Ekki vilji starfsmanna að Sólveig Anna segði af sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2021 12:32 Frá baráttufundi Eflingar í miðbæ Reykjavíkur vegna verkafalla. Vísir/Vilhelm Trúnaðarmenn hjá Eflingu segja í yfirlýsingu fyrir hönd starfsmanna stéttarfélagsins að ekki hafi verið vilji eða meining starfsmannafundar síðastliðinn föstudag að Sólveig Anna segði af sér formennsku. Sólveig Anna fór á fundinum á föstudag fram á að fá skriflega yfirlýsingu frá starfsfólki þar sem bornar yrðu til baka ofstækisfullar lýsingar úr ályktun trúnaðarmanna. Ella myndi hún segja af sér formennsku. Hið síðarnefnda varð niðurstaðan og tilkynnti Sólveig Anna afsögn sína á Facebook seint á sunnudagskvöld. Starfsmenn Eflingar segjast hafa unnið af heilum hug samkvæmt þeirri stefnu sem forysta félagsins hafi sett síðustu ár. „Fjöldi starfsmanna félagsins starfar hér vegna þeirrar baráttu sem Sólveig hefur háð. Þau vandamál sem starfsfólk ræddi, vildi starfsfólk leysa í samvinnu við yfirmenn. Yfirlýsingin á föstudag var ekki sett fram í þeim tilgangi að lýsa vantrausti eða hrekja nokkurn úr starfi. Hún var hugsuð sem fyrsta skref á leið til lausnar.“ Starfsfólk segist, sem endranær, vinna fyrir félagsmenn með þeirra hag fyrir brjósti. Sólveig Anna sagði á sunnudagskvöld að henni fyndist ótrúlegt að það væri í raun starfsfólk Eflingar sem væri að hrekja hana úr starfi sínu sem formaður félagsins. Starfsfólkið hafi gert það með því að leyfa andstæðingum félagsins að hossa sér á ýkjum, lygum og rangfærslum um sig og samverkafólk hennar. „Starfsfólk Eflingar hefur kosið að svipta mig því vopni sem hefur gert mér mögulegt að leiða sögulega og árangursríka baráttu verka- og láglaunafólks síðustu ár, mannorði mínu og trúverðugleika,“ sagði Sólveig Anna. Trúnaðarmenn Eflingar eru ekki nafngreindir í yfirlýsingunni sem send var af netfanginu kynningarmal@efling.is. Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Agnieszka ætlar ekki að segja af sér og segir kröfu Guðmundar svívirðilega Agnieszka Ewa Ziólkowska hyggst ekki segja af sér sem varaformaður Eflingar og segir kröfu um það svívirðilega og lýsa fordómum í garð útlendinga. Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, sagði í gær að hún væri jafn ábyrg og aðrir í Eflingu og gerði því kröfu um afsögn hennar. 2. nóvember 2021 12:17 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sólveig Anna fór á fundinum á föstudag fram á að fá skriflega yfirlýsingu frá starfsfólki þar sem bornar yrðu til baka ofstækisfullar lýsingar úr ályktun trúnaðarmanna. Ella myndi hún segja af sér formennsku. Hið síðarnefnda varð niðurstaðan og tilkynnti Sólveig Anna afsögn sína á Facebook seint á sunnudagskvöld. Starfsmenn Eflingar segjast hafa unnið af heilum hug samkvæmt þeirri stefnu sem forysta félagsins hafi sett síðustu ár. „Fjöldi starfsmanna félagsins starfar hér vegna þeirrar baráttu sem Sólveig hefur háð. Þau vandamál sem starfsfólk ræddi, vildi starfsfólk leysa í samvinnu við yfirmenn. Yfirlýsingin á föstudag var ekki sett fram í þeim tilgangi að lýsa vantrausti eða hrekja nokkurn úr starfi. Hún var hugsuð sem fyrsta skref á leið til lausnar.“ Starfsfólk segist, sem endranær, vinna fyrir félagsmenn með þeirra hag fyrir brjósti. Sólveig Anna sagði á sunnudagskvöld að henni fyndist ótrúlegt að það væri í raun starfsfólk Eflingar sem væri að hrekja hana úr starfi sínu sem formaður félagsins. Starfsfólkið hafi gert það með því að leyfa andstæðingum félagsins að hossa sér á ýkjum, lygum og rangfærslum um sig og samverkafólk hennar. „Starfsfólk Eflingar hefur kosið að svipta mig því vopni sem hefur gert mér mögulegt að leiða sögulega og árangursríka baráttu verka- og láglaunafólks síðustu ár, mannorði mínu og trúverðugleika,“ sagði Sólveig Anna. Trúnaðarmenn Eflingar eru ekki nafngreindir í yfirlýsingunni sem send var af netfanginu kynningarmal@efling.is.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Agnieszka ætlar ekki að segja af sér og segir kröfu Guðmundar svívirðilega Agnieszka Ewa Ziólkowska hyggst ekki segja af sér sem varaformaður Eflingar og segir kröfu um það svívirðilega og lýsa fordómum í garð útlendinga. Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, sagði í gær að hún væri jafn ábyrg og aðrir í Eflingu og gerði því kröfu um afsögn hennar. 2. nóvember 2021 12:17 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Agnieszka ætlar ekki að segja af sér og segir kröfu Guðmundar svívirðilega Agnieszka Ewa Ziólkowska hyggst ekki segja af sér sem varaformaður Eflingar og segir kröfu um það svívirðilega og lýsa fordómum í garð útlendinga. Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, sagði í gær að hún væri jafn ábyrg og aðrir í Eflingu og gerði því kröfu um afsögn hennar. 2. nóvember 2021 12:17