Hundruð milljóna króna deila um leigumál send aftur í hérað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2021 15:10 Deilan snerist um leigugreiðslur á þessu hóteli, gráu byggingunni fyrir miðju. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í hundruð milljóna krónu deilu Íþaka fasteigna og Fosshótela um leigugreiðslur vegna Fosshótels við Höfðatorg. Héraðsdómur þarf því að taka málið aftur fyrir. Málið snýst um leigugreiðslur Fosshótela til Íþöku vegna Fosshótels við Höfðatorg í kórónuveirufaraldrinum. Hótelinu var lokað í mars 2020 vegna faraldursins og hættu rekstraraðilar hótelsins að greiða eigenda fasteignarinnar, Íþöku, leigu, alls frá 1. apríl 2020 til 1. september sama ár. Fosshótel bar fyrir sig að félaginu bæri ekki að greiða leigu fyrir umrætt tímabil meðal annars á grundvelli ákvæðis í leigusamningnum um ófyrirséð og ófyrirsjáanleg atvik, ólögfestri reglu kröfuréttar um óviðráðanleg ytri atvik, svokallað force majeure. Íþaka krafðist hins vegar að fá leiguna greidda, alls um 420 milljónir króna fyrir umrætt tímabil. Dæmt í héraðsdómi til að greiða hálfa leigu Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að Fosshótel bæri að greiða hálfa húsaleigu fyrir umrætt tímabil. Eftir dóm héraðsdóms óskaði Íþaka eftir því að málinu yrði skotið beint til Hæstaréttar, framhjá millidómstiginu Landsrétti. Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu að senda dóminn aftur heim í hérað.Vísir/Vilhelm Hæstiréttur varð við þeirri beiðni á grundvelli þess að málið væri talið hafa þýðingu fyrir framkvæmd fjölda samninga þar sem forsendur hafa breyst vegna heimsfaraldursins, brýnt væri að fá niðurstöðu Hæstaréttar með skjótum hætti. Annmarkar á dómi héraðsdóms Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í málinu í dag og í honum segir að í dómi héraðsdóms hafi einungis verið dæmt um viðurkenningarkröfu Fosshótela um að leigusamningi yrði tímabundið vikið til hliðar. Að þeirri niðurstöðu fenginni hafi hins vegar ekki verið leyst úr greiðslukröfu Íþöku. Segir í dómi Hæstaréttar að slík dómsúrlausn veiti Íþöku ekki heimild til þess að leita aðfarar, jafn vel þó að ráða megi af dómsorði dóms héraðsdóms að Fosshótelum beri að greiða helming leigunnar. Er þetta að mati Hæstaréttar slíkur annmarki á dómi héraðsdóms að ekki verði hjá því komist að ómerkja hann án kröfu og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný. Er það því niðurstaða Hæstaréttar að ómerkja dóm héraðsdóms og senda málið aftur heim í hérað. Aðilar ekki sammála um hvernig leiðrétta ætti dóminn Einnig er sérstaklega tekið fram að Hæstiréttur fallist ekki á það með aðilum málsins að um sé að ræða bersýnilega villu í dómi sem dómara sé heimilt að leiðrétta. Þá hafi það komið fram við flutning málsins við Hæstarétt að aðilum beri ekki saman um hvernig leiðrétta skuli dóminn með tilliti til forsenda hans. Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Málið snýst um leigugreiðslur Fosshótela til Íþöku vegna Fosshótels við Höfðatorg í kórónuveirufaraldrinum. Hótelinu var lokað í mars 2020 vegna faraldursins og hættu rekstraraðilar hótelsins að greiða eigenda fasteignarinnar, Íþöku, leigu, alls frá 1. apríl 2020 til 1. september sama ár. Fosshótel bar fyrir sig að félaginu bæri ekki að greiða leigu fyrir umrætt tímabil meðal annars á grundvelli ákvæðis í leigusamningnum um ófyrirséð og ófyrirsjáanleg atvik, ólögfestri reglu kröfuréttar um óviðráðanleg ytri atvik, svokallað force majeure. Íþaka krafðist hins vegar að fá leiguna greidda, alls um 420 milljónir króna fyrir umrætt tímabil. Dæmt í héraðsdómi til að greiða hálfa leigu Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að Fosshótel bæri að greiða hálfa húsaleigu fyrir umrætt tímabil. Eftir dóm héraðsdóms óskaði Íþaka eftir því að málinu yrði skotið beint til Hæstaréttar, framhjá millidómstiginu Landsrétti. Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu að senda dóminn aftur heim í hérað.Vísir/Vilhelm Hæstiréttur varð við þeirri beiðni á grundvelli þess að málið væri talið hafa þýðingu fyrir framkvæmd fjölda samninga þar sem forsendur hafa breyst vegna heimsfaraldursins, brýnt væri að fá niðurstöðu Hæstaréttar með skjótum hætti. Annmarkar á dómi héraðsdóms Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í málinu í dag og í honum segir að í dómi héraðsdóms hafi einungis verið dæmt um viðurkenningarkröfu Fosshótela um að leigusamningi yrði tímabundið vikið til hliðar. Að þeirri niðurstöðu fenginni hafi hins vegar ekki verið leyst úr greiðslukröfu Íþöku. Segir í dómi Hæstaréttar að slík dómsúrlausn veiti Íþöku ekki heimild til þess að leita aðfarar, jafn vel þó að ráða megi af dómsorði dóms héraðsdóms að Fosshótelum beri að greiða helming leigunnar. Er þetta að mati Hæstaréttar slíkur annmarki á dómi héraðsdóms að ekki verði hjá því komist að ómerkja hann án kröfu og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný. Er það því niðurstaða Hæstaréttar að ómerkja dóm héraðsdóms og senda málið aftur heim í hérað. Aðilar ekki sammála um hvernig leiðrétta ætti dóminn Einnig er sérstaklega tekið fram að Hæstiréttur fallist ekki á það með aðilum málsins að um sé að ræða bersýnilega villu í dómi sem dómara sé heimilt að leiðrétta. Þá hafi það komið fram við flutning málsins við Hæstarétt að aðilum beri ekki saman um hvernig leiðrétta skuli dóminn með tilliti til forsenda hans.
Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur