Biðjast afsökunar á að ekki sé fullt hjólastólaaðgengi á COP26 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 11:34 Karine Elharrar (t.v.) gat ekki mætt á COP26 ráðstefnuna í Glasgow í Skotlandi í gær vegna aðgengisleysis. Svo virðist þó sem hún hafi getað mætt í morgun ef marka má þessa mynd sem James Cleverly birti á Twitter í dag. Twitter/James Cleverly Breska ríkisstjórnin hefur beðið ísraelskan ráðherra afsökunar á því að hann hafi ekki getað mætt á COP26 ráðstefnuna í gær þar sem ekki var aðgengi fyrir fólk í hjólastól. Karine Elharrar, innviða- og orkumálaráðherra Ísarels, tísti í gær að það væri sorglegt að sjá að Sameinuðu þjóðirnar tryggðu ekki fullt aðgengi að viðburðum. Ísraelska sendinefndin hefur nú kvartað formlega til skipuleggjenda vegna aðgengisleysisins. אל COP26 הגעתי כדי להפגש עם מקביליי בעולם ולקדם מאבק משותף במשבר האקלים. עצוב שהאו״ם המקדם נגישות לאנשים עם מוגבלויות, בשנת 2021, לא דואג לנגישות באירועיו.מקווה שיופקו הלקחים הנדרשים כדי שמחר קידום אנרגיות ירוקות, הסרת חסמים והתייעלות באנרגיה יהיו הדברים שאתעסק בהם.— קארין אלהרר 🟠 Karine Elharrar (@KElharrar) November 1, 2021 George Eustice, umhverfisráðherra Bretlands, lýsti yfir vonbrigðum sínum vegna málsins og tilkynnti að búið væri að biðja Elharrar afsökunar, en hún notast við hjólastól. Elharrar gat ekki verið viðstödd ráðstefnunni COP26 í gær en James Cleverly, þingmaður í breska þinginu, tísti í morgun mynd sér og Elharrar frá ráðstefnunni, og virðist því búið að bæta aðgengið. Great to talk to Israel’s Energy Minister @KElharrar at @COP26 this morning about green energy generation and using technology to wean the world off hydrocarbons. pic.twitter.com/5xv9J5A8FX— James Cleverly🇬🇧 (@JamesCleverly) November 2, 2021 Eustice hefur verið nokkuð gagnrýndur fyrir ummæli sín vegna málsins en hann sagði í útvarpsviðtali að ísraelska sendinefndin hefði átt að láta vita að einn þeirra manna væri með „sérþarfir.“ „Það fór greinilega eitthvað úrskeiðis þarna og starfsmennirnir vissu ekki af þessu þannig að ekki var búið að gera ráðstafanir á þeim viðburði sem hún ætlaði að mæta á.“ „Ég veit að á flestum öðrum staðsetningum er fulllt aðgengi. Þessi staða kom upp vegna þess að hún fór að inngangi þar sem ekki var aðgengi,“ sagði Eustice í útvarpsviðtalinu. George Eustice has just told @BBCr4today that the Israelis ‘failed to communicate the access needs’ for @KElharrar.Not the most gracious of responses for the #COP26 host to blame the guest.— Sarah Ludford 🔶🇬🇧🇪🇺 (@SarahLudford) November 2, 2021 Samkvæmt frétt Times of Israel hafði Elharrar beðið í tvo klukkutíma fyrir utan fundarstaðinn í Glasgow en þurfti að lokum að snúa aftur á hótelið sitt í Edinborg, sem er í 80 km fjarlægð frá Glasgow. COP26 Ísrael Bretland Jafnréttismál Tengdar fréttir Loftslagsráðstefnan snýst um framtíðarhagsmuni barna Um það bil 1 milljarður barna er mjög berskjaldaður vegna hamfarahlýnunar. 2. nóvember 2021 10:20 Brasilía á meðal þeirra ríkja sem heita því að stöðva skógareyðingu Rúmlega hundrað þjóðarleiðtogar ætla að skrifa undir loforð um stöðvun skógareyðingar fyrir árið 2030 og uppgræðslu skóga. Þetta er fyrsti stóri samningurinn sem gerður er á COP26 loftslagsráðstefnunni sem nú fer fram í Glasgow. 2. nóvember 2021 07:18 Modi tilkynnti um kolefnishlutleysi Indlands árið 2070 Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti nokkuð óvænt um nýtt markmið þjóðar sinnar um kolefnishlutleysi fyrir árið 2070 á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow í dag. Eitt helsta markmið fundarins er að setja stefnuna á kolefnishlutleysi árið 2050 en ekki var búist við að Indverjar ætluðu að taka undir það. 1. nóvember 2021 22:47 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Karine Elharrar, innviða- og orkumálaráðherra Ísarels, tísti í gær að það væri sorglegt að sjá að Sameinuðu þjóðirnar tryggðu ekki fullt aðgengi að viðburðum. Ísraelska sendinefndin hefur nú kvartað formlega til skipuleggjenda vegna aðgengisleysisins. אל COP26 הגעתי כדי להפגש עם מקביליי בעולם ולקדם מאבק משותף במשבר האקלים. עצוב שהאו״ם המקדם נגישות לאנשים עם מוגבלויות, בשנת 2021, לא דואג לנגישות באירועיו.מקווה שיופקו הלקחים הנדרשים כדי שמחר קידום אנרגיות ירוקות, הסרת חסמים והתייעלות באנרגיה יהיו הדברים שאתעסק בהם.— קארין אלהרר 🟠 Karine Elharrar (@KElharrar) November 1, 2021 George Eustice, umhverfisráðherra Bretlands, lýsti yfir vonbrigðum sínum vegna málsins og tilkynnti að búið væri að biðja Elharrar afsökunar, en hún notast við hjólastól. Elharrar gat ekki verið viðstödd ráðstefnunni COP26 í gær en James Cleverly, þingmaður í breska þinginu, tísti í morgun mynd sér og Elharrar frá ráðstefnunni, og virðist því búið að bæta aðgengið. Great to talk to Israel’s Energy Minister @KElharrar at @COP26 this morning about green energy generation and using technology to wean the world off hydrocarbons. pic.twitter.com/5xv9J5A8FX— James Cleverly🇬🇧 (@JamesCleverly) November 2, 2021 Eustice hefur verið nokkuð gagnrýndur fyrir ummæli sín vegna málsins en hann sagði í útvarpsviðtali að ísraelska sendinefndin hefði átt að láta vita að einn þeirra manna væri með „sérþarfir.“ „Það fór greinilega eitthvað úrskeiðis þarna og starfsmennirnir vissu ekki af þessu þannig að ekki var búið að gera ráðstafanir á þeim viðburði sem hún ætlaði að mæta á.“ „Ég veit að á flestum öðrum staðsetningum er fulllt aðgengi. Þessi staða kom upp vegna þess að hún fór að inngangi þar sem ekki var aðgengi,“ sagði Eustice í útvarpsviðtalinu. George Eustice has just told @BBCr4today that the Israelis ‘failed to communicate the access needs’ for @KElharrar.Not the most gracious of responses for the #COP26 host to blame the guest.— Sarah Ludford 🔶🇬🇧🇪🇺 (@SarahLudford) November 2, 2021 Samkvæmt frétt Times of Israel hafði Elharrar beðið í tvo klukkutíma fyrir utan fundarstaðinn í Glasgow en þurfti að lokum að snúa aftur á hótelið sitt í Edinborg, sem er í 80 km fjarlægð frá Glasgow.
COP26 Ísrael Bretland Jafnréttismál Tengdar fréttir Loftslagsráðstefnan snýst um framtíðarhagsmuni barna Um það bil 1 milljarður barna er mjög berskjaldaður vegna hamfarahlýnunar. 2. nóvember 2021 10:20 Brasilía á meðal þeirra ríkja sem heita því að stöðva skógareyðingu Rúmlega hundrað þjóðarleiðtogar ætla að skrifa undir loforð um stöðvun skógareyðingar fyrir árið 2030 og uppgræðslu skóga. Þetta er fyrsti stóri samningurinn sem gerður er á COP26 loftslagsráðstefnunni sem nú fer fram í Glasgow. 2. nóvember 2021 07:18 Modi tilkynnti um kolefnishlutleysi Indlands árið 2070 Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti nokkuð óvænt um nýtt markmið þjóðar sinnar um kolefnishlutleysi fyrir árið 2070 á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow í dag. Eitt helsta markmið fundarins er að setja stefnuna á kolefnishlutleysi árið 2050 en ekki var búist við að Indverjar ætluðu að taka undir það. 1. nóvember 2021 22:47 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Loftslagsráðstefnan snýst um framtíðarhagsmuni barna Um það bil 1 milljarður barna er mjög berskjaldaður vegna hamfarahlýnunar. 2. nóvember 2021 10:20
Brasilía á meðal þeirra ríkja sem heita því að stöðva skógareyðingu Rúmlega hundrað þjóðarleiðtogar ætla að skrifa undir loforð um stöðvun skógareyðingar fyrir árið 2030 og uppgræðslu skóga. Þetta er fyrsti stóri samningurinn sem gerður er á COP26 loftslagsráðstefnunni sem nú fer fram í Glasgow. 2. nóvember 2021 07:18
Modi tilkynnti um kolefnishlutleysi Indlands árið 2070 Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti nokkuð óvænt um nýtt markmið þjóðar sinnar um kolefnishlutleysi fyrir árið 2070 á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow í dag. Eitt helsta markmið fundarins er að setja stefnuna á kolefnishlutleysi árið 2050 en ekki var búist við að Indverjar ætluðu að taka undir það. 1. nóvember 2021 22:47