Láta kjötið meyrna í minnst þrjár vikur Kjötkompaní 2. nóvember 2021 08:53 Eiríkur og Jóhann, sérfræðingar Kjötkompanís slá ekkert af kröfunum þegar kemur að kjötborðinu. Hjá Kjötkompaní fer fram hringrás í bak kælinum svo kjötið meyrni vel. Það gerir gæfumuninn. „Okkar sérgrein er vel hangið kjöt,“ segir Jón Örn Stefánsson, eigandi Kjötkompanís, þar sem matgæðingar standa í röðum eftir úrvals bitum úr kjötborðinu. Jón Örn Stefánsson, eigandi Kjötkompaní. Í bak kælinum í Kjötkompanís fer fram ákveðin hringrás svo kjötið meyrni vel áður en það fer á diskinn hjá viðskiptavininum og það segir Jón Örn gera gæfumuninn. „Viðskiptavinurinn gleymist nefnilega oft í þessu ferli. Það er of mikill hraði á því að koma kjöti sem fyrst í verslanir eftir að slátrað er en við í Kjötkompaní erum að kaupa inn kjöt í dag sem við ætlum að selja eftir minnst þrjár vikur, steikin þarf að meyrna, bæði lamb og naut. Þetta þýðir auðvitað að við höfum styttri tíma til að selja vöruna en við viljum það frekar og erum þá fullviss um að viðskiptavinurinn fái 100% gæði á diskinn,“ segir Jón Örn. Fitusprengd T- bone steik. Vel fitusprengt „Viðskiptavinir okkar eru vel með á nótunum og gaman að fylgjast með því þegar við erum með fitusprengda vöðva í borðinu hjá okkur, þeir vita alveg hvað þeir vilja. Þegar við byrjuðum fyrir rúmum 12 árum þá heyrðum við oft á okkar viðskiptavinum að þeir væru hræddir við að elda nautakjöt því það yrði alltaf of seigt en við erum sem betur fer búin að ná að snúa því við og nú koma okkar viðskiptavinir óhræddir í nautakjötið og fá hjá okkur vel fitusprengt og vel hangið kjöt. Nautalund de luxe i trufflusveppa kryddlegi Við erum mjög kröfuhörð á kjötið sem við verslum inn í kjötborðið okkar og það gengur allt út á fitusprengda og flotta vöðva. Nú erum við komin með fastan kúnnahóp og finnum fyrir gríðarlegri aukningu í sölu á nautakjöti. Við erum líka dugleg að ráðleggja fólki með eldun og erum með kennslumyndbönd inná síðunni okkar, auk þess gáfum við út grillbók síðasta sumar sem við höfum gefið okkar viðskiptavinum og er mikil ánægja með hana. Við erum mjög stolt af því hvað við erum með marga fagmenn í vinnu en hjá okkur starfa 8 kjötiðnaðarmeistarar og 6 matreiðslumenn en í heildina starfa 55 manns hjá Kjötkompaní,“ segir Jón Örn. Veisluþjónusta með öllu tilheyrandi Það gengur þó ekki allt eingöngu út á að selja kjöt í verslunum Kjötkompaní því auk þess rekum við kjötvinnslu og erum einnig með vinnslueldhús þar sem sósur, súpur, meðlæti, smáréttir og alls kyns veislur verða til. Hér má fletta í gegnum nokkra girnilega rétti: Lambafile á kryddbrauði med chimichurri.LambakonfektVegan Tomat bruschettaYuzu NautalundCrispy porkParmaskinkaMini nauta steikarsamloka „Hjá okkur fær fólk allt sem þarf til að halda veislu, forréttinn, steikina, sósurnar, meðlætið, og eftirréttinn. Þetta lögðum við upp með um leið og við opnuðum okkar fyrstu verslun í Hafnarfirði fyrir 12 árum,“ segir Jón Örn. „Við stækkuðum hratt og erum nú komin með eldhúsið í stærra húsnæði. Árið 2017 opnuðum við verslun úti á Granda og stefnum á að opna þriðju verslunina á nýju ári uppi á Bíldshöfða.“ Nú þegar líða fer að jólum er óhætt að segja að allt sé komið á fullt í undirbúningi hjá Kjötkompaní. Wellington steikin okkar hefur verið lang vinsælust hjá okkur um hátíðirnar en það er auðvitað ýmislegt annað í boði hjá okkur og verslunin stútfull af kræsingum." Nánari upplýsingar er að finna á www.kjotkompani.is Matur Jól Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
„Okkar sérgrein er vel hangið kjöt,“ segir Jón Örn Stefánsson, eigandi Kjötkompanís, þar sem matgæðingar standa í röðum eftir úrvals bitum úr kjötborðinu. Jón Örn Stefánsson, eigandi Kjötkompaní. Í bak kælinum í Kjötkompanís fer fram ákveðin hringrás svo kjötið meyrni vel áður en það fer á diskinn hjá viðskiptavininum og það segir Jón Örn gera gæfumuninn. „Viðskiptavinurinn gleymist nefnilega oft í þessu ferli. Það er of mikill hraði á því að koma kjöti sem fyrst í verslanir eftir að slátrað er en við í Kjötkompaní erum að kaupa inn kjöt í dag sem við ætlum að selja eftir minnst þrjár vikur, steikin þarf að meyrna, bæði lamb og naut. Þetta þýðir auðvitað að við höfum styttri tíma til að selja vöruna en við viljum það frekar og erum þá fullviss um að viðskiptavinurinn fái 100% gæði á diskinn,“ segir Jón Örn. Fitusprengd T- bone steik. Vel fitusprengt „Viðskiptavinir okkar eru vel með á nótunum og gaman að fylgjast með því þegar við erum með fitusprengda vöðva í borðinu hjá okkur, þeir vita alveg hvað þeir vilja. Þegar við byrjuðum fyrir rúmum 12 árum þá heyrðum við oft á okkar viðskiptavinum að þeir væru hræddir við að elda nautakjöt því það yrði alltaf of seigt en við erum sem betur fer búin að ná að snúa því við og nú koma okkar viðskiptavinir óhræddir í nautakjötið og fá hjá okkur vel fitusprengt og vel hangið kjöt. Nautalund de luxe i trufflusveppa kryddlegi Við erum mjög kröfuhörð á kjötið sem við verslum inn í kjötborðið okkar og það gengur allt út á fitusprengda og flotta vöðva. Nú erum við komin með fastan kúnnahóp og finnum fyrir gríðarlegri aukningu í sölu á nautakjöti. Við erum líka dugleg að ráðleggja fólki með eldun og erum með kennslumyndbönd inná síðunni okkar, auk þess gáfum við út grillbók síðasta sumar sem við höfum gefið okkar viðskiptavinum og er mikil ánægja með hana. Við erum mjög stolt af því hvað við erum með marga fagmenn í vinnu en hjá okkur starfa 8 kjötiðnaðarmeistarar og 6 matreiðslumenn en í heildina starfa 55 manns hjá Kjötkompaní,“ segir Jón Örn. Veisluþjónusta með öllu tilheyrandi Það gengur þó ekki allt eingöngu út á að selja kjöt í verslunum Kjötkompaní því auk þess rekum við kjötvinnslu og erum einnig með vinnslueldhús þar sem sósur, súpur, meðlæti, smáréttir og alls kyns veislur verða til. Hér má fletta í gegnum nokkra girnilega rétti: Lambafile á kryddbrauði med chimichurri.LambakonfektVegan Tomat bruschettaYuzu NautalundCrispy porkParmaskinkaMini nauta steikarsamloka „Hjá okkur fær fólk allt sem þarf til að halda veislu, forréttinn, steikina, sósurnar, meðlætið, og eftirréttinn. Þetta lögðum við upp með um leið og við opnuðum okkar fyrstu verslun í Hafnarfirði fyrir 12 árum,“ segir Jón Örn. „Við stækkuðum hratt og erum nú komin með eldhúsið í stærra húsnæði. Árið 2017 opnuðum við verslun úti á Granda og stefnum á að opna þriðju verslunina á nýju ári uppi á Bíldshöfða.“ Nú þegar líða fer að jólum er óhætt að segja að allt sé komið á fullt í undirbúningi hjá Kjötkompaní. Wellington steikin okkar hefur verið lang vinsælust hjá okkur um hátíðirnar en það er auðvitað ýmislegt annað í boði hjá okkur og verslunin stútfull af kræsingum." Nánari upplýsingar er að finna á www.kjotkompani.is
Matur Jól Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira