Fallegt að tilveruréttur þeirra „sé jafn mikill og þeirra sem æfa hefðbundnar íþróttir eins og knattspyrnu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. október 2021 10:01 Rafíþróttir njóta vaxandi vinsælda. vísir Rafíþróttir njóta vaxandi vinsælda hér á landi og eru biðlistar í nær allar rafíþróttadeildir á landinu. Á Eskifirði er sportið jafn vinsælt og fótboltaæfingar en áhersla er lög á samskipti og hreyfingu barna á rafíþróttaæfingum. Rafíþróttir eru ungt fyrirbæri sem hefur sprungið út á skömmum tíma hér á landi fyrir tilstilli Rafíþróttasamtaka Íslands sem eru regnhlífasamtök fyrir öll þau félög sem stunda rafíþróttir. 37 aðildarfélög eru í samtökunum og bætir hratt í hópinn. „Undirliggjandi hugmyndin er sú að rafírþóttir eigi að kenna iðkendum að nýta hverja mínútu af spilun sem best til þess að það þurfi færri mínútur af spilun, bæði til að uppfylla þorsta í tölvuna og líka til þess að bæta sig,“ sagði Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands. Ólafur Hrafn Steinsson stofnaði Rafíþróttasamtök Íslands. Hann er formaður samtakanna.stöð2 Ólafur stofnaði samtökin árið 2018 og segir að hægt sé að þjálfa rafíþróttir eins og hverja aðra íþrótt. Í dag á fólk nefnilega raunhæfan möguleika á að verða atvinnumenn í greininni. „Nú höfum við eitthvað markmið. Við höfum þessa atvinnumennsku til að beina krökkunum í áttina að og við getum sagt: Til þess að komast þangað þá þarftu að vera í góðu formi, þú þarft að vera frábær liðsfélagi, þarft að sinna skyldunum innan liðsins. Þú þarft ekki bara að vera góður í tölvuleiknum.“ Leggja áherslu á hreyfingu barna „Það er vísindalega sannað og það er mælanlegur árangur af því að bætt líkamlegt form eykur getuna þína. Því þú ert að vinna með snerpu og mjög nákvæmar hreyfingar,“ sagði Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands. Aron Ólafsson er framkvæmdstjóri Rafíþróttasamtaka Íslands.stöð2 „Ungmennin taka það sem þau læra á æfingu og heimfæra það á spilun heima hjá sér þannig að hún verður líka heilbrigðari af því að þau komast að því og hugsa: „Heyrðu mér líður bara betur ef að ég hreyfi mig áður en ég fer að spila“ og þetta er ekki einhver sannleikur sem við getum treyst á að tíu til fimmtán ára ungmenni finni út sjálf,“ sagði Ólafur Hrafn. Einu barni frá því að rafíþróttirnar nái knattspyrnunni Mörg íþróttafélög hafa rafíþróttadeild innan sinna banda sem nýtur mikilla vinsælda meðal barna en á flestum stöðum eru biðlistar þar sem mörgum félögum vantar fleiri tölvur til þess að börn komist að. „Til dæmis eins og á Eskifirði þar erum við að tala um að það vantar einn krakka upp á að rafíþróttadeildin sé jafn stór og knattspyrnudeildin. Og hjá Þór á Akureyri er þetta orðin næst stærsta deildin innan Þórs, stærri en körfuboltadeildin, þeir eru bara á eftir knattspyrnunni núna,“ sagði Aron. Bjarki Már Sigurðsson er yfirþjálfari rafíþróttadeildar Fylkis.stöð2 BBjarki Már Sigurðsson er yfirþjálfari rafíþróttadeildar Fylkis. Á einu ári æfa um tvö hundruð börn rafíþróttir hjá félaginu, sum með drauma um atvinnumennsku í sportinu en önnur sækja í félagsskapinn. „Hefðbundin æfing er þrískipt. Hún myndi alltaf byrja á hreyfingu og svo fá börnin fræðslu um ýmsa þætti rafíþrótta sem getur verið allt frá því hvernig við sitjum eða um hugarfar í leikjunum og svo er spilun þar sem krakkarnir spila saman ýmsa leiki,“ sagði Bjarki Freyr Sigurðsson. Á rafíþróttaæfingum er áhersla meðal annars lögð á hreyfingu, rétta líkamsstöðu, leikjatækni og samskipti.stöð2 Sjá börnin blómstra Bjarki segir að börn sem jafnvel hafi einangrað sig eða misst tengsl við jafnaldra sína blómstri mörg á æfingum og finnist þau í fyrsta sinn tilheyra hópi. „Svo þegar þau eru komin í þessar aðstæður þar sem þeim er hjálpað í gegnum það og tengd við krakka sem deila áhugamálinu. Þannig þau séu ekki að mæta fordómum eða stríðni heldur mæti skilning og hvatningu. Þá getur þú aflæst persónuleikanum ansi mikið og það er ótrúlegt að sjá hvað krakkar geta blómstrað hratt og hvernig þetta getur líka hjálpað þeim að takast á við eigin tilfinningar,“ sagði Ólafur Hrafn. „Og svo sér maður bara þegar vikurnar líða hvernig þau vaxa og dafna og byrja að blómstra í starfinu hjá okkur og það er alltaf mjög gaman að sjá,“ sagði Bjarki Freyr. „Þau félög sem hafa farið af stað og þá sérstaklega úti á landi þau finna strax að það gjörbreytist allt í samfélaginu því það eru svo margir krakkar sem ganga til liðs við rafíþróttirnar og hafa ekki tilheyrt einhverju íþróttafélagi eða íþróttahreyfingu áður. Og mæta núna í sjoppuna merkt ungmennafélagstreyjunni og tilheyra þessari íþróttamenningu og það er það sem við erum að reyna að skapa. Það er svo fallegt að sjá að tilveruréttur þeirra í merktum treyjum er jafn mikill og þeirra sem sem æfa kannski hefðbundnar íþróttir eins og knattspyrnu,“ sagði Aron. Í dag er raunhæfur möguleiki á atvinnumensku í sportinu.stöð2 Stærstu mistökin að færa tölvurnar inn í herbergin Í gegnum tíðina hefur oft verið litið á tölvuleikjaspil sem neikvæðan hlut. Margir foreldrar hræðast mikla spilun barna sinna því henni getur fylgt einangrun og í einhverjum tilvikum tölvufíkn. „Ég hef oft sagt að stærstu mistök sem við gerðum varðandi tölvurnar, við gerðum þau fyrir fimmtíu árum síðan þegar við ákváðum að setja þær inn í herbergin. Það hefur ekki verið í hávegum haft í samfélaginu síðustu tuttugu ár að byggja sameiginleg rými eins og þetta þar sem fólk getur komið saman og notið þessa sívaxandi áhugamáls sem tölvurnar eru. Við höfum ekki brugðist við þessari þróun nógu snemma og upp er komin menning þar sem þetta áhugamál sem er að grípa heiminn var í boði inni í herbegi einn.“ Á æfingum fylgist þjálfari með líkamsbeitingu barna og er áhersla lögð á heilbrigða notkun tölvuleikja. „Þegar ég var yngri að spila Nitendo, ég hef örugglega spilað jafn mikið og krakkar í dag. En af því að þetta voru ég og þrír vinir saman í stofunni heima þá leit það miklu betur út heldur en ef ég hefði verið einn,“ sagði Ólafur Hrafn. Rafíþróttasamtökin voru stofnuð árið 2018 og fara ört vaxandi.stöð2 Ólafur segir að starfið hafi að miklu leyti farið fram fyrir tilstilli sjálfboðavinnu. Nú vanti aukið fjármagn frá hinu opinbera. „Við erum að mínu mati búin að sanna svolítið grunninn. Þú getur tekið utan um krakka sem hafa þetta áhugamál, framkallað mjög jákvæð áhrif bæði fyrir krakkana, heima fyrir og í skólanum og viðar. Nú þurfum við að taka næsta skref. Nú þarf ríki og borg að stíga inn í og koma með okkur, meira en þau hafa þegar gert,“ sagði Ólafur Hrafn. Framtíðin björt „Það er alveg klárt mál að með svona flott ungmennastarf þá er bara tímaspursmál hvenær við komumst á þann stað að vera með þeim bestu í heimi,“ sagði Bjarki Freyr. „Við erum rétt að byrja, það er alveg á hreinu. Ég held að það segi sig bara sjálft að eiginlega allar rafíþróttadeildir á landinu eru með biðlista, það eru stanslaust að spretta upp nýjar deildir og ný framtök á þessu sviði,“ sagði Ólafur Hrafn. „Við eigum flotta rafírþóttaleikmenn og ég hef fulla trú á því að á næstu árunum sjáum við okkur vera þarna með enn fleiri atvinnumenn,“ sagði Aron. Rafíþróttir Börn og uppeldi Fylkir Leikjavísir Krakkar Tengdar fréttir Ein dýrasta útsending sögunnar muni skila milljörðum í þjóðarbúið Ein dýrasta sjónvarpsútsending Íslandssögunnar fer nú fram í Laugardalshöll þar sem heimsmeistaramót í rafíþrótt fer fram. Reiknað er með að mótið skili nokkrum milljörðum í þjóðarbúið og að áhorfið sé meira en á Eurovision. 6. október 2021 21:31 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
Rafíþróttir eru ungt fyrirbæri sem hefur sprungið út á skömmum tíma hér á landi fyrir tilstilli Rafíþróttasamtaka Íslands sem eru regnhlífasamtök fyrir öll þau félög sem stunda rafíþróttir. 37 aðildarfélög eru í samtökunum og bætir hratt í hópinn. „Undirliggjandi hugmyndin er sú að rafírþóttir eigi að kenna iðkendum að nýta hverja mínútu af spilun sem best til þess að það þurfi færri mínútur af spilun, bæði til að uppfylla þorsta í tölvuna og líka til þess að bæta sig,“ sagði Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands. Ólafur Hrafn Steinsson stofnaði Rafíþróttasamtök Íslands. Hann er formaður samtakanna.stöð2 Ólafur stofnaði samtökin árið 2018 og segir að hægt sé að þjálfa rafíþróttir eins og hverja aðra íþrótt. Í dag á fólk nefnilega raunhæfan möguleika á að verða atvinnumenn í greininni. „Nú höfum við eitthvað markmið. Við höfum þessa atvinnumennsku til að beina krökkunum í áttina að og við getum sagt: Til þess að komast þangað þá þarftu að vera í góðu formi, þú þarft að vera frábær liðsfélagi, þarft að sinna skyldunum innan liðsins. Þú þarft ekki bara að vera góður í tölvuleiknum.“ Leggja áherslu á hreyfingu barna „Það er vísindalega sannað og það er mælanlegur árangur af því að bætt líkamlegt form eykur getuna þína. Því þú ert að vinna með snerpu og mjög nákvæmar hreyfingar,“ sagði Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands. Aron Ólafsson er framkvæmdstjóri Rafíþróttasamtaka Íslands.stöð2 „Ungmennin taka það sem þau læra á æfingu og heimfæra það á spilun heima hjá sér þannig að hún verður líka heilbrigðari af því að þau komast að því og hugsa: „Heyrðu mér líður bara betur ef að ég hreyfi mig áður en ég fer að spila“ og þetta er ekki einhver sannleikur sem við getum treyst á að tíu til fimmtán ára ungmenni finni út sjálf,“ sagði Ólafur Hrafn. Einu barni frá því að rafíþróttirnar nái knattspyrnunni Mörg íþróttafélög hafa rafíþróttadeild innan sinna banda sem nýtur mikilla vinsælda meðal barna en á flestum stöðum eru biðlistar þar sem mörgum félögum vantar fleiri tölvur til þess að börn komist að. „Til dæmis eins og á Eskifirði þar erum við að tala um að það vantar einn krakka upp á að rafíþróttadeildin sé jafn stór og knattspyrnudeildin. Og hjá Þór á Akureyri er þetta orðin næst stærsta deildin innan Þórs, stærri en körfuboltadeildin, þeir eru bara á eftir knattspyrnunni núna,“ sagði Aron. Bjarki Már Sigurðsson er yfirþjálfari rafíþróttadeildar Fylkis.stöð2 BBjarki Már Sigurðsson er yfirþjálfari rafíþróttadeildar Fylkis. Á einu ári æfa um tvö hundruð börn rafíþróttir hjá félaginu, sum með drauma um atvinnumennsku í sportinu en önnur sækja í félagsskapinn. „Hefðbundin æfing er þrískipt. Hún myndi alltaf byrja á hreyfingu og svo fá börnin fræðslu um ýmsa þætti rafíþrótta sem getur verið allt frá því hvernig við sitjum eða um hugarfar í leikjunum og svo er spilun þar sem krakkarnir spila saman ýmsa leiki,“ sagði Bjarki Freyr Sigurðsson. Á rafíþróttaæfingum er áhersla meðal annars lögð á hreyfingu, rétta líkamsstöðu, leikjatækni og samskipti.stöð2 Sjá börnin blómstra Bjarki segir að börn sem jafnvel hafi einangrað sig eða misst tengsl við jafnaldra sína blómstri mörg á æfingum og finnist þau í fyrsta sinn tilheyra hópi. „Svo þegar þau eru komin í þessar aðstæður þar sem þeim er hjálpað í gegnum það og tengd við krakka sem deila áhugamálinu. Þannig þau séu ekki að mæta fordómum eða stríðni heldur mæti skilning og hvatningu. Þá getur þú aflæst persónuleikanum ansi mikið og það er ótrúlegt að sjá hvað krakkar geta blómstrað hratt og hvernig þetta getur líka hjálpað þeim að takast á við eigin tilfinningar,“ sagði Ólafur Hrafn. „Og svo sér maður bara þegar vikurnar líða hvernig þau vaxa og dafna og byrja að blómstra í starfinu hjá okkur og það er alltaf mjög gaman að sjá,“ sagði Bjarki Freyr. „Þau félög sem hafa farið af stað og þá sérstaklega úti á landi þau finna strax að það gjörbreytist allt í samfélaginu því það eru svo margir krakkar sem ganga til liðs við rafíþróttirnar og hafa ekki tilheyrt einhverju íþróttafélagi eða íþróttahreyfingu áður. Og mæta núna í sjoppuna merkt ungmennafélagstreyjunni og tilheyra þessari íþróttamenningu og það er það sem við erum að reyna að skapa. Það er svo fallegt að sjá að tilveruréttur þeirra í merktum treyjum er jafn mikill og þeirra sem sem æfa kannski hefðbundnar íþróttir eins og knattspyrnu,“ sagði Aron. Í dag er raunhæfur möguleiki á atvinnumensku í sportinu.stöð2 Stærstu mistökin að færa tölvurnar inn í herbergin Í gegnum tíðina hefur oft verið litið á tölvuleikjaspil sem neikvæðan hlut. Margir foreldrar hræðast mikla spilun barna sinna því henni getur fylgt einangrun og í einhverjum tilvikum tölvufíkn. „Ég hef oft sagt að stærstu mistök sem við gerðum varðandi tölvurnar, við gerðum þau fyrir fimmtíu árum síðan þegar við ákváðum að setja þær inn í herbergin. Það hefur ekki verið í hávegum haft í samfélaginu síðustu tuttugu ár að byggja sameiginleg rými eins og þetta þar sem fólk getur komið saman og notið þessa sívaxandi áhugamáls sem tölvurnar eru. Við höfum ekki brugðist við þessari þróun nógu snemma og upp er komin menning þar sem þetta áhugamál sem er að grípa heiminn var í boði inni í herbegi einn.“ Á æfingum fylgist þjálfari með líkamsbeitingu barna og er áhersla lögð á heilbrigða notkun tölvuleikja. „Þegar ég var yngri að spila Nitendo, ég hef örugglega spilað jafn mikið og krakkar í dag. En af því að þetta voru ég og þrír vinir saman í stofunni heima þá leit það miklu betur út heldur en ef ég hefði verið einn,“ sagði Ólafur Hrafn. Rafíþróttasamtökin voru stofnuð árið 2018 og fara ört vaxandi.stöð2 Ólafur segir að starfið hafi að miklu leyti farið fram fyrir tilstilli sjálfboðavinnu. Nú vanti aukið fjármagn frá hinu opinbera. „Við erum að mínu mati búin að sanna svolítið grunninn. Þú getur tekið utan um krakka sem hafa þetta áhugamál, framkallað mjög jákvæð áhrif bæði fyrir krakkana, heima fyrir og í skólanum og viðar. Nú þurfum við að taka næsta skref. Nú þarf ríki og borg að stíga inn í og koma með okkur, meira en þau hafa þegar gert,“ sagði Ólafur Hrafn. Framtíðin björt „Það er alveg klárt mál að með svona flott ungmennastarf þá er bara tímaspursmál hvenær við komumst á þann stað að vera með þeim bestu í heimi,“ sagði Bjarki Freyr. „Við erum rétt að byrja, það er alveg á hreinu. Ég held að það segi sig bara sjálft að eiginlega allar rafíþróttadeildir á landinu eru með biðlista, það eru stanslaust að spretta upp nýjar deildir og ný framtök á þessu sviði,“ sagði Ólafur Hrafn. „Við eigum flotta rafírþóttaleikmenn og ég hef fulla trú á því að á næstu árunum sjáum við okkur vera þarna með enn fleiri atvinnumenn,“ sagði Aron.
Rafíþróttir Börn og uppeldi Fylkir Leikjavísir Krakkar Tengdar fréttir Ein dýrasta útsending sögunnar muni skila milljörðum í þjóðarbúið Ein dýrasta sjónvarpsútsending Íslandssögunnar fer nú fram í Laugardalshöll þar sem heimsmeistaramót í rafíþrótt fer fram. Reiknað er með að mótið skili nokkrum milljörðum í þjóðarbúið og að áhorfið sé meira en á Eurovision. 6. október 2021 21:31 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
Ein dýrasta útsending sögunnar muni skila milljörðum í þjóðarbúið Ein dýrasta sjónvarpsútsending Íslandssögunnar fer nú fram í Laugardalshöll þar sem heimsmeistaramót í rafíþrótt fer fram. Reiknað er með að mótið skili nokkrum milljörðum í þjóðarbúið og að áhorfið sé meira en á Eurovision. 6. október 2021 21:31