Starfsmaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu staðfestir slysið og segir sjúkrabíl vera á vettvangi.
Hann segir að svo virðist sem slysið sé ekki alvarlegt og að vegfarandinn sé með meðvitund. Ekki sé þó hægt að útiloka meiðsli.
Að sögn sjónarvottar virðist hafa verið um hjólreiðamann að ræða en í kerfi slökkviliðsins er aðeins skráð slys á gangandi vegfaranda. Því er ekki unnt að staðfesta framburðinn að svo stöddu.