Við hverju má búast á COP26? Dr. Bryony Mathew skrifar 29. október 2021 17:00 COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. Í næstum 30 ár hafa Sameinuðu þjóðirnar safnað saman fulltrúum frá nánast öllum löndum á jörðinni á alþjóðlega loftslagsráðstefnu sem kallast „ráðstefna aðila“ (Conference of the Parties) eða COP í stuttu máli. Í ár verður 26. leiðtogafundurinn, þess vegna heitir ráðstefnan COP26. Bretland tekur við sem forseti ráðstefnunnar og því mun COP26 fara fram í Bretlandi, nánar tiltekið í Glasgow í Skotlandi frá 31. október til 12. nóvember. Í aðdraganda COP26 hefur Bretland unnið með öllum þjóðum, þar á meðal Íslandi, að því að ná samkomulagi um hvernig best sé að bregðast við loftslagsbreytingum. Það eru fjögur mikilvæg markmið fyrir COP26:[https://ukcop26.org/cop26-goals/] Tryggja alþjóðlegt kolefnishlutleysi og halda 1,5 gráðu markmiðinu innan seilingar með því að þjóðir setji sér markmið fyrir 2030. Vinna að áætlun um aðlögun til að vernda samfélög og náttúruleg búsvæði. Virkja fjármögnun frá ríkari þjóðum heimsins til að komast að samkomulagi um 100 milljarða dollara árlega fjármögnun og virkja fjármálakerfið í átt að kolefnishlutleysi. Vinna saman að því að skila árangri, þar á meðal að leggja lokahönd á reglubók parísarsamkomulagsins og auka samvinnu ríkja, viðskiptalífsins og borgaralegs samfélags. Hvað mun eiginlega gerast á COP26? Ráðstefnan hefst formlega mánudaginn 1. nóvember með tveggja daga leiðtogafundi þjóða heimsins. Markmiðið með þessum tveimur dögum er að leiðtogar heimsins komi saman undir einu þaki og komi sér saman um að senda sameiginleg skilaboð til heimsins: Loftslagsbreytingar eru aðkallandi og aðeins hægt að leysa með sameiginlegum aðgerðum. Umfram allt þurfa þeir líka að viðurkenna neyð fátækustu og viðkvæmustu samfélaga heimsins. Næsta eina og hálfa vikan á ráðstefnunni fer í nánari samningaviðræður og byggir á kjarna „þemadögum“, það eru svið sem eru sérstaklega mikilvæg fyrir COP26 markmiðin, til dæmis jafnrétti kynjanna, orkumál og fjármál. Hver þessara daga mun tilkynna eitt áhersluatriði, hafa hliðarviðburði, hringborð og aðrar uppákomur. Allir formlegir viðburðir fara fram á því sem kallað er „bláa svæðið“, þar sem aðeins viðurkenndir fulltrúar á vegum þjóðríkja hafa aðgang. Hinn mjög mikilvægi hluti COP26 fer fram á „græna svæðinu“, sem er opið almenningi, hýsir borgaralegt samfélag, ungmenni, viðskiptalífið, fræðimenn og listasamfélagið. Markmið Bretlands var að hafa þátttöku án aðgreiningar og við lögðum okkur fram um að veita aðgang að bóluefnum og styðja við þátttöku þeirra sem hallar á svo sem flestir myndu fá að kynnast því besta sem er að gerast í loftslagsmálum. Það sem er framundan er gríðarlega spennandi dagskrá viðburða sem miða að því að COP26 sé ekki spjallhópur eða myndatækifæri heldur viðburður sem hefur fram að færa praktískar lausnir sem snerta allar hliðar okkar daglega lífs á þessari viðkvæmu plánetu. Höfundur er Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bretland Umhverfismál Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Bryony Mathew Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Sjá meira
COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. Í næstum 30 ár hafa Sameinuðu þjóðirnar safnað saman fulltrúum frá nánast öllum löndum á jörðinni á alþjóðlega loftslagsráðstefnu sem kallast „ráðstefna aðila“ (Conference of the Parties) eða COP í stuttu máli. Í ár verður 26. leiðtogafundurinn, þess vegna heitir ráðstefnan COP26. Bretland tekur við sem forseti ráðstefnunnar og því mun COP26 fara fram í Bretlandi, nánar tiltekið í Glasgow í Skotlandi frá 31. október til 12. nóvember. Í aðdraganda COP26 hefur Bretland unnið með öllum þjóðum, þar á meðal Íslandi, að því að ná samkomulagi um hvernig best sé að bregðast við loftslagsbreytingum. Það eru fjögur mikilvæg markmið fyrir COP26:[https://ukcop26.org/cop26-goals/] Tryggja alþjóðlegt kolefnishlutleysi og halda 1,5 gráðu markmiðinu innan seilingar með því að þjóðir setji sér markmið fyrir 2030. Vinna að áætlun um aðlögun til að vernda samfélög og náttúruleg búsvæði. Virkja fjármögnun frá ríkari þjóðum heimsins til að komast að samkomulagi um 100 milljarða dollara árlega fjármögnun og virkja fjármálakerfið í átt að kolefnishlutleysi. Vinna saman að því að skila árangri, þar á meðal að leggja lokahönd á reglubók parísarsamkomulagsins og auka samvinnu ríkja, viðskiptalífsins og borgaralegs samfélags. Hvað mun eiginlega gerast á COP26? Ráðstefnan hefst formlega mánudaginn 1. nóvember með tveggja daga leiðtogafundi þjóða heimsins. Markmiðið með þessum tveimur dögum er að leiðtogar heimsins komi saman undir einu þaki og komi sér saman um að senda sameiginleg skilaboð til heimsins: Loftslagsbreytingar eru aðkallandi og aðeins hægt að leysa með sameiginlegum aðgerðum. Umfram allt þurfa þeir líka að viðurkenna neyð fátækustu og viðkvæmustu samfélaga heimsins. Næsta eina og hálfa vikan á ráðstefnunni fer í nánari samningaviðræður og byggir á kjarna „þemadögum“, það eru svið sem eru sérstaklega mikilvæg fyrir COP26 markmiðin, til dæmis jafnrétti kynjanna, orkumál og fjármál. Hver þessara daga mun tilkynna eitt áhersluatriði, hafa hliðarviðburði, hringborð og aðrar uppákomur. Allir formlegir viðburðir fara fram á því sem kallað er „bláa svæðið“, þar sem aðeins viðurkenndir fulltrúar á vegum þjóðríkja hafa aðgang. Hinn mjög mikilvægi hluti COP26 fer fram á „græna svæðinu“, sem er opið almenningi, hýsir borgaralegt samfélag, ungmenni, viðskiptalífið, fræðimenn og listasamfélagið. Markmið Bretlands var að hafa þátttöku án aðgreiningar og við lögðum okkur fram um að veita aðgang að bóluefnum og styðja við þátttöku þeirra sem hallar á svo sem flestir myndu fá að kynnast því besta sem er að gerast í loftslagsmálum. Það sem er framundan er gríðarlega spennandi dagskrá viðburða sem miða að því að COP26 sé ekki spjallhópur eða myndatækifæri heldur viðburður sem hefur fram að færa praktískar lausnir sem snerta allar hliðar okkar daglega lífs á þessari viðkvæmu plánetu. Höfundur er Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun