Kjaraþróun komið verulega niður á hvata ungs fólks til að mennta sig Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2021 08:40 BHM segir að mismunandi áhrif krónutöluhækkana á launahækkanir eftir launastigi í kjarasamningslotunni 2019 til 2021 hafi komið verulega niður á hvata ungs fólks til að mennta sig. Vísir/Vilhelm Kaupmáttur háskólamenntaðra hefur aukist talsvert minna en kaupmáttur annarra hópa frá 2019. Hækkaði launavísitalan allt að tvöfalt meira hjá láglaunahópum innan ASÍ og BSRB en launavísitala háskólamenntaðra með millitekjur hjá BHM og Kennarasambandi Íslands. Þetta er niðurstaða könnunar BHM, en í tilkynningu lýsir félagið yfir þungum áhyggjum af stöðunni og að hætt sé við að aukning kaupmáttar hjá háskólamenntuðum verði að engu á næstu misserum haldi verðbólga áfram að aukast. Þróunin hafi komið verulega niður á hvata ungs fólks til að mennta sig. „Samkvæmt nýrri skýrslu kjaratölfræðinefndar hækkaði launavísitalan á opinberum markaði á tímabilinu mars 2019 til júní 2021 um 24-43% hjá félagsmönnum ASÍ og BSRB, en um 15-22% hjá BHM og KÍ. Hækkanir á almennum markaði voru ívið minni eða 17-20% hjá ASÍ og BSRB samanborið við 15% hjá BHM. Munurinn er mestur hjá Reykjavíkurborg þar sem hækkanir hjá ASÍ voru 43% eða tvöfalt meiri en hækkanir hjá BHM og rúmlega tvöfaldar á við hækkanir hjá KÍ. Munurinn liggur að mestu í mismunandi áhrifum krónutöluhækkana eftir launastigi sem og styttingu vinnuvikunnar. Litlar kaupmáttarhækkanir meðal háskólamenntaðra gætu orðið að engu Ef aðeins er horft til launabreytinga, þ.e. án áhrifa styttri vinnutíma, má sjá að kaupmáttaraukning meðal háskólamenntaðra hjá BHM var á bilinu 5-10% á tímabilinu 2019-2021. Á sama tíma mældist kaupmáttaraukning félagsmanna ASÍ 8-27%. Fari verðbólga hækkandi á næstu misserum er hætt við að kaupmáttaraukning háskólamenntaðra eftir kjaralotuna þurrkist út,“ segir í tilkynningu BHM. Félagið segir að mismunandi áhrif krónutöluhækkana á launahækkanir eftir launastigi í kjarasamningslotunni 2019 til 2021 hafi komið verulega niður á hvata ungs fólks til að mennta sig. „Að auki hafa lágtekjumiðaðar skattkerfisbreytingar á síðasta kjörtímabili minnkað hvatann til menntunar enn frekar. Ljóst er að vanmat menntunar á Íslandi er orðin sérstök efnahagsleg áskorun.“ Nánar má lesa um könnunina á heimasíðu BHM. Kjaramál Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Þetta er niðurstaða könnunar BHM, en í tilkynningu lýsir félagið yfir þungum áhyggjum af stöðunni og að hætt sé við að aukning kaupmáttar hjá háskólamenntuðum verði að engu á næstu misserum haldi verðbólga áfram að aukast. Þróunin hafi komið verulega niður á hvata ungs fólks til að mennta sig. „Samkvæmt nýrri skýrslu kjaratölfræðinefndar hækkaði launavísitalan á opinberum markaði á tímabilinu mars 2019 til júní 2021 um 24-43% hjá félagsmönnum ASÍ og BSRB, en um 15-22% hjá BHM og KÍ. Hækkanir á almennum markaði voru ívið minni eða 17-20% hjá ASÍ og BSRB samanborið við 15% hjá BHM. Munurinn er mestur hjá Reykjavíkurborg þar sem hækkanir hjá ASÍ voru 43% eða tvöfalt meiri en hækkanir hjá BHM og rúmlega tvöfaldar á við hækkanir hjá KÍ. Munurinn liggur að mestu í mismunandi áhrifum krónutöluhækkana eftir launastigi sem og styttingu vinnuvikunnar. Litlar kaupmáttarhækkanir meðal háskólamenntaðra gætu orðið að engu Ef aðeins er horft til launabreytinga, þ.e. án áhrifa styttri vinnutíma, má sjá að kaupmáttaraukning meðal háskólamenntaðra hjá BHM var á bilinu 5-10% á tímabilinu 2019-2021. Á sama tíma mældist kaupmáttaraukning félagsmanna ASÍ 8-27%. Fari verðbólga hækkandi á næstu misserum er hætt við að kaupmáttaraukning háskólamenntaðra eftir kjaralotuna þurrkist út,“ segir í tilkynningu BHM. Félagið segir að mismunandi áhrif krónutöluhækkana á launahækkanir eftir launastigi í kjarasamningslotunni 2019 til 2021 hafi komið verulega niður á hvata ungs fólks til að mennta sig. „Að auki hafa lágtekjumiðaðar skattkerfisbreytingar á síðasta kjörtímabili minnkað hvatann til menntunar enn frekar. Ljóst er að vanmat menntunar á Íslandi er orðin sérstök efnahagsleg áskorun.“ Nánar má lesa um könnunina á heimasíðu BHM.
Kjaramál Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira