. Já, og það kemur meira áhugavert fram í þessari tímamótayfirlýsingum IEA, sem þar til fyrir skömmu talaði ákveðið fyrir hagsmuni olíuframleiðsluríkja. Þar er m.a. gert ráð fyrir að árlegar fjárfestingar í hreinni orkuframleiðslu þurfi að þrefaldast fram til ársins 2030 eða í yfir fjórar trilljónir bandaríkjadollara. Það jafngildir 520 billjónum íslenskra króna eða kr. 520.000.000.000.000. Það svarar í heild til ríflega 100 trilljón bandaríkjadollara í fjárfestingar til framleiðslu hreinnar orku fram til ársins 2050 – hvað eru mörg núll í því? Þetta eru stórar tölur á alla mælikvarða. Í þeim felast líka mikil tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki, fjárfesta og starfsfólk. Af nógu er að taka í framsýnum verkefnum og fjárfestingum. Hvað verður að frétta af COP26 – Mikil áhersla á hlutverk fjárfesta Á yfirstandandi loftslagsráðstefnu, COP26, er mjög horft til hlutverks fjármálafyrirtækja varðandi lóð á vogaskálar loftslagslausna, enda er fjárfestingargeta einkafjárfesta fjórföld á við opinbera aðila. Að sama skapi er horft til framsækinna fyrirtækja af öllum stærðum, að þau bjóði lausnir og fjárfestingartækifæri. Það er spennandi að sjá hvernig næstu tveimur vikum vindur fram og hver áhrifin verða næstu misseri og ár. Mark Carney, fyrrverandi bakastjóri Englandsbanka, hefur sagt metnaðarfull markmið um kolefnishlutleysi vera stórkostlegasta viðskiptatækifæri okkar tíma. Í þessari umbreytingu felst líka gríðarleg áhætta og líkur á töpuðum tækifærum fyrir þá sem fylgja vegferðinni ekki af fullum krafti. Eða eins og segir í laginu „The winners takes it all“. Höfundur er yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og formaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Umhverfismál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir ætla að fjárfesta fyrir rúmlega 4,5 milljarða Bandaríkjadala í verkefnum sem tengjast hreinni orkuframleiðslu og skyldum verkefnum fram til ársins 2030. Það svarar til ríflega 580 milljarða íslenskra króna. Með yfirlýsingunni staðfesta sjóðirnir þrettán vilja sinn til að stórauka grænar fjárfestingar sínar. Þeir styðja þannig við markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í takt við markmið Parísarsáttmálans frá 2015 um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Lífeyrissjóður verzlunarmanna er einn af þessum sjóðum og þátttaka hans er liður í aukinni áherslu sjóðsins á sjálfbærar fjárfestingar. Verkefnið er liður í stærra verkefni, samstarfi norrænna og breskra lífeyrissjóða undir merkjum CIC – Climate Investment Coaliton. Þátttakendur í samstarfinu hafa lýst yfir áformum um 130 milljarða bandaríkjadala fjárfestingu í hreinni orku og loftslagstengdum verkefnum fram til ársins 2030, sem svarar til hartnær 17.000 milljarða íslenskra króna. Liður í stærra samspili Hér stíga íslenskir lífeyrissjóðir farsælt skref framá við. Yfirlýsingin er líka táknræn og til þess fallin að skapa góðan meðbyr með verkefnum sem vinna gegn hamfarahlýnun. Góð rök eru fyrir því að í þeirri áskorun felist mörg tækifæri. Sem dæmi birti Alþjóðaorkumálastofnunin í París, IEA, tímamótaskýrslu í maí s.l. Þar segir stofnunin að engin þörf sé lengur á að fjárfesta í nýjum olíuvinnsluverkefnum og áréttar að auki að olíuvinnsla sé ósamrýmanleg alþjóðlegum markmiðum í loftslagsmálum. Já, og það kemur meira áhugavert fram í þessari tímamótayfirlýsingum IEA, sem þar til fyrir skömmu talaði ákveðið fyrir hagsmuni olíuframleiðsluríkja. Þar er m.a. gert ráð fyrir að árlegar fjárfestingar í hreinni orkuframleiðslu þurfi að þrefaldast fram til ársins 2030 eða í yfir fjórar trilljónir bandaríkjadollara. Það jafngildir 520 billjónum íslenskra króna eða kr. 520.000.000.000.000. Það svarar í heild til ríflega 100 trilljón bandaríkjadollara í fjárfestingar til framleiðslu hreinnar orku fram til ársins 2050 – hvað eru mörg núll í því? Þetta eru stórar tölur á alla mælikvarða. Í þeim felast líka mikil tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki, fjárfesta og starfsfólk. Af nógu er að taka í framsýnum verkefnum og fjárfestingum. Hvað verður að frétta af COP26 – Mikil áhersla á hlutverk fjárfesta Á yfirstandandi loftslagsráðstefnu, COP26, er mjög horft til hlutverks fjármálafyrirtækja varðandi lóð á vogaskálar loftslagslausna, enda er fjárfestingargeta einkafjárfesta fjórföld á við opinbera aðila. Að sama skapi er horft til framsækinna fyrirtækja af öllum stærðum, að þau bjóði lausnir og fjárfestingartækifæri. Það er spennandi að sjá hvernig næstu tveimur vikum vindur fram og hver áhrifin verða næstu misseri og ár. Mark Carney, fyrrverandi bakastjóri Englandsbanka, hefur sagt metnaðarfull markmið um kolefnishlutleysi vera stórkostlegasta viðskiptatækifæri okkar tíma. Í þessari umbreytingu felst líka gríðarleg áhætta og líkur á töpuðum tækifærum fyrir þá sem fylgja vegferðinni ekki af fullum krafti. Eða eins og segir í laginu „The winners takes it all“. Höfundur er yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og formaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun