Forseti ASÍ segir markmið um kaupmáttaraukningu hafa náðst Heimir Már Pétursson skrifar 28. október 2021 12:41 Markmið lífskjarasamninganna svo kölluðu voru að auka kaupmátt, stytta vinnuvikuna og hækka lægstu laun umfram önnur laun með krónutöluhækkunum. Vísir/Vilhelm Áhrif af styttingu vinnuvikunnar eru mun meiri hjá opinberum starfsmönnum en fólki á almennum vinnumarkaði samkvæmt skýrslu kjaratölfræðinefndar sem kynnt var í morgun. Laun kvenna hafa hækkað meira á yfirstandandi samningstíma en karla. Kjaratölfræðinefnd var sett á laggirnar í tengslum við gerð síðustu kjarasamninga og er skipuð fulltrúum heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga, auk fulltrúa forsætisráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og Hagstofu Íslands. Haustskýrslan sem kynnt var í morgun er þriðja skýrsla nefndarinnar og nær yfir þróun launa frá mars 2019 til janúar 2021. Forseti ASÍ segir skýrsluna staðfesta að launamunur kynjanna sé enn til staðar. Laun kvenna hafi hækkað aðeins meira en karlar á samningstímanum vegna þeirrar áherslu að hækka lægstu laun meira en önnur laun.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir kjarasamningana frá árinu 2019 hafa skilað sér og skýrslan sýni að tekist hafi að auka kaupmátt. „Það var lögð áhersla á það í þeim kjarasamningum að hækka lægstu laun. Það er að segja þeirra sem eru í starfsgreinasambandsfélögum til dæmis hjá okkur. Það hefur tekist. Það eru meiri launahækkanir þar en annars staðar. Síðan segir þetta mér náttúrlega það að launamunur kynjanna er enn við lýði,“ segir Drífa. Samkvæmt skýrslunni hafa laun kvenna þó hækkað um rúm sextán prósent á tímabilinu en rúm fimmtán prósent hjá körlum. „Sú áhersla að hækka lægstu laun umfram önnur laun þýðir að það er verið að hækka konur meira en karla í stórum dráttum. Af því að þær eru með lægri laun en karlar,“ segir forseti ASÍ. Í samningunum var samið um styttingu vinnuvikunnar og í skýrslunni segir að áhrifa þess gæti mun meira hjá opinberum starfsmönnum en fólki á almenna vinnumarkaðnum. Drífa telur það skýrast af því að stærstu skipulagsbreytingarnar hafi átt sér stað hjá vaktavinnufólki hjá hinu opinbera, ríki og sveitarfélögum. Almennt hefði þetta einnig gengið eftir á almenna markaðnum. „Þær athugasemdir sem við höfum verið að fá varða aðferðafræði vinnustaða. Hugmyndafræðin var sú að þetta ætti að gerast í samstarfi og samráði við starfsfólk. Yfirleitt hefur það verið gert en það er svona allur gangur á því,“ segir Drífa Snædal. Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir SA hafi reynt allt til að „afstýra því stórslysi“ sem blasi við Það er ekki ávísun á lægra atvinnuleysi að lækka eða frysta laun fólks á vinnumarkaði að sögn forseta ASÍ. Það stefnir í stórslys á vinnumarkaði að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í ljósi þeirra miklu launahækkana sem kveðið er á í kjarasamningum og taka gildi um áramótin. 29. nóvember 2020 22:45 SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Kjaratölfræðinefnd var sett á laggirnar í tengslum við gerð síðustu kjarasamninga og er skipuð fulltrúum heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga, auk fulltrúa forsætisráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og Hagstofu Íslands. Haustskýrslan sem kynnt var í morgun er þriðja skýrsla nefndarinnar og nær yfir þróun launa frá mars 2019 til janúar 2021. Forseti ASÍ segir skýrsluna staðfesta að launamunur kynjanna sé enn til staðar. Laun kvenna hafi hækkað aðeins meira en karlar á samningstímanum vegna þeirrar áherslu að hækka lægstu laun meira en önnur laun.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir kjarasamningana frá árinu 2019 hafa skilað sér og skýrslan sýni að tekist hafi að auka kaupmátt. „Það var lögð áhersla á það í þeim kjarasamningum að hækka lægstu laun. Það er að segja þeirra sem eru í starfsgreinasambandsfélögum til dæmis hjá okkur. Það hefur tekist. Það eru meiri launahækkanir þar en annars staðar. Síðan segir þetta mér náttúrlega það að launamunur kynjanna er enn við lýði,“ segir Drífa. Samkvæmt skýrslunni hafa laun kvenna þó hækkað um rúm sextán prósent á tímabilinu en rúm fimmtán prósent hjá körlum. „Sú áhersla að hækka lægstu laun umfram önnur laun þýðir að það er verið að hækka konur meira en karla í stórum dráttum. Af því að þær eru með lægri laun en karlar,“ segir forseti ASÍ. Í samningunum var samið um styttingu vinnuvikunnar og í skýrslunni segir að áhrifa þess gæti mun meira hjá opinberum starfsmönnum en fólki á almenna vinnumarkaðnum. Drífa telur það skýrast af því að stærstu skipulagsbreytingarnar hafi átt sér stað hjá vaktavinnufólki hjá hinu opinbera, ríki og sveitarfélögum. Almennt hefði þetta einnig gengið eftir á almenna markaðnum. „Þær athugasemdir sem við höfum verið að fá varða aðferðafræði vinnustaða. Hugmyndafræðin var sú að þetta ætti að gerast í samstarfi og samráði við starfsfólk. Yfirleitt hefur það verið gert en það er svona allur gangur á því,“ segir Drífa Snædal.
Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir SA hafi reynt allt til að „afstýra því stórslysi“ sem blasi við Það er ekki ávísun á lægra atvinnuleysi að lækka eða frysta laun fólks á vinnumarkaði að sögn forseta ASÍ. Það stefnir í stórslys á vinnumarkaði að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í ljósi þeirra miklu launahækkana sem kveðið er á í kjarasamningum og taka gildi um áramótin. 29. nóvember 2020 22:45 SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
SA hafi reynt allt til að „afstýra því stórslysi“ sem blasi við Það er ekki ávísun á lægra atvinnuleysi að lækka eða frysta laun fólks á vinnumarkaði að sögn forseta ASÍ. Það stefnir í stórslys á vinnumarkaði að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í ljósi þeirra miklu launahækkana sem kveðið er á í kjarasamningum og taka gildi um áramótin. 29. nóvember 2020 22:45
SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43