Sjáum við hænuskref eða splitstökk á COP26? Kristrún Tinna Gunnarsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 15:02 Nú fyrir tveimur dögum var COP26 loftlagsráðstefnan í Glasgow formlega sett, ári á eftir áætlun eins og svo margir stórviðburðir sem fresta þurfti vegna COVID-19 samkomutakmarkana. Á ráðstefnunni munu fulltrúar þjóða víða um heim ræða stöðuna og næstu skref í baráttunni við loftlagsvána. Í hnotskurn er staðan sú að miðað við núverandi stöðu og skuldbindingar þjóða heimsins er ennþá langt í land með að við náum yfirlýstu markmiði Parísarsamningsins um kolefnishlutleysi á heimsvísu fyrir 2050. Enn metnaðarfyllri markmið og skuldbindingar eru nauðsynlegar. Þó að COP26 sé vissulega vettvangur fyrir slík loforð eru væntingar alþjóðlegra spekinga takmarkaðar. Flestir virðast vænta hænuskrefa þar sem markmið mjakast upp á við, frekar en þeirra stóru splitstökka sem þörf er á. Í síðasta mánuði kom úr skýrsla frá UN PRI, armi Sameinuðu þjóðanna sem sérhæfir sig í ábyrgum fjárfestingum, um óumflýjanleg viðbrögð stjórnvalda við þeirri stöðu sem er uppi. Í skýrslunni er sagt að búast megi við stigvaxandi aðgerðum til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin; að núverandi hegðun og spá um loftlagsaðgerðir duga ekki til að markmiðum Parísarsamkomulagsins verði náð. Því er samkvæmt skýrslunni ljóst að á næstu árum þarf að hraða aðgerðum (hvatar, kvótar, boð og bönn í formi regluverks) og muni slíkar aðgerðir einkum raungerast á árunum 2023-2025. Í þessu samhengi er áhugavert að rifja upp að núverandi markmið Íslands er að verða óháð jarðefnaeldsneyti 2050. Um helmingur losunar á ábyrgð Íslands kemur frá flutningum á landi og sjávarútvegi og því er jarðefnaeldsneyti sökudólgurinn fyrir okkar kolefnisspori. Í kosningabaráttunni kepptust flokkarnir við að „bjóða betur“ en núverandi markmið... kolefnishlutleysi 2045... kolefnishlutleysi 2040 eða einfaldlega „fyrst í heimi“ án þess að ljóst sé hvenær það gæti í fyrsta lagi orðið. En hvers vegna skiptir þetta máli fyrir íslensk fyrirtæki? Ef, eða kannski frekar þegar, hertari aðgerðir verða að veruleika má búast við að verðmæti eigna sem eru hlutfallslega mjög mengandi eða háðar jarðefnaeldsneyti rýrni á einni nóttu. Slík virðisbreyting er í loftlagsáhættufræðum kölluð umbreytingaráhætta (e. transition risk) til aðgreiningar frá raunlægri áhættu (e. physical risk) sem hlýst af beinum áhrifum loftlagsbreytinga eins og ofsaveðri. Fyrir fyrirtæki þýðir þetta að mæling á kolefnisspori rekstrar og markmið um samdrátt í losun verða enn mikilvægari en áður. Án þess að þekkja sitt spor er erfitt að vita hvar stærstu tækifærin til að draga úr losun liggja. Til marks um hvað leiðandi fyrirtæki eru að gera erlendis má benda á að stærstu fyrirtæki Evrópu eru á fleygiferð að setja sér markmið og í dag hafa 70 af 100 félögum í bresku hlutabréfavísitölunni FTSE100 sett sér markmið um kolefnishlutleysi á einhverju formi. Um þriðjungur af um það bil 1.000 stærstu fyrirtækjum Evrópu höfðu í ágúst síðastliðnum sett sér markmið um kolefnishlutleysi hvað varðar beina og óbeina losun eigi síðar en 2050. Mörg þessara markmiða hafa verið kynnt á árinu 2021 og líklega hafa þessar tölur hækkað enn meira nú þegar í aðdraganda COP26 ráðstefnunnar. Hlutfallslega mun færri íslensk fyrirtæki hafa stigið slíkt skref og gefið út opinbert markmið um kolefnishlutleysi. Háværari krafa um kolefnishlutleysi fyrirtækja hér á landi eins og annars staðar er tímaspursmál auk þess sem það felst samkeppnisforskot í því að vera leiðandi í þessum málum. Ísland er í kjörstöðu til þess að vera í forystu í málaflokknum en til þess að hafa efni á að geta kallað okkur grænust í heimi þurfum við svo sannarlega að vera á tánum því samkeppnin erlendis er á fleygiferð. Höfundur er forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein COP26 Loftslagsmál Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Nú fyrir tveimur dögum var COP26 loftlagsráðstefnan í Glasgow formlega sett, ári á eftir áætlun eins og svo margir stórviðburðir sem fresta þurfti vegna COVID-19 samkomutakmarkana. Á ráðstefnunni munu fulltrúar þjóða víða um heim ræða stöðuna og næstu skref í baráttunni við loftlagsvána. Í hnotskurn er staðan sú að miðað við núverandi stöðu og skuldbindingar þjóða heimsins er ennþá langt í land með að við náum yfirlýstu markmiði Parísarsamningsins um kolefnishlutleysi á heimsvísu fyrir 2050. Enn metnaðarfyllri markmið og skuldbindingar eru nauðsynlegar. Þó að COP26 sé vissulega vettvangur fyrir slík loforð eru væntingar alþjóðlegra spekinga takmarkaðar. Flestir virðast vænta hænuskrefa þar sem markmið mjakast upp á við, frekar en þeirra stóru splitstökka sem þörf er á. Í síðasta mánuði kom úr skýrsla frá UN PRI, armi Sameinuðu þjóðanna sem sérhæfir sig í ábyrgum fjárfestingum, um óumflýjanleg viðbrögð stjórnvalda við þeirri stöðu sem er uppi. Í skýrslunni er sagt að búast megi við stigvaxandi aðgerðum til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin; að núverandi hegðun og spá um loftlagsaðgerðir duga ekki til að markmiðum Parísarsamkomulagsins verði náð. Því er samkvæmt skýrslunni ljóst að á næstu árum þarf að hraða aðgerðum (hvatar, kvótar, boð og bönn í formi regluverks) og muni slíkar aðgerðir einkum raungerast á árunum 2023-2025. Í þessu samhengi er áhugavert að rifja upp að núverandi markmið Íslands er að verða óháð jarðefnaeldsneyti 2050. Um helmingur losunar á ábyrgð Íslands kemur frá flutningum á landi og sjávarútvegi og því er jarðefnaeldsneyti sökudólgurinn fyrir okkar kolefnisspori. Í kosningabaráttunni kepptust flokkarnir við að „bjóða betur“ en núverandi markmið... kolefnishlutleysi 2045... kolefnishlutleysi 2040 eða einfaldlega „fyrst í heimi“ án þess að ljóst sé hvenær það gæti í fyrsta lagi orðið. En hvers vegna skiptir þetta máli fyrir íslensk fyrirtæki? Ef, eða kannski frekar þegar, hertari aðgerðir verða að veruleika má búast við að verðmæti eigna sem eru hlutfallslega mjög mengandi eða háðar jarðefnaeldsneyti rýrni á einni nóttu. Slík virðisbreyting er í loftlagsáhættufræðum kölluð umbreytingaráhætta (e. transition risk) til aðgreiningar frá raunlægri áhættu (e. physical risk) sem hlýst af beinum áhrifum loftlagsbreytinga eins og ofsaveðri. Fyrir fyrirtæki þýðir þetta að mæling á kolefnisspori rekstrar og markmið um samdrátt í losun verða enn mikilvægari en áður. Án þess að þekkja sitt spor er erfitt að vita hvar stærstu tækifærin til að draga úr losun liggja. Til marks um hvað leiðandi fyrirtæki eru að gera erlendis má benda á að stærstu fyrirtæki Evrópu eru á fleygiferð að setja sér markmið og í dag hafa 70 af 100 félögum í bresku hlutabréfavísitölunni FTSE100 sett sér markmið um kolefnishlutleysi á einhverju formi. Um þriðjungur af um það bil 1.000 stærstu fyrirtækjum Evrópu höfðu í ágúst síðastliðnum sett sér markmið um kolefnishlutleysi hvað varðar beina og óbeina losun eigi síðar en 2050. Mörg þessara markmiða hafa verið kynnt á árinu 2021 og líklega hafa þessar tölur hækkað enn meira nú þegar í aðdraganda COP26 ráðstefnunnar. Hlutfallslega mun færri íslensk fyrirtæki hafa stigið slíkt skref og gefið út opinbert markmið um kolefnishlutleysi. Háværari krafa um kolefnishlutleysi fyrirtækja hér á landi eins og annars staðar er tímaspursmál auk þess sem það felst samkeppnisforskot í því að vera leiðandi í þessum málum. Ísland er í kjörstöðu til þess að vera í forystu í málaflokknum en til þess að hafa efni á að geta kallað okkur grænust í heimi þurfum við svo sannarlega að vera á tánum því samkeppnin erlendis er á fleygiferð. Höfundur er forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Íslandsbanka.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun