Frumsýning á sykursætu myndbandi Unu Schram Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 1. nóvember 2021 15:03 Tónlistarkonan Una Schram hefur gefið út myndband við poppsmellinn Crush. Una Schram Tónlistarkonan Una Schram hefur gefið út myndband við nýjasta smell sinn - Crush. Raunveruleikastjarnan Binni Glee fer með sérstakt gestahlutverk í myndbandinu sem Vísir frumsýnir hér fyrir neðan. Lagið Crush kom út á Spotify í síðasta mánuði og hefur fengið frábærar viðtökur. Lagið er það fyrsta af væntanlegri smáskífu tónlistarkonunnar sem mun innihalda sjö lög. Þetta er í fyrsta sinn sem Una gerir tónlistarmyndband þrátt fyrir að hafa átt þó nokkra vinsæla smelli. „Það var bara eitthvað við þetta lag sem mér fannst þurfa eitthvað svona sjónrænt. Mig langaði til þess að gera meira úr þessu heldur en öðrum lögum, mér fannst þetta lag bara einhvern veginn eiga það skilið,“ segir Una. Crush er sykurhúðuð, glitrandi poppperla sem talar tungumál ungu kynslóðarinnar. Textinn er eins konar nútíma ástarsöngur, fullur af sjálfstrausti og endurspeglar myndbandið það. Una vildi að myndbandið yrði stelpulegt og rómantískt sem hún segir að séu eiginleikar sem gjarnan sé litið niður á.Una Schram „Mig langaði bara að vera með svona úber skvísulæti og gera eitthvað mega „girly“ og létt og skemmtilegt og vinna með svona úber „feminine vibes“.“ Una segist vilja fagna því að vera rómantísk og stelpuleg, en oft sé litið niður á þá eiginleika í samfélaginu. Í einni línu í textanum má heyra Unu tala um besta vin sinn og vildi hún fá einhvern til þess að leika vininn í myndbandinu. „Binni Glee kom bara strax upp í hugann. Mig langaði bara til þess að fá einhvern sem er táknrænn fyrir hinsegin menninguna á Íslandi. Binni var til í þetta og það var bara ótrúlega gaman að vinna þetta með honum,“ en Una þekkti Binna ekki fyrir en segist hafa verið mikill aðdáandi hans lengi. Una fékk raunveruleikastjörnuna Binna Glee til þess að leika besta vin sinn í myndbandinu.Una Schram Lagið er samið af Unu sjálfri og einum færasta lagasmið landsins, Young Nazareth, og er myndbandinu leikstýrt af Arínu Völu Þórðardóttur. „Þetta er búið að vera svo rosalega lengi í fæðingu. Það er súrrealískt að þetta sé loksins að koma út, því það var alveg tímapunktur þar sem ég vissi ekki hvort þetta myndi nokkurn tíman gerast. Þannig ég er svo rosalega ánægð að þetta sé loksins að koma út.“ Hér má sjá frumsýningu á myndbandi við sykurhúðaða skvísusmellinn Crush. Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Lagið Crush kom út á Spotify í síðasta mánuði og hefur fengið frábærar viðtökur. Lagið er það fyrsta af væntanlegri smáskífu tónlistarkonunnar sem mun innihalda sjö lög. Þetta er í fyrsta sinn sem Una gerir tónlistarmyndband þrátt fyrir að hafa átt þó nokkra vinsæla smelli. „Það var bara eitthvað við þetta lag sem mér fannst þurfa eitthvað svona sjónrænt. Mig langaði til þess að gera meira úr þessu heldur en öðrum lögum, mér fannst þetta lag bara einhvern veginn eiga það skilið,“ segir Una. Crush er sykurhúðuð, glitrandi poppperla sem talar tungumál ungu kynslóðarinnar. Textinn er eins konar nútíma ástarsöngur, fullur af sjálfstrausti og endurspeglar myndbandið það. Una vildi að myndbandið yrði stelpulegt og rómantískt sem hún segir að séu eiginleikar sem gjarnan sé litið niður á.Una Schram „Mig langaði bara að vera með svona úber skvísulæti og gera eitthvað mega „girly“ og létt og skemmtilegt og vinna með svona úber „feminine vibes“.“ Una segist vilja fagna því að vera rómantísk og stelpuleg, en oft sé litið niður á þá eiginleika í samfélaginu. Í einni línu í textanum má heyra Unu tala um besta vin sinn og vildi hún fá einhvern til þess að leika vininn í myndbandinu. „Binni Glee kom bara strax upp í hugann. Mig langaði bara til þess að fá einhvern sem er táknrænn fyrir hinsegin menninguna á Íslandi. Binni var til í þetta og það var bara ótrúlega gaman að vinna þetta með honum,“ en Una þekkti Binna ekki fyrir en segist hafa verið mikill aðdáandi hans lengi. Una fékk raunveruleikastjörnuna Binna Glee til þess að leika besta vin sinn í myndbandinu.Una Schram Lagið er samið af Unu sjálfri og einum færasta lagasmið landsins, Young Nazareth, og er myndbandinu leikstýrt af Arínu Völu Þórðardóttur. „Þetta er búið að vera svo rosalega lengi í fæðingu. Það er súrrealískt að þetta sé loksins að koma út, því það var alveg tímapunktur þar sem ég vissi ekki hvort þetta myndi nokkurn tíman gerast. Þannig ég er svo rosalega ánægð að þetta sé loksins að koma út.“ Hér má sjá frumsýningu á myndbandi við sykurhúðaða skvísusmellinn Crush.
Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira