Málefnalegar ástæður fyrir því að 20 starfsmenn Landspítalans hafni bólusetningu Snorri Másson skrifar 31. október 2021 12:12 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans. Vísir/Egill Starfandi forstjóri Landspítalans segir að spítalinn hafi brugðist eins vel við og hann gat þegar hópsmit kom upp á hjartaskurðdeild. Hún kveðst skilja vel að aðstandendur séu sárir vegna málsins. Fimmtíu og átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, sem eru ívið færri en undanfarna daga. Kann það að skýrast af því að færri einkennasýni séu tekin um helgar. Tveir eru á gjörgæslu samkvæmt nýjustu uppýsingum. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítala, vill að fólk viðhafi persónubundnar sóttvarnir. „Ég segi það að fara varlega, nota grímur, það er ekki íþyngjandi að nota grímu og huga að handhreinsun. Það er alveg það minnsta sem við getum gert,“ segir Guðlaug. Nýlega kom fram að 480 starfsmenn á Landspítala væru ekki bólusettir en aðeins 20 þeirra hafa hafnað bólusetningu. „Það eru sárafáir sem eru ekki bólusettir, þeir eru í kringum 20 samkvæmt síðustu úttekt og ástæða þess að þeir eru ekki bólusettir eru mjög málefnalegar,“ segir Guðlaug. Að minnsta kosti fimm greindust með veiruna á hjartaskurðdeild í liðinni viku eftir að hópsýking kom upp. Sumir voru nýbúnir í opnum skurðaðgerðum og því í viðkvæmri stöðu og aðstandendur sem fréttastofa hefur rætt við hafa ekki lýst viðbrögðum spítalans sem fullnægjandi. Aðstandendur eru auðvitað sumir sárir og sjálfir sjúklingarnir að fá þetta áfall eftir svona erfiðar aðgerðir, hvað hefurðu við það fólk að segja? „Þetta er mjög erfitt þegar svona kemur upp og ég skil það mjög vel. En svona hlutir gerast þegar það eru smit í samfélaginu. Þá getur komið smit inn á spítalann, því miður, og það gerðist í þetta skiptið, því miður,“ segir Guðlaug. Og var brugðist nógu hratt við og látið nógu snemma vita af þessu? „Já, það var algerlega brugðist mjög vel við og algerlega nógu hratt, eins vel og við getum gert, þannig að þar var í raun og veru allt gert rétt,“ segir Guðlaug Rakel. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Afléttingar nú séu óábyrgar: Segir Landspítalann lekt fley í öldugangi Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir fyrirséða fimmtu bylgju kórónuveirufaraldursins hafa fyllt gjörgæslu Landspítalans upp í rjáfur auk þess sem hún hafi áhrif á alla aðra starfsemi spítalans. 30. október 2021 21:50 600 óbólusettir starfsmenn Landspítalans grafalvarlegt mál Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill vart trúa því að 600 starfsmenn Landspítalans séu óbólusettir og það hljóti að koma til álita hjá stjórnendum spítalans að breyta því hvaða afskipti þeir hafa af viðkvæmum sjúklingum. 27. október 2021 18:00 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Sjá meira
Fimmtíu og átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, sem eru ívið færri en undanfarna daga. Kann það að skýrast af því að færri einkennasýni séu tekin um helgar. Tveir eru á gjörgæslu samkvæmt nýjustu uppýsingum. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítala, vill að fólk viðhafi persónubundnar sóttvarnir. „Ég segi það að fara varlega, nota grímur, það er ekki íþyngjandi að nota grímu og huga að handhreinsun. Það er alveg það minnsta sem við getum gert,“ segir Guðlaug. Nýlega kom fram að 480 starfsmenn á Landspítala væru ekki bólusettir en aðeins 20 þeirra hafa hafnað bólusetningu. „Það eru sárafáir sem eru ekki bólusettir, þeir eru í kringum 20 samkvæmt síðustu úttekt og ástæða þess að þeir eru ekki bólusettir eru mjög málefnalegar,“ segir Guðlaug. Að minnsta kosti fimm greindust með veiruna á hjartaskurðdeild í liðinni viku eftir að hópsýking kom upp. Sumir voru nýbúnir í opnum skurðaðgerðum og því í viðkvæmri stöðu og aðstandendur sem fréttastofa hefur rætt við hafa ekki lýst viðbrögðum spítalans sem fullnægjandi. Aðstandendur eru auðvitað sumir sárir og sjálfir sjúklingarnir að fá þetta áfall eftir svona erfiðar aðgerðir, hvað hefurðu við það fólk að segja? „Þetta er mjög erfitt þegar svona kemur upp og ég skil það mjög vel. En svona hlutir gerast þegar það eru smit í samfélaginu. Þá getur komið smit inn á spítalann, því miður, og það gerðist í þetta skiptið, því miður,“ segir Guðlaug. Og var brugðist nógu hratt við og látið nógu snemma vita af þessu? „Já, það var algerlega brugðist mjög vel við og algerlega nógu hratt, eins vel og við getum gert, þannig að þar var í raun og veru allt gert rétt,“ segir Guðlaug Rakel.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Afléttingar nú séu óábyrgar: Segir Landspítalann lekt fley í öldugangi Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir fyrirséða fimmtu bylgju kórónuveirufaraldursins hafa fyllt gjörgæslu Landspítalans upp í rjáfur auk þess sem hún hafi áhrif á alla aðra starfsemi spítalans. 30. október 2021 21:50 600 óbólusettir starfsmenn Landspítalans grafalvarlegt mál Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill vart trúa því að 600 starfsmenn Landspítalans séu óbólusettir og það hljóti að koma til álita hjá stjórnendum spítalans að breyta því hvaða afskipti þeir hafa af viðkvæmum sjúklingum. 27. október 2021 18:00 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Sjá meira
Afléttingar nú séu óábyrgar: Segir Landspítalann lekt fley í öldugangi Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir fyrirséða fimmtu bylgju kórónuveirufaraldursins hafa fyllt gjörgæslu Landspítalans upp í rjáfur auk þess sem hún hafi áhrif á alla aðra starfsemi spítalans. 30. október 2021 21:50
600 óbólusettir starfsmenn Landspítalans grafalvarlegt mál Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill vart trúa því að 600 starfsmenn Landspítalans séu óbólusettir og það hljóti að koma til álita hjá stjórnendum spítalans að breyta því hvaða afskipti þeir hafa af viðkvæmum sjúklingum. 27. október 2021 18:00