„Verslunin hefur færst heim“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. nóvember 2021 19:01 Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar. Vísir/Arnar Erlend verslun hefur dregist saman um tvö þriðju síðustu ár meðan sú innlenda hefur aukist talsvert. Innlend fataverslun á netinu þrefaldaðist á síðasta ári og sú erlenda jókst um helming. Verslunin hefur færst heim segir framkvæmdastjóri Kringlunnar. Kauphegðun landans breyttist talsvert í Covid . Ef horft er til innlendrar fataverslunar kemur í ljós að 75 prósent aðspurðra hafði verslað síðast hér á landi meðan það voru 60% árið 2018. Á sama tíma dróst fataverslun erlendis verulega saman og nú verslar um einn af hverjum tíu hér heima en voru þrír af hverjum tíu. Innlend netverslun þrefaldaðist á tímabilinu og helmingi fleiri keyptu föt á erlendum vefsíðum á þessu ári en árið 2018. „Eitt af því jákvæða sem við tökum út úr Covid er að íslensk verslun hefur blómstrað þann tíma. Ferðalögin hafa dregist saman á tímabilinu og verslunin færst heim,“ segir Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar. Kristín Inga Jónsdóttir forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins segir að á síðasta ári hafi líka orðið sprenging í innlendri vefverslun. „Það eru brjáluð tækifæri í íslenskri netverslun. Hún náttúrulega sprakk út í Covid og átti helling inni. Íslenskar smásölur voru þá og eru að færa sig yfir á netið,“ segir Kristín. Kristín Inga Jónsdóttir forstöðumaður markaðsdeildar PóstsinsVísir Innlend og erlend netverslun eigi aðeins eftir að aukast. „Okkar viðskiptavinir taka mjög vel í sjálfvirku og stafrænu leiðirnar. Fólk tekur mjög vel í að geta gengið frá sínum kaupum á netinu,“ segir hún. Sigurjón segir íslenska verslun vel í stakk búna að keppa við erlenda netverslun. „Við erum að sjálfsögðu meðvituð erlenda netverslun og erum að stíga í þá átt að mæta þessari auknu samkeppni,“ segir hann. Hann segir kaupmenn búast við mikilli verslun í Kringlunni í dag. „Við erum með miðnætursprengju í Kringlunni í dag í fyrsta skipti í tvö ár. Þetta er upphaf jólavertíðarinnar og má búast við allt að fjörutíuþúsund manns í húsið í dag,“ segir Sigurjón. Verslun Kringlan Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Kauphegðun landans breyttist talsvert í Covid . Ef horft er til innlendrar fataverslunar kemur í ljós að 75 prósent aðspurðra hafði verslað síðast hér á landi meðan það voru 60% árið 2018. Á sama tíma dróst fataverslun erlendis verulega saman og nú verslar um einn af hverjum tíu hér heima en voru þrír af hverjum tíu. Innlend netverslun þrefaldaðist á tímabilinu og helmingi fleiri keyptu föt á erlendum vefsíðum á þessu ári en árið 2018. „Eitt af því jákvæða sem við tökum út úr Covid er að íslensk verslun hefur blómstrað þann tíma. Ferðalögin hafa dregist saman á tímabilinu og verslunin færst heim,“ segir Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar. Kristín Inga Jónsdóttir forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins segir að á síðasta ári hafi líka orðið sprenging í innlendri vefverslun. „Það eru brjáluð tækifæri í íslenskri netverslun. Hún náttúrulega sprakk út í Covid og átti helling inni. Íslenskar smásölur voru þá og eru að færa sig yfir á netið,“ segir Kristín. Kristín Inga Jónsdóttir forstöðumaður markaðsdeildar PóstsinsVísir Innlend og erlend netverslun eigi aðeins eftir að aukast. „Okkar viðskiptavinir taka mjög vel í sjálfvirku og stafrænu leiðirnar. Fólk tekur mjög vel í að geta gengið frá sínum kaupum á netinu,“ segir hún. Sigurjón segir íslenska verslun vel í stakk búna að keppa við erlenda netverslun. „Við erum að sjálfsögðu meðvituð erlenda netverslun og erum að stíga í þá átt að mæta þessari auknu samkeppni,“ segir hann. Hann segir kaupmenn búast við mikilli verslun í Kringlunni í dag. „Við erum með miðnætursprengju í Kringlunni í dag í fyrsta skipti í tvö ár. Þetta er upphaf jólavertíðarinnar og má búast við allt að fjörutíuþúsund manns í húsið í dag,“ segir Sigurjón.
Verslun Kringlan Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira