Þetta kemur fram á vef eftirlitsins þar sem rannsókn þess á samrunanum hafi verið umfangsmikil, en fyrirtækin starfa bæði bæði við framleiðslu og þjónustu búnaðar sem notaður er til matvælavinnslu.
Leitaði eftirlitið sjónarmiða keppinauta og viðskiptavina fyrirtækjanna og bárust á annan tug athugasemda frá löndum í Evrópu, Norður-Ameríku og Eyjaálfu.
Samandregið beindust innsendar athugasemdir einkum að því að samrunaaðilar hafa báðir yfir að ráða tækni við vatnsskurð og stýringu vatnsskurðar sem vernduð er með einkaleyfum og skapar samrunaaðilum verulegt samkeppnisforskot, að mati margra umsagnaraðila. Auk þess töldu sumir keppinautar samrunaaðila að sameinað fyrirtæki myndi ná mjög sterkri stöðu í Evrópu á sviði tækja og búnaðar til frekari vinnslu á fiski.
Áhyggjur af mögulegri einokunarstöðu Marels
Í mati Samkeppniseftirlitsins, sem lesa má hér, kemur meðal annars fram að Í samtölunum eftirlitsins við viðskiptavini fyrirtæljanna hafi komið fram að Valka og Marel séu einu tvö fyrirtækin sem framleiði og selji vatnsskurðarvélar tengdar röntgentækni fyrir fisk á heimsvísu.

Fyrir samrunann væri því ekki mikil samkeppni. Eftir samrunann komi Marel þannig til með að vera í einokunarstöðu á markaðnum sem komi til með að gera viðskiptavinum erfitt fyrir að semja við Marel, að mati viðskiptavina fyrirtækjanna.
Samkeppniseftirlitsins er komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekki sé tilefni til íhlutunar vegna samrunans og kemur það einkum til af tvennu.
Í fyrsta lagi vegna þess að samkeppnislegt aðhald sé til staðar af hálfu sterkra alþjóðlegra fyrirtækja í sölu og þjónustu hér á landi og í öðru lagi vegna þess að viðskiptavinir myndu leita til erlendra fyrirtækja ef fyrirtæki hér á landi uppfylltu ekki þarfir þeirra þegar kæmi að vöruframboði, verði eða gæðum.