Náttúruperla við ströndina sem fáir utan heimamanna vissu af Kristján Már Unnarsson skrifar 31. október 2021 07:57 Frá Rauðanesi við Þistilfjörð. Gönguleið er á steinboganum. KMU „Hér er mikil náttúruperla,“ segir jarðfræðingurinn Steingrímur J. Sigfússon um klettaströndina á Rauðanesi í Þistilfirði, sem lengi vel var nánast eins og vel varðveitt innansveitarleyndarmál, en ferðamenn hafa verið að „uppgötva“ á seinni árum. Í þættinum Um land allt má sjá myndir af þessari mögnuðu strandlengju en hún er skammt frá kirkjustaðnum Svalbarði, um þrjátíu kílómetra vestan Þórshafnar. Þar blasa við óvenju fjölskrúðugar klettamyndanir með gatklettum, vogum og hellum, sem brimið hefur sorfið inn í ströndina. Óvíða á landinu má sjá jafn marga gatkletta og þarnaKMU „Það voru bara heimamenn sem þekktu þessa stórkostlega fallegu strandlengju hérna - fallegar klettamyndanir, gatklettar og skútar,“ segir Steingrímur. „En nú er þetta að komast á kortið og er að verða býsna vinsæl gönguleið enda er hún ákaflega þægileg, örugg og hægt að sjá þetta á tveimur tímum eða svo. Og eru alveg stórkostlega falleg náttúrufyrirbæri hérna. Þetta er með fallegri klettaströndum sem gefur að líta, bara í landinu.“ Ferðamenn skoða fjölskrúðuga klettaströndina.KMU Og núna dregur þessi áður leynda perla að sér æ fleiri ferðamenn, jafnt innlenda sem erlenda. Á heimreiðinni að eyðibýlinu Völlum er búið að gera bílastæði og setja upp upplýsingaskilti við upphaf merktrar gönguleiðar, sem er um sjö kílómetra löng hringleið. Gatklettar, drangar og skútar prýða strandlengjuna.KMU „Ár frá ári er þetta að vaxa. Og er að gerast hér það sama, og hefur gerst víðar, að svona staðir fara að kynna sig sjálfir. Fólk er að senda myndir sem það tekur og segja frá og þessi staður er á bullandi uppleið hvað það snertir; að hér er aukin umferð ár frá ári," segir Steingrímur. Ferðamaður ljósmyndar lunda við gatklett.KMU „Og þetta er svæði sem er í raun og veru mjög aðgengilegt, rétt við þjóðveginn, og hægt að fara hér stuttar ferðir og sýna. Þetta er þurrlent þannig að það þolir alveg umferð og hefur margt að bjóða. Fyrir utan klettana og ströndina sjálfa er hér lundi yst á nesinu og svolítið af bjargfugli. Virkilega flottur staður.“ Og ferðaþjónusta styrkist í sveitinni. Á bænum Holti reka sauðfjárbændurnir Hildur Stefánsdóttir og Sigurður Þór Guðmundsson gistiheimili sem þau nefna Grástein en þau byrjuðu með tvö sumarhús vorið 2017. Gömlum útihúsum, sem áföst eru íbúðarhúsinu í Holti, var breytt í gistiheimili.Einar Árnason „Það er miklu meiri eftirspurn en við þorðum að vona. Og eins og maður var svartsýnn í byrjun sumars í fyrra og núna þá eru þetta bara að verða toppsumrin hjá okkur,“ segir Hildur. Hér má sjá kafla úr þættinum en hann er endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 16:50. Um land allt Svalbarðshreppur Ferðamennska á Íslandi Fuglar Tengdar fréttir Íslenskt forystufé fari á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu Ráðamenn forystufjársetursins í Þistilfirði vinna að því að íslenskir forystusauðir verði skilgreindir sem dýrategund í útrýmingarhættu og fari jafnvel á heimsminjaskrá sem menningarminjar. Þeir segja íslenska forystuféð einstakt í heiminum. 25. október 2021 21:21 Jarðfræðingurinn kom upp þegar Steingrímur lýsti æskuslóðunum „Hér hefur mitt heimili staðið alla mína tíð, eða mitt lögheimili. Hér er ég fæddur í húsinu og uppalinn og haft mitt lögheimili hér. Og gert út héðan alla mína þingmannstíð,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þar sem hann stendur við gamla íbúðarhúsið á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. 20. október 2021 14:02 Eiginmanninum færður kaffisopinn út á túnið Á bænum Holti í Þistilfirði eru þau Hildur Stefánsdóttir og Sigurður Þór Guðmundsson komin á ról fyrir allar aldir, hún að undirbúa morgunverð fyrir ferðamennina en hann að afla heyja fyrir búsmalann en þau reka bæði gistiheimili og sauðfjárbú. 24. október 2021 08:12 Mest lesið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Lífið Fleiri fréttir Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Sjá meira
Í þættinum Um land allt má sjá myndir af þessari mögnuðu strandlengju en hún er skammt frá kirkjustaðnum Svalbarði, um þrjátíu kílómetra vestan Þórshafnar. Þar blasa við óvenju fjölskrúðugar klettamyndanir með gatklettum, vogum og hellum, sem brimið hefur sorfið inn í ströndina. Óvíða á landinu má sjá jafn marga gatkletta og þarnaKMU „Það voru bara heimamenn sem þekktu þessa stórkostlega fallegu strandlengju hérna - fallegar klettamyndanir, gatklettar og skútar,“ segir Steingrímur. „En nú er þetta að komast á kortið og er að verða býsna vinsæl gönguleið enda er hún ákaflega þægileg, örugg og hægt að sjá þetta á tveimur tímum eða svo. Og eru alveg stórkostlega falleg náttúrufyrirbæri hérna. Þetta er með fallegri klettaströndum sem gefur að líta, bara í landinu.“ Ferðamenn skoða fjölskrúðuga klettaströndina.KMU Og núna dregur þessi áður leynda perla að sér æ fleiri ferðamenn, jafnt innlenda sem erlenda. Á heimreiðinni að eyðibýlinu Völlum er búið að gera bílastæði og setja upp upplýsingaskilti við upphaf merktrar gönguleiðar, sem er um sjö kílómetra löng hringleið. Gatklettar, drangar og skútar prýða strandlengjuna.KMU „Ár frá ári er þetta að vaxa. Og er að gerast hér það sama, og hefur gerst víðar, að svona staðir fara að kynna sig sjálfir. Fólk er að senda myndir sem það tekur og segja frá og þessi staður er á bullandi uppleið hvað það snertir; að hér er aukin umferð ár frá ári," segir Steingrímur. Ferðamaður ljósmyndar lunda við gatklett.KMU „Og þetta er svæði sem er í raun og veru mjög aðgengilegt, rétt við þjóðveginn, og hægt að fara hér stuttar ferðir og sýna. Þetta er þurrlent þannig að það þolir alveg umferð og hefur margt að bjóða. Fyrir utan klettana og ströndina sjálfa er hér lundi yst á nesinu og svolítið af bjargfugli. Virkilega flottur staður.“ Og ferðaþjónusta styrkist í sveitinni. Á bænum Holti reka sauðfjárbændurnir Hildur Stefánsdóttir og Sigurður Þór Guðmundsson gistiheimili sem þau nefna Grástein en þau byrjuðu með tvö sumarhús vorið 2017. Gömlum útihúsum, sem áföst eru íbúðarhúsinu í Holti, var breytt í gistiheimili.Einar Árnason „Það er miklu meiri eftirspurn en við þorðum að vona. Og eins og maður var svartsýnn í byrjun sumars í fyrra og núna þá eru þetta bara að verða toppsumrin hjá okkur,“ segir Hildur. Hér má sjá kafla úr þættinum en hann er endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 16:50.
Um land allt Svalbarðshreppur Ferðamennska á Íslandi Fuglar Tengdar fréttir Íslenskt forystufé fari á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu Ráðamenn forystufjársetursins í Þistilfirði vinna að því að íslenskir forystusauðir verði skilgreindir sem dýrategund í útrýmingarhættu og fari jafnvel á heimsminjaskrá sem menningarminjar. Þeir segja íslenska forystuféð einstakt í heiminum. 25. október 2021 21:21 Jarðfræðingurinn kom upp þegar Steingrímur lýsti æskuslóðunum „Hér hefur mitt heimili staðið alla mína tíð, eða mitt lögheimili. Hér er ég fæddur í húsinu og uppalinn og haft mitt lögheimili hér. Og gert út héðan alla mína þingmannstíð,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þar sem hann stendur við gamla íbúðarhúsið á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. 20. október 2021 14:02 Eiginmanninum færður kaffisopinn út á túnið Á bænum Holti í Þistilfirði eru þau Hildur Stefánsdóttir og Sigurður Þór Guðmundsson komin á ról fyrir allar aldir, hún að undirbúa morgunverð fyrir ferðamennina en hann að afla heyja fyrir búsmalann en þau reka bæði gistiheimili og sauðfjárbú. 24. október 2021 08:12 Mest lesið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Lífið Fleiri fréttir Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Sjá meira
Íslenskt forystufé fari á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu Ráðamenn forystufjársetursins í Þistilfirði vinna að því að íslenskir forystusauðir verði skilgreindir sem dýrategund í útrýmingarhættu og fari jafnvel á heimsminjaskrá sem menningarminjar. Þeir segja íslenska forystuféð einstakt í heiminum. 25. október 2021 21:21
Jarðfræðingurinn kom upp þegar Steingrímur lýsti æskuslóðunum „Hér hefur mitt heimili staðið alla mína tíð, eða mitt lögheimili. Hér er ég fæddur í húsinu og uppalinn og haft mitt lögheimili hér. Og gert út héðan alla mína þingmannstíð,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þar sem hann stendur við gamla íbúðarhúsið á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. 20. október 2021 14:02
Eiginmanninum færður kaffisopinn út á túnið Á bænum Holti í Þistilfirði eru þau Hildur Stefánsdóttir og Sigurður Þór Guðmundsson komin á ról fyrir allar aldir, hún að undirbúa morgunverð fyrir ferðamennina en hann að afla heyja fyrir búsmalann en þau reka bæði gistiheimili og sauðfjárbú. 24. október 2021 08:12
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið