Sólveig Anna segir af sér vegna vantraustsyfirlýsingar Árni Sæberg skrifar 31. október 2021 23:56 Sólveig Anna Jónsdóttir er fráfarandi formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt stjórn Eflingar um afsögn sína sem formaður félagsins. Afsögnin kemur í kjölfar vantraustsyfirlýsingar sem starfsfólk Eflingar sendi Sólveigu Önnu, félaginu og fjölmiðlum á föstudag. Sólveig Anna tilkynnti afsögn sína á Facebook í kvöld. Hún segir trúnaðarmenn starfsfólks Eflingar hafa samþykkt ályktun þann 9. júní síðastliðinn þar sem hún er borin þungum sökum, meðal annars að hún haldi svokallaðan aftökulista. Hún segir að ályktunin hafi verið undirrituð af trúnaðarmönnum og sögð sett fram fyrir hönd starfsmanna. „Mér var brugðið yfir þessum texta, sem var ekki sannleikanum samkvæmur og að mínu mati skrifaður af miklu dómgreindarleysi, en ég blandaði mér þó ekki í þetta mál heldur fól öðrum stjórnendum að bregðast við, sem þau gerðu hratt og faglega. Skrifleg staðfesting barst frá trúnaðarmanni þar sem málinu var sagt lokið,“ segir Sólveig Anna. Stjórnarmaður hafi farið með málið í fjölmiðla Hún segir Guðmund Baldursson, stjórnarmann Eflingar, hafa fengið veður af tilvist textans og viljað fá hann afhentan. Hún hafi ekki talið sig hafa heimild til afhendingar textans og stjórnin í heild hafi fallist á það sjónarmið. Þá hafi Guðmundur hafið mikla „klögumála-herferð“ innan Starfsgreinasambandsins og ASÍ til að fá umræddan texta afhentan, en orðið þar afturreka. „Fremur en að sætta sig við lög og leikreglur síns eigin félags og verkalýðshreyfingarinnar, ákvað Guðmundur að fara með starfsmannamál skrifstofu Eflingar í fjölmiðla,“ segir Sólveig. Í kjölfar þess hafi fréttamaður Ríkisútvarpsins haft samband við hana á fimmtudaginn síðastliðinn. Veitti starfsfólki tvo kosti Sólveig Anna segist hafa ákveðið að ávarpa starfsfólk Eflingar á starfsmannafundi á föstudag. „Ég sagði við starfsfólk á þessum fundi að það væru tveir kostir í stöðunni. Annað hvort kæmi eitthvað skriflegt frá þeim sem myndi bera til baka ofstækisfullar lýsingar úr ályktun trúnaðarmanna og orð sem fréttamaður notaði um „ógnarstjórn“, eða að ég myndi segja af mér formennsku í félaginu,“ segir hún. Hún segir ekki hafa verið auðvelda ákvörðun að veita starfsfólkinu slíka afarkosti en að henni hafi fundist það óhjákvæmilegt. „Starf mitt með félagsfólki Eflingar, sem er réttlætisbarátta varðandi kjör og aðstæður verkafólks á vinnustöðum, hefur ekki trúverðugleika ef trúnaðarmenn starfsfólks Eflingar eru tilbúnir að fullyrða að ég reki hér vinnustað jafn slæman eða verri en þeir sem við höfum sjálf gagnrýnt,“ segir hún. Hún segist hafa lýst því fyrir starfsmönnum sínum að fjölmiðlar hafi áður gert sér mat úr frásögnum fyrrum starfsmanna Eflingar um meinta glæpi og réttindabrot sín gegn þeim. „Þessar herferðir hafa þannig skilað tilætluðum árangri jafnvel þótt engar þeirra hafi verið á rökum reistar, ekki frekar en alvarlegar ásakanir trúnaðarmanna um aftökulista, fyrirvaralausar uppsagnir og fleira,“ segir Sólveig Anna. Hún hafi sagt starfsfólki að hún gæti ekki geta borið til baka sjálf þessar ásakanir, enda væru þær settar fram af trúnaðarmönnum vinnustaðarins í nafni starfsfólks. Aðeins starfsfólk gæti því kveðið upp dóm um réttmæti þessara ásakana. Afdráttarlaus staðfesting á fyrri ályktun Sólveig Anna segist hafa yfirgefið starfsmannafundinn og gefið starfsfólki frest til hádegis til að taka ákvörðun. Niðurstaða fundar starfsmanna hafi verið ályktun sem send hafi verið til stjórnenda og önnur ályktun til Ríkisútvarpsins. „Í þessum ályktunum kemur fram afdráttarlaus staðfesting á þeim orðum sem var að finna í ályktun trúnaðarmanna frá í júní. Talað er á þeim nótum að alvarleg vandamál séu viðvarandi sem þurfi að leysa með fundahöldum og öðru. Krafist er aukins valds fyrir trúnaðarmenn vinnustaðarins og tíðari vinnustaðafunda, þar sem möguleg vanlíðan einstakra starfsmenna verði fundarefni. Í yfirlýsingu til RÚV er jafnframt engin tilraun gerð til að bera til baka ásakanir um ógnarstjórn. Ályktanirnar eru vantraustsyfirlýsing til mín og til allra þeirra sem bera ábyrgð á starfsmannamálum vinnustaðarins,“ segir Sólveig Anna. Andstæðingar stefnu hennar séu margir Sólveig Anna segir andstæðinga þeirrar stefnu sem hún og stjórn félagsins hafa markað í baráttu verka- og láglaunafólks séu margir, því miður. „Með ákvörðun starsfólks Eflingar sl. föstudag um að standa staðfastlega við ýktar og ósanngjarnar lýsingar trúnaðarmanna á vinnustaðnum sem ég ber ábyrgð á hefur starfsfólk í reynd gefið samþykki sitt fyrir áframhaldandi neikvæðri umfjöllun og umræðu sem gerir mér illmögulegt að leiða baráttu félagsfólks,“ segir hún. Hún segist kjósa að útsetja sig ekki fyrr slíkri útreið enn á ný heldur kjósi hún að hlíta þeirri afdráttarlausu vantraustsyfirlýsingu sem starfsfólk Eflingar hafi sent sér. Þá segir hún að fjölmiðlar hafi gert sér starf sitt ómögulegt. „Ég get ekki gegnt stöðu formanns í félaginu að svo komnu máli og hef ég tilkynnt stjórn Eflingar um afsögn mína,“ segir Sólveig Anna. Þykir ótrúlegt að starfsfólk hreki sig úr starfi Sólveig Anna segir að sér finnist ótrúlegt að það sé í raun starfsfólk Eflingar sem hreki hana úr starfi sínu sem formaður félagsins. Starfsfólkið hafi gert það með því að leyfa andstæðingum félagsins að hossa sér á ýkjum, lygum og rangfærslum um sig og samverkafólk hennar. „Starfsfólk Eflingar hefur kosið að svipta mig því vopni sem hefur gert mér mögulegt að leiða sögulega og árangursríka baráttu verka- og láglaunafólks síðustu ár, mannorði mínu og trúverðugleika,“ segir hún. Þakkar félagsfólki traustið Sólveig Ann segist vera full þakklætis yfir því að hafa notið trausts félagsfólks Eflingar til að leiða baráttu félagsins. Þá segist hún vera ótrúlega stolt yfir þeim árangri sem félagið hafi náð á þeim stutta tíma sem hún var formaður þess: „Barátta Eflingarfélaga undanfarin ár hefur sýnt og sannað að með krafti og samstöðu vinnuaflsins þá náum við árangri. Með þau vopn í höndum getum við tekist á við allan mótbyr sama hversu óheiðarlegir og ómerkilegir andstæðingar okkar eru, hvar sem þeir leynast.“ „Ég mun aldrei hætta í baráttu fyrir réttlæti fyrir okkur sem tilheyrum stétt verka- og láglaunafólks og þekkja lífið undir oki auðvaldskerfisins og láglaunastefnunnar,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð. Tilkynningu Sólveigar Önnu má lesa í heild sinni hér að neðan: Á fimmtudaginn var haft samband við mig frá fréttamanni á RÚV. Hann vildi spyrja mig um texta sem að trúnaðarmenn starfsfólks skrifstofu Eflingar samþykktu þann 9. júní og sendu þá á mig og aðra stjórnendur. Í þessum texta er ég m.a. sökuð um að halda „aftökulista“ og að fremja grafalvarleg kjarasamningsbrot gegn starfsfólki á borð við fyrirvaralausar uppsagnir, auk þess sem farið er með furðulegar rangfærslur um starfsmannaveltu. Textinn er undirritaður af trúnaðarmönnum og sagður settur fram fyrir hönd starfsmanna. Mér var brugðið yfir þessum texta, sem var ekki sannleikanum samkvæmur og að mínu mati skrifaður af miklu dómgreindarleysi, en ég blandaði mér þó ekki í þetta mál heldur fól öðrum stjórnendum að bregðast við, sem þau gerðu hratt og faglega. Skrifleg staðfesting barst frá trúnaðarmanni þar sem málinu var sagt lokið. Stjórnarmaður í Eflingu sem lengi hefur verið uppsigað við félagið, Guðmundur Baldursson, fékk veður af tilvist þessa texta og fékk uppfrá því mikinn áhuga á að fá hann afhentan frá mér. Ég taldi mig ekki hafa neina heimild til þess og meirihluta stjórnarmanna tóku undir þá afstöðu með mér. Frekar en að virða trúnað við félagið sem hann er stjórnarmaður í, upphóf Guðmundur í kjölfarið mikla klögumála-herferð á vettvangi Starfsgreinasambandsins og ASÍ til að fá umræddan texta afhentan, en varð þar afturreka. Fremur en að sætta sig við lög og leikreglur síns eigin félags og verkalýðshreyfingarinnar, ákvað Guðmundur að fara með starfsmannamál skrifstofu Eflingar í fjölmiðla og er það ástæða þess að fréttamaður hafði samband við mig á fimmtudaginn eins og áður sagði. Eftir að hafa fengið póst frá fréttamanni ákvað ég að ávarpa starfsfólk Eflingar í upphafi vinnudags á föstudaginn síðasta, en búið var að ákveða starfsmannafund á þeim tíma. Ég sagði við starfsfólk á þessum fundi að það væru tveir kostir í stöðunni. Annað hvort kæmi eitthvað skriflegt frá þeim sem myndi bera til baka ofstækisfullar lýsingar úr ályktun trúnaðarmanna og orð sem fréttamaður notaði um „ógnarstjórn“, eða að ég myndi segja af mér formennsku í félaginu. Það var ekki auðveld ákvörðun fyrir mig að stilla þessu upp svona en það er að mínu mati óhjákvæmilegt. Starf mitt með félagsfólki Eflingar, sem er réttlætisbarátta varðandi kjör og aðstæður verkafólks á vinnustöðum, hefur ekki trúverðugleika ef trúnaðarmenn starfsfólks Eflingar eru tilbúnir að fullyrða að ég reki hér vinnustað jafn slæman eða verri en þeir sem við höfum sjálf gagnrýnt. Ég lýsti því fyrir starfsfólki að fjölmiðlar hafa áður gert sér mikinn mat úr frásögnum fyrrum starfsmanna Eflingar um meinta glæpi og réttindabrot mín gegn þeim. Slíkar fréttir hafa ítrekað birst á forsíðum blaða og í sjónvarpsfréttum. Mikil orka og tími hefur farið í að verjast þessum ásökunum. Þessar herferðir hafa þannig skilað tilætluðum árangri jafnvel þótt engar þeirra hafi verið á rökum reistar, ekki frekar en alvarlegar ásakanir trúnaðarmanna um aftökulista, fyrirvaralausar uppsagnir og fleira. Ég lýsti því að skaðinn sem þetta myndi valda yrði mikill fyrir baráttu félagsins og hagsmuni félagsmanna. Ég myndi aldrei geta borið til baka sjálf þessar ásakanir, enda settar fram af trúnaðarmönnum vinnustaðarins í nafni starfsfólks. Aðeins starfsfólk gæti því kveðið upp dóm um réttmæti þessara ásakana. Ég vék af fundinum ásamt öðrum stjórnendum og tóku starfsmenn sér tíma fram að hádegi til að bregðast við og ræða saman. Niðurstaða fundar þeirra var ályktun sem send var til stjórnenda og önnur ályktun til RÚV. Í þessum ályktunum kemur fram afdráttarlaus staðfesting á þeim orðum sem var að finna í ályktun trúnaðarmanna frá í júní. Talað er á þeim nótum að alvarleg vandamál séu viðvarandi sem þurfi að leysa með fundahöldum og öðru. Krafist er aukins valds fyrir trúnaðarmenn vinnustaðarins og tíðari vinnustaðafunda, þar sem möguleg vanlíðan einstakra starfsmenna verði fundarefni. Í yfirlýsingu til RÚV er jafnframt engin tilraun gerð til að bera til baka ásakanir um ógnarstjórn. Ályktanirnar eru vantraustsyfirlýsing til mín og til allra þeirra sem bera ábyrgð á starfsmannamálum vinnustaðarins. Andstæðingar félagsins og þeirrar stefnu sem ég og stjórn félagsins hafa markað í baráttu verka- og láglaunafólks eru því miður margir. Með ákvörðun starsfólks Eflingar sl. föstudag um að standa staðfastlega við ýktar og ósanngjarnar lýsingar trúnaðarmanna á vinnustaðnum sem ég ber ábyrgð á hefur starfsfólk í reynd gefið samþykki sitt fyrir áframhaldandi neikvæðri umfjöllun og umræðu sem gerir mér illmögulegt að leiða baráttu félagsfólks. Ég kýs að útsetja mig ekki fyrir slíka útreið enn á ný, með tilheyrandi skaða fyrir baráttu Eflingar og Eflingarfélaga. Fremur kýs ég að hlíta þeirri afdráttarlausu vantraustsyfirlýsingu sem starfsfólk Eflingar hefur sent mér, félaginu og fjölmiðlum, sem gera starf mitt ómögulegt. Ég get ekki gegnt stöðu formanns í félaginu að svo komnu máli og hef ég tilkynnt stjórn Eflingar um afsögn mína. Mér þykir það ótrúlegt að það sé starfsfólk Eflingar sem í reynd hrekur mig úr starfi, með því að leyfa andstæðingum félagsins að hossa sér á ýkjum, lygum og rangfærslum um mig og samverkafólk mitt. Starfsfólk Eflingar hefur kosið að svipta mig því vopni sem hefur gert mér mögulegt að leiða sögulega og árangursríka baráttu verka- og láglaunafólks síðustu ár, mannorði mínu og trúverðugleika. Ég er full af þakklæti yfir því að hafa verið treyst af félagsfólki Eflingar til að leiða okkar baráttu og er ótrúlega stolt af þeim magnaða árangri sem við höfum náð á þeim stutta tíma sem ég hef verið formaður félagsins. Barátta Eflingarfélaga undanfarin ár hefur sýnt og sannað að með krafti og samstöðu vinnuaflsins þá náum við árangri. Með þau vopn í höndum getum við tekist á við allan mótbyr sama hversu óheiðarlegir og ómerkilegir andstæðingar okkar eru, hvar sem þeir leynast. Ég mun aldrei hætta í baráttu fyrir réttlæti fyrir okkur sem tilheyrum stétt verka- og láglaunafólks og þekkja lífið undir oki auðvaldskerfisins og láglaunastefnunnar. Kjaramál Ólga innan Eflingar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Sólveig Anna tilkynnti afsögn sína á Facebook í kvöld. Hún segir trúnaðarmenn starfsfólks Eflingar hafa samþykkt ályktun þann 9. júní síðastliðinn þar sem hún er borin þungum sökum, meðal annars að hún haldi svokallaðan aftökulista. Hún segir að ályktunin hafi verið undirrituð af trúnaðarmönnum og sögð sett fram fyrir hönd starfsmanna. „Mér var brugðið yfir þessum texta, sem var ekki sannleikanum samkvæmur og að mínu mati skrifaður af miklu dómgreindarleysi, en ég blandaði mér þó ekki í þetta mál heldur fól öðrum stjórnendum að bregðast við, sem þau gerðu hratt og faglega. Skrifleg staðfesting barst frá trúnaðarmanni þar sem málinu var sagt lokið,“ segir Sólveig Anna. Stjórnarmaður hafi farið með málið í fjölmiðla Hún segir Guðmund Baldursson, stjórnarmann Eflingar, hafa fengið veður af tilvist textans og viljað fá hann afhentan. Hún hafi ekki talið sig hafa heimild til afhendingar textans og stjórnin í heild hafi fallist á það sjónarmið. Þá hafi Guðmundur hafið mikla „klögumála-herferð“ innan Starfsgreinasambandsins og ASÍ til að fá umræddan texta afhentan, en orðið þar afturreka. „Fremur en að sætta sig við lög og leikreglur síns eigin félags og verkalýðshreyfingarinnar, ákvað Guðmundur að fara með starfsmannamál skrifstofu Eflingar í fjölmiðla,“ segir Sólveig. Í kjölfar þess hafi fréttamaður Ríkisútvarpsins haft samband við hana á fimmtudaginn síðastliðinn. Veitti starfsfólki tvo kosti Sólveig Anna segist hafa ákveðið að ávarpa starfsfólk Eflingar á starfsmannafundi á föstudag. „Ég sagði við starfsfólk á þessum fundi að það væru tveir kostir í stöðunni. Annað hvort kæmi eitthvað skriflegt frá þeim sem myndi bera til baka ofstækisfullar lýsingar úr ályktun trúnaðarmanna og orð sem fréttamaður notaði um „ógnarstjórn“, eða að ég myndi segja af mér formennsku í félaginu,“ segir hún. Hún segir ekki hafa verið auðvelda ákvörðun að veita starfsfólkinu slíka afarkosti en að henni hafi fundist það óhjákvæmilegt. „Starf mitt með félagsfólki Eflingar, sem er réttlætisbarátta varðandi kjör og aðstæður verkafólks á vinnustöðum, hefur ekki trúverðugleika ef trúnaðarmenn starfsfólks Eflingar eru tilbúnir að fullyrða að ég reki hér vinnustað jafn slæman eða verri en þeir sem við höfum sjálf gagnrýnt,“ segir hún. Hún segist hafa lýst því fyrir starfsmönnum sínum að fjölmiðlar hafi áður gert sér mat úr frásögnum fyrrum starfsmanna Eflingar um meinta glæpi og réttindabrot sín gegn þeim. „Þessar herferðir hafa þannig skilað tilætluðum árangri jafnvel þótt engar þeirra hafi verið á rökum reistar, ekki frekar en alvarlegar ásakanir trúnaðarmanna um aftökulista, fyrirvaralausar uppsagnir og fleira,“ segir Sólveig Anna. Hún hafi sagt starfsfólki að hún gæti ekki geta borið til baka sjálf þessar ásakanir, enda væru þær settar fram af trúnaðarmönnum vinnustaðarins í nafni starfsfólks. Aðeins starfsfólk gæti því kveðið upp dóm um réttmæti þessara ásakana. Afdráttarlaus staðfesting á fyrri ályktun Sólveig Anna segist hafa yfirgefið starfsmannafundinn og gefið starfsfólki frest til hádegis til að taka ákvörðun. Niðurstaða fundar starfsmanna hafi verið ályktun sem send hafi verið til stjórnenda og önnur ályktun til Ríkisútvarpsins. „Í þessum ályktunum kemur fram afdráttarlaus staðfesting á þeim orðum sem var að finna í ályktun trúnaðarmanna frá í júní. Talað er á þeim nótum að alvarleg vandamál séu viðvarandi sem þurfi að leysa með fundahöldum og öðru. Krafist er aukins valds fyrir trúnaðarmenn vinnustaðarins og tíðari vinnustaðafunda, þar sem möguleg vanlíðan einstakra starfsmenna verði fundarefni. Í yfirlýsingu til RÚV er jafnframt engin tilraun gerð til að bera til baka ásakanir um ógnarstjórn. Ályktanirnar eru vantraustsyfirlýsing til mín og til allra þeirra sem bera ábyrgð á starfsmannamálum vinnustaðarins,“ segir Sólveig Anna. Andstæðingar stefnu hennar séu margir Sólveig Anna segir andstæðinga þeirrar stefnu sem hún og stjórn félagsins hafa markað í baráttu verka- og láglaunafólks séu margir, því miður. „Með ákvörðun starsfólks Eflingar sl. föstudag um að standa staðfastlega við ýktar og ósanngjarnar lýsingar trúnaðarmanna á vinnustaðnum sem ég ber ábyrgð á hefur starfsfólk í reynd gefið samþykki sitt fyrir áframhaldandi neikvæðri umfjöllun og umræðu sem gerir mér illmögulegt að leiða baráttu félagsfólks,“ segir hún. Hún segist kjósa að útsetja sig ekki fyrr slíkri útreið enn á ný heldur kjósi hún að hlíta þeirri afdráttarlausu vantraustsyfirlýsingu sem starfsfólk Eflingar hafi sent sér. Þá segir hún að fjölmiðlar hafi gert sér starf sitt ómögulegt. „Ég get ekki gegnt stöðu formanns í félaginu að svo komnu máli og hef ég tilkynnt stjórn Eflingar um afsögn mína,“ segir Sólveig Anna. Þykir ótrúlegt að starfsfólk hreki sig úr starfi Sólveig Anna segir að sér finnist ótrúlegt að það sé í raun starfsfólk Eflingar sem hreki hana úr starfi sínu sem formaður félagsins. Starfsfólkið hafi gert það með því að leyfa andstæðingum félagsins að hossa sér á ýkjum, lygum og rangfærslum um sig og samverkafólk hennar. „Starfsfólk Eflingar hefur kosið að svipta mig því vopni sem hefur gert mér mögulegt að leiða sögulega og árangursríka baráttu verka- og láglaunafólks síðustu ár, mannorði mínu og trúverðugleika,“ segir hún. Þakkar félagsfólki traustið Sólveig Ann segist vera full þakklætis yfir því að hafa notið trausts félagsfólks Eflingar til að leiða baráttu félagsins. Þá segist hún vera ótrúlega stolt yfir þeim árangri sem félagið hafi náð á þeim stutta tíma sem hún var formaður þess: „Barátta Eflingarfélaga undanfarin ár hefur sýnt og sannað að með krafti og samstöðu vinnuaflsins þá náum við árangri. Með þau vopn í höndum getum við tekist á við allan mótbyr sama hversu óheiðarlegir og ómerkilegir andstæðingar okkar eru, hvar sem þeir leynast.“ „Ég mun aldrei hætta í baráttu fyrir réttlæti fyrir okkur sem tilheyrum stétt verka- og láglaunafólks og þekkja lífið undir oki auðvaldskerfisins og láglaunastefnunnar,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð. Tilkynningu Sólveigar Önnu má lesa í heild sinni hér að neðan: Á fimmtudaginn var haft samband við mig frá fréttamanni á RÚV. Hann vildi spyrja mig um texta sem að trúnaðarmenn starfsfólks skrifstofu Eflingar samþykktu þann 9. júní og sendu þá á mig og aðra stjórnendur. Í þessum texta er ég m.a. sökuð um að halda „aftökulista“ og að fremja grafalvarleg kjarasamningsbrot gegn starfsfólki á borð við fyrirvaralausar uppsagnir, auk þess sem farið er með furðulegar rangfærslur um starfsmannaveltu. Textinn er undirritaður af trúnaðarmönnum og sagður settur fram fyrir hönd starfsmanna. Mér var brugðið yfir þessum texta, sem var ekki sannleikanum samkvæmur og að mínu mati skrifaður af miklu dómgreindarleysi, en ég blandaði mér þó ekki í þetta mál heldur fól öðrum stjórnendum að bregðast við, sem þau gerðu hratt og faglega. Skrifleg staðfesting barst frá trúnaðarmanni þar sem málinu var sagt lokið. Stjórnarmaður í Eflingu sem lengi hefur verið uppsigað við félagið, Guðmundur Baldursson, fékk veður af tilvist þessa texta og fékk uppfrá því mikinn áhuga á að fá hann afhentan frá mér. Ég taldi mig ekki hafa neina heimild til þess og meirihluta stjórnarmanna tóku undir þá afstöðu með mér. Frekar en að virða trúnað við félagið sem hann er stjórnarmaður í, upphóf Guðmundur í kjölfarið mikla klögumála-herferð á vettvangi Starfsgreinasambandsins og ASÍ til að fá umræddan texta afhentan, en varð þar afturreka. Fremur en að sætta sig við lög og leikreglur síns eigin félags og verkalýðshreyfingarinnar, ákvað Guðmundur að fara með starfsmannamál skrifstofu Eflingar í fjölmiðla og er það ástæða þess að fréttamaður hafði samband við mig á fimmtudaginn eins og áður sagði. Eftir að hafa fengið póst frá fréttamanni ákvað ég að ávarpa starfsfólk Eflingar í upphafi vinnudags á föstudaginn síðasta, en búið var að ákveða starfsmannafund á þeim tíma. Ég sagði við starfsfólk á þessum fundi að það væru tveir kostir í stöðunni. Annað hvort kæmi eitthvað skriflegt frá þeim sem myndi bera til baka ofstækisfullar lýsingar úr ályktun trúnaðarmanna og orð sem fréttamaður notaði um „ógnarstjórn“, eða að ég myndi segja af mér formennsku í félaginu. Það var ekki auðveld ákvörðun fyrir mig að stilla þessu upp svona en það er að mínu mati óhjákvæmilegt. Starf mitt með félagsfólki Eflingar, sem er réttlætisbarátta varðandi kjör og aðstæður verkafólks á vinnustöðum, hefur ekki trúverðugleika ef trúnaðarmenn starfsfólks Eflingar eru tilbúnir að fullyrða að ég reki hér vinnustað jafn slæman eða verri en þeir sem við höfum sjálf gagnrýnt. Ég lýsti því fyrir starfsfólki að fjölmiðlar hafa áður gert sér mikinn mat úr frásögnum fyrrum starfsmanna Eflingar um meinta glæpi og réttindabrot mín gegn þeim. Slíkar fréttir hafa ítrekað birst á forsíðum blaða og í sjónvarpsfréttum. Mikil orka og tími hefur farið í að verjast þessum ásökunum. Þessar herferðir hafa þannig skilað tilætluðum árangri jafnvel þótt engar þeirra hafi verið á rökum reistar, ekki frekar en alvarlegar ásakanir trúnaðarmanna um aftökulista, fyrirvaralausar uppsagnir og fleira. Ég lýsti því að skaðinn sem þetta myndi valda yrði mikill fyrir baráttu félagsins og hagsmuni félagsmanna. Ég myndi aldrei geta borið til baka sjálf þessar ásakanir, enda settar fram af trúnaðarmönnum vinnustaðarins í nafni starfsfólks. Aðeins starfsfólk gæti því kveðið upp dóm um réttmæti þessara ásakana. Ég vék af fundinum ásamt öðrum stjórnendum og tóku starfsmenn sér tíma fram að hádegi til að bregðast við og ræða saman. Niðurstaða fundar þeirra var ályktun sem send var til stjórnenda og önnur ályktun til RÚV. Í þessum ályktunum kemur fram afdráttarlaus staðfesting á þeim orðum sem var að finna í ályktun trúnaðarmanna frá í júní. Talað er á þeim nótum að alvarleg vandamál séu viðvarandi sem þurfi að leysa með fundahöldum og öðru. Krafist er aukins valds fyrir trúnaðarmenn vinnustaðarins og tíðari vinnustaðafunda, þar sem möguleg vanlíðan einstakra starfsmenna verði fundarefni. Í yfirlýsingu til RÚV er jafnframt engin tilraun gerð til að bera til baka ásakanir um ógnarstjórn. Ályktanirnar eru vantraustsyfirlýsing til mín og til allra þeirra sem bera ábyrgð á starfsmannamálum vinnustaðarins. Andstæðingar félagsins og þeirrar stefnu sem ég og stjórn félagsins hafa markað í baráttu verka- og láglaunafólks eru því miður margir. Með ákvörðun starsfólks Eflingar sl. föstudag um að standa staðfastlega við ýktar og ósanngjarnar lýsingar trúnaðarmanna á vinnustaðnum sem ég ber ábyrgð á hefur starfsfólk í reynd gefið samþykki sitt fyrir áframhaldandi neikvæðri umfjöllun og umræðu sem gerir mér illmögulegt að leiða baráttu félagsfólks. Ég kýs að útsetja mig ekki fyrir slíka útreið enn á ný, með tilheyrandi skaða fyrir baráttu Eflingar og Eflingarfélaga. Fremur kýs ég að hlíta þeirri afdráttarlausu vantraustsyfirlýsingu sem starfsfólk Eflingar hefur sent mér, félaginu og fjölmiðlum, sem gera starf mitt ómögulegt. Ég get ekki gegnt stöðu formanns í félaginu að svo komnu máli og hef ég tilkynnt stjórn Eflingar um afsögn mína. Mér þykir það ótrúlegt að það sé starfsfólk Eflingar sem í reynd hrekur mig úr starfi, með því að leyfa andstæðingum félagsins að hossa sér á ýkjum, lygum og rangfærslum um mig og samverkafólk mitt. Starfsfólk Eflingar hefur kosið að svipta mig því vopni sem hefur gert mér mögulegt að leiða sögulega og árangursríka baráttu verka- og láglaunafólks síðustu ár, mannorði mínu og trúverðugleika. Ég er full af þakklæti yfir því að hafa verið treyst af félagsfólki Eflingar til að leiða okkar baráttu og er ótrúlega stolt af þeim magnaða árangri sem við höfum náð á þeim stutta tíma sem ég hef verið formaður félagsins. Barátta Eflingarfélaga undanfarin ár hefur sýnt og sannað að með krafti og samstöðu vinnuaflsins þá náum við árangri. Með þau vopn í höndum getum við tekist á við allan mótbyr sama hversu óheiðarlegir og ómerkilegir andstæðingar okkar eru, hvar sem þeir leynast. Ég mun aldrei hætta í baráttu fyrir réttlæti fyrir okkur sem tilheyrum stétt verka- og láglaunafólks og þekkja lífið undir oki auðvaldskerfisins og láglaunastefnunnar.
Á fimmtudaginn var haft samband við mig frá fréttamanni á RÚV. Hann vildi spyrja mig um texta sem að trúnaðarmenn starfsfólks skrifstofu Eflingar samþykktu þann 9. júní og sendu þá á mig og aðra stjórnendur. Í þessum texta er ég m.a. sökuð um að halda „aftökulista“ og að fremja grafalvarleg kjarasamningsbrot gegn starfsfólki á borð við fyrirvaralausar uppsagnir, auk þess sem farið er með furðulegar rangfærslur um starfsmannaveltu. Textinn er undirritaður af trúnaðarmönnum og sagður settur fram fyrir hönd starfsmanna. Mér var brugðið yfir þessum texta, sem var ekki sannleikanum samkvæmur og að mínu mati skrifaður af miklu dómgreindarleysi, en ég blandaði mér þó ekki í þetta mál heldur fól öðrum stjórnendum að bregðast við, sem þau gerðu hratt og faglega. Skrifleg staðfesting barst frá trúnaðarmanni þar sem málinu var sagt lokið. Stjórnarmaður í Eflingu sem lengi hefur verið uppsigað við félagið, Guðmundur Baldursson, fékk veður af tilvist þessa texta og fékk uppfrá því mikinn áhuga á að fá hann afhentan frá mér. Ég taldi mig ekki hafa neina heimild til þess og meirihluta stjórnarmanna tóku undir þá afstöðu með mér. Frekar en að virða trúnað við félagið sem hann er stjórnarmaður í, upphóf Guðmundur í kjölfarið mikla klögumála-herferð á vettvangi Starfsgreinasambandsins og ASÍ til að fá umræddan texta afhentan, en varð þar afturreka. Fremur en að sætta sig við lög og leikreglur síns eigin félags og verkalýðshreyfingarinnar, ákvað Guðmundur að fara með starfsmannamál skrifstofu Eflingar í fjölmiðla og er það ástæða þess að fréttamaður hafði samband við mig á fimmtudaginn eins og áður sagði. Eftir að hafa fengið póst frá fréttamanni ákvað ég að ávarpa starfsfólk Eflingar í upphafi vinnudags á föstudaginn síðasta, en búið var að ákveða starfsmannafund á þeim tíma. Ég sagði við starfsfólk á þessum fundi að það væru tveir kostir í stöðunni. Annað hvort kæmi eitthvað skriflegt frá þeim sem myndi bera til baka ofstækisfullar lýsingar úr ályktun trúnaðarmanna og orð sem fréttamaður notaði um „ógnarstjórn“, eða að ég myndi segja af mér formennsku í félaginu. Það var ekki auðveld ákvörðun fyrir mig að stilla þessu upp svona en það er að mínu mati óhjákvæmilegt. Starf mitt með félagsfólki Eflingar, sem er réttlætisbarátta varðandi kjör og aðstæður verkafólks á vinnustöðum, hefur ekki trúverðugleika ef trúnaðarmenn starfsfólks Eflingar eru tilbúnir að fullyrða að ég reki hér vinnustað jafn slæman eða verri en þeir sem við höfum sjálf gagnrýnt. Ég lýsti því fyrir starfsfólki að fjölmiðlar hafa áður gert sér mikinn mat úr frásögnum fyrrum starfsmanna Eflingar um meinta glæpi og réttindabrot mín gegn þeim. Slíkar fréttir hafa ítrekað birst á forsíðum blaða og í sjónvarpsfréttum. Mikil orka og tími hefur farið í að verjast þessum ásökunum. Þessar herferðir hafa þannig skilað tilætluðum árangri jafnvel þótt engar þeirra hafi verið á rökum reistar, ekki frekar en alvarlegar ásakanir trúnaðarmanna um aftökulista, fyrirvaralausar uppsagnir og fleira. Ég lýsti því að skaðinn sem þetta myndi valda yrði mikill fyrir baráttu félagsins og hagsmuni félagsmanna. Ég myndi aldrei geta borið til baka sjálf þessar ásakanir, enda settar fram af trúnaðarmönnum vinnustaðarins í nafni starfsfólks. Aðeins starfsfólk gæti því kveðið upp dóm um réttmæti þessara ásakana. Ég vék af fundinum ásamt öðrum stjórnendum og tóku starfsmenn sér tíma fram að hádegi til að bregðast við og ræða saman. Niðurstaða fundar þeirra var ályktun sem send var til stjórnenda og önnur ályktun til RÚV. Í þessum ályktunum kemur fram afdráttarlaus staðfesting á þeim orðum sem var að finna í ályktun trúnaðarmanna frá í júní. Talað er á þeim nótum að alvarleg vandamál séu viðvarandi sem þurfi að leysa með fundahöldum og öðru. Krafist er aukins valds fyrir trúnaðarmenn vinnustaðarins og tíðari vinnustaðafunda, þar sem möguleg vanlíðan einstakra starfsmenna verði fundarefni. Í yfirlýsingu til RÚV er jafnframt engin tilraun gerð til að bera til baka ásakanir um ógnarstjórn. Ályktanirnar eru vantraustsyfirlýsing til mín og til allra þeirra sem bera ábyrgð á starfsmannamálum vinnustaðarins. Andstæðingar félagsins og þeirrar stefnu sem ég og stjórn félagsins hafa markað í baráttu verka- og láglaunafólks eru því miður margir. Með ákvörðun starsfólks Eflingar sl. föstudag um að standa staðfastlega við ýktar og ósanngjarnar lýsingar trúnaðarmanna á vinnustaðnum sem ég ber ábyrgð á hefur starfsfólk í reynd gefið samþykki sitt fyrir áframhaldandi neikvæðri umfjöllun og umræðu sem gerir mér illmögulegt að leiða baráttu félagsfólks. Ég kýs að útsetja mig ekki fyrir slíka útreið enn á ný, með tilheyrandi skaða fyrir baráttu Eflingar og Eflingarfélaga. Fremur kýs ég að hlíta þeirri afdráttarlausu vantraustsyfirlýsingu sem starfsfólk Eflingar hefur sent mér, félaginu og fjölmiðlum, sem gera starf mitt ómögulegt. Ég get ekki gegnt stöðu formanns í félaginu að svo komnu máli og hef ég tilkynnt stjórn Eflingar um afsögn mína. Mér þykir það ótrúlegt að það sé starfsfólk Eflingar sem í reynd hrekur mig úr starfi, með því að leyfa andstæðingum félagsins að hossa sér á ýkjum, lygum og rangfærslum um mig og samverkafólk mitt. Starfsfólk Eflingar hefur kosið að svipta mig því vopni sem hefur gert mér mögulegt að leiða sögulega og árangursríka baráttu verka- og láglaunafólks síðustu ár, mannorði mínu og trúverðugleika. Ég er full af þakklæti yfir því að hafa verið treyst af félagsfólki Eflingar til að leiða okkar baráttu og er ótrúlega stolt af þeim magnaða árangri sem við höfum náð á þeim stutta tíma sem ég hef verið formaður félagsins. Barátta Eflingarfélaga undanfarin ár hefur sýnt og sannað að með krafti og samstöðu vinnuaflsins þá náum við árangri. Með þau vopn í höndum getum við tekist á við allan mótbyr sama hversu óheiðarlegir og ómerkilegir andstæðingar okkar eru, hvar sem þeir leynast. Ég mun aldrei hætta í baráttu fyrir réttlæti fyrir okkur sem tilheyrum stétt verka- og láglaunafólks og þekkja lífið undir oki auðvaldskerfisins og láglaunastefnunnar.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira