Mál Telmu komið á borð fíkniefnadeildar sem taki málið alvarlega Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. október 2021 12:31 Mál Telmu Lífar er nú komið á borð fíkniefnadeildar lögreglunnar í Alicante. Vísir/Getty Mál Telmu Lífar Ingadóttur, sem hvarf í rúman sólarhring á Benidorm á Spáni, er nú komið á borð fíkniefnadeildar lögreglunnar í borginni. Grunur er um að henni hafi verið byrluð ólyfjan. „Við erum bara í smá áfalli. Svona eitrun er auðvitað slæm alltaf og sjúkrahúsið skeit upp á bak skulum við bara segja. Þetta hefði aldrei gerst ef sjúkrahúsið hefði fylgt reglum því að hún finnst í eitrunarástandi á mánudagskvöldinu og henni er sleppt út á þriðjudagsmorgun án þess að hún viti nafnið sitt og án þess að hún sé með nokkuð af dótinu sínu,“ segir Ingi Karl Sigríðarson, faðir Telmu, í samtali við fréttastofu. Atburðarrásin var nokkuð óljós í gær en Ingi hefur nú fengið að vita hvað gerðist nákvæmlega. Talið er að Telmu hafi verið byrluð ólyfjan á bar, sem hún var á á mánudagskvöld, en hún hafi náð að koma sér út af barnum og nær alla leið heim til sín. „Lögreglan var að keyra íbúðagötuna þar sem hún á heima og hún lá bókstaflega fyrir utan öryggishliðið heima hjá sér. Þeir hringdu á sjúkrabíl og það var farið með hana upp á sjúkrahús. Svo er henni sleppt út um morguninn án þess að hún sé í ástandi til að vita hvar hún sé eða hvað hún heitir. Svo rankar hún við sér sólarhring seinna,“ segir Ingi en hann var að koma frá lögreglu þegar fréttastofa náði af honum tali. „Við vitum að þetta var ekki kynferðisárás, eða allavega tókst hún ekki“ Telma Líf hafði hitt fyrir samstarfsmann sinn þegar hún gekk út af sjúkrahúsinu á þriðjudagsmorgunn sem leyfði henni að gista heima hjá sér. Telma svaf í rúman sólarhring og það var ekki fyrr en á hádegi í gær sem hún komst heim til Inga, sem býr í sveit í um hálftíma akstursfjarlægð frá Benidorm. „Hún hafði auðvitað vit á því að redda sér beint heim til mín en lögreglan er núna að rannsaka þetta mál. Við vitum að þetta var ekki kynferðisárás, eða allavega tókst hún ekki ef hún átti að vera það. Þá færðist þetta frá kynferðisbrotadeild yfir til fikniefnalögreglunnar. Það er svo sem ekkert slæmt því þeir eru helvíti harðir.“ Hann segir ótrúlegt að Telmu hafi verið sleppt út af sjúkrahúsinu á þriðjudagsmorgunn. „Verklagsreglur hjá spítalanum þarf að skoða því ég ætla að fara með það lengra. Þetta er alls ekki í lagi. Það að sleppa manneskju, sem er í ómynnisástandi, út af sjúkrahúsi, sem kemur með sjúkrabíl, án þess að hún sé einu sinni með deili á hver hún er. Þeir vissu ekki hvort hún væri orðin átján eða ekki. Það að hún varð átján í ágúst, það er ekki mikill munur,“ segir Ingi Karl. Telja að Telmu hafi verið byrlað róhypnól Grunur sé um að Telmu hafi verið byrlað róhypnol, eða annað skylt lyf, sem gjarnan eru notuð til að byrla fyrir fólki. „Lögreglan segir að eiturefnarannsóknin hafi komið illa út og þetta væri mjög alvarlegt. Þeir vilja ekki gefa mér upp nákvæmar upplýsingar, þeir geta bara gefið Telmu þær. Hún er bara ekki búin að vera í standi til að fara á lögreglustöðina. Ég er búinn að vera að tala fyrir hana. Henni líður bara alls ekki vel.“ „Henni líður illa og hún er verkjuð eftir að hafa dottið. Hún er rispuð og svo er hún að jafna sig eftir eitrið. Svo virðist vera sem hún hafi fengið rohypnól, eða eitthvað skylt lyf, en það er ekki alveg vitað. Okkur var tjáð af lögreglu að það gæti tekið hana einhverja daga að jafna sig af eftirköstunum,“ segir Ingi. Nú hefjist mikil sálræn vinna hjá Telmu og lögreglan ætli að skaffa henni sálfræðitíma og meiri aðstoð. Hennar þætti í málinu sé þó tæknilega lokið, þar sem ekki hafi verið brotið kynferðislega á henni heldur hafi þetta „bara“ verið eitrun eins og Ingi segir. „Núna fer bara tími í að hvíla sig og reyna að anda.“ Stoltur af því hvað Telma brást vel við Hann segir ekki standa til hjá Telmu að koma aftur til Íslands. „Svona eitrun hefur verið vinsæl í Reykjavík og Akureyri þannig að ég sé ekki alveg hvers vegna í andskotanum maður ætti að koma aftur á klakann.“ Ingi segist hafa fyllst stolti þegar hann fékk að vita hvar Telma var þegar hún fannst, hún hafi greinilega gert allt það rétta sem hægt var að gera í þessari erfiðu stöðu. „Hún var svo klár og gerði allt rétt. Hún kom sér undan, sem gerði það að verkum að henni tókst að bjarga þessu frá því að verða mun verra en þetta var. Hún vissi nákvæmlega hvernig hún átti að koma sér út úr þessum slæmu aðstæðum og náði að gera það hratt,“ segir Ingi. „Það fyllti mig stolti því að meira að segja eftir að henni var byrlað reyndi hún að koma sér á öruggan stað. Það sem bjargaði henni er að hún er klár. “ Fjölskyldan sé fegin því hve hjálpsöm lögreglan, bæði úti og hér heima, hafi verið. „Lögreglan má eiga það að þeir eru búnir að vera ofboðslega duglegir hérna. Báðar lögregludeildir sem við höfum verið í sambandi við eiga skilið innilegt hrós fyrir sín störf. Lögreglan á Íslandi á líka hrós skilið fyrir sinn þátt því hún hringdi og var að reyna að aðstoða.“ Spánn Fíkniefnabrot Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Telma Líf er fundin en fjölskylduna grunar að henni hafi verið byrluð ólyfjan Telma Líf Ingadóttir er fundin heil á húfi eftir að hún hvarf af sjúkrahúsi á Alicante á Spáni í gærmorgun. Ingi Karl Sigríðarson, faðir Telmu, segir sterkan grun um að henni hafi verið byrluð ólyfjan á bar, sem Telma var á á mánudagskvöld. 27. október 2021 13:26 Ganga strandlengjuna í leit að Telmu Líf: „Hún er búin að vera týnd í allt of langan tíma“ Fjölskylda Telmu Lífar Ingadóttur gengur nú strandlengju Benidorm í leit að henni en hún hvarf í gærmorgun af sjúkrahúsi í borginni. Faðir Telmu segist dauðhræddur um að henni hafi verið rænt. 27. október 2021 11:03 Leita átján ára íslenskrar stúlku á Spáni Leit stendur yfir að átján ára íslenskri stúlku á Spáni sem ekkert hefur sést til frá klukkan hálf sex í morgun. Að sögn foreldra Telmu Lífar Ingadóttur gekk hún út af Villajosa-sjúkrahúsinu í Alicante í morgun og skildi eigur sínar eftir. 26. október 2021 23:39 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Sjá meira
„Við erum bara í smá áfalli. Svona eitrun er auðvitað slæm alltaf og sjúkrahúsið skeit upp á bak skulum við bara segja. Þetta hefði aldrei gerst ef sjúkrahúsið hefði fylgt reglum því að hún finnst í eitrunarástandi á mánudagskvöldinu og henni er sleppt út á þriðjudagsmorgun án þess að hún viti nafnið sitt og án þess að hún sé með nokkuð af dótinu sínu,“ segir Ingi Karl Sigríðarson, faðir Telmu, í samtali við fréttastofu. Atburðarrásin var nokkuð óljós í gær en Ingi hefur nú fengið að vita hvað gerðist nákvæmlega. Talið er að Telmu hafi verið byrluð ólyfjan á bar, sem hún var á á mánudagskvöld, en hún hafi náð að koma sér út af barnum og nær alla leið heim til sín. „Lögreglan var að keyra íbúðagötuna þar sem hún á heima og hún lá bókstaflega fyrir utan öryggishliðið heima hjá sér. Þeir hringdu á sjúkrabíl og það var farið með hana upp á sjúkrahús. Svo er henni sleppt út um morguninn án þess að hún sé í ástandi til að vita hvar hún sé eða hvað hún heitir. Svo rankar hún við sér sólarhring seinna,“ segir Ingi en hann var að koma frá lögreglu þegar fréttastofa náði af honum tali. „Við vitum að þetta var ekki kynferðisárás, eða allavega tókst hún ekki“ Telma Líf hafði hitt fyrir samstarfsmann sinn þegar hún gekk út af sjúkrahúsinu á þriðjudagsmorgunn sem leyfði henni að gista heima hjá sér. Telma svaf í rúman sólarhring og það var ekki fyrr en á hádegi í gær sem hún komst heim til Inga, sem býr í sveit í um hálftíma akstursfjarlægð frá Benidorm. „Hún hafði auðvitað vit á því að redda sér beint heim til mín en lögreglan er núna að rannsaka þetta mál. Við vitum að þetta var ekki kynferðisárás, eða allavega tókst hún ekki ef hún átti að vera það. Þá færðist þetta frá kynferðisbrotadeild yfir til fikniefnalögreglunnar. Það er svo sem ekkert slæmt því þeir eru helvíti harðir.“ Hann segir ótrúlegt að Telmu hafi verið sleppt út af sjúkrahúsinu á þriðjudagsmorgunn. „Verklagsreglur hjá spítalanum þarf að skoða því ég ætla að fara með það lengra. Þetta er alls ekki í lagi. Það að sleppa manneskju, sem er í ómynnisástandi, út af sjúkrahúsi, sem kemur með sjúkrabíl, án þess að hún sé einu sinni með deili á hver hún er. Þeir vissu ekki hvort hún væri orðin átján eða ekki. Það að hún varð átján í ágúst, það er ekki mikill munur,“ segir Ingi Karl. Telja að Telmu hafi verið byrlað róhypnól Grunur sé um að Telmu hafi verið byrlað róhypnol, eða annað skylt lyf, sem gjarnan eru notuð til að byrla fyrir fólki. „Lögreglan segir að eiturefnarannsóknin hafi komið illa út og þetta væri mjög alvarlegt. Þeir vilja ekki gefa mér upp nákvæmar upplýsingar, þeir geta bara gefið Telmu þær. Hún er bara ekki búin að vera í standi til að fara á lögreglustöðina. Ég er búinn að vera að tala fyrir hana. Henni líður bara alls ekki vel.“ „Henni líður illa og hún er verkjuð eftir að hafa dottið. Hún er rispuð og svo er hún að jafna sig eftir eitrið. Svo virðist vera sem hún hafi fengið rohypnól, eða eitthvað skylt lyf, en það er ekki alveg vitað. Okkur var tjáð af lögreglu að það gæti tekið hana einhverja daga að jafna sig af eftirköstunum,“ segir Ingi. Nú hefjist mikil sálræn vinna hjá Telmu og lögreglan ætli að skaffa henni sálfræðitíma og meiri aðstoð. Hennar þætti í málinu sé þó tæknilega lokið, þar sem ekki hafi verið brotið kynferðislega á henni heldur hafi þetta „bara“ verið eitrun eins og Ingi segir. „Núna fer bara tími í að hvíla sig og reyna að anda.“ Stoltur af því hvað Telma brást vel við Hann segir ekki standa til hjá Telmu að koma aftur til Íslands. „Svona eitrun hefur verið vinsæl í Reykjavík og Akureyri þannig að ég sé ekki alveg hvers vegna í andskotanum maður ætti að koma aftur á klakann.“ Ingi segist hafa fyllst stolti þegar hann fékk að vita hvar Telma var þegar hún fannst, hún hafi greinilega gert allt það rétta sem hægt var að gera í þessari erfiðu stöðu. „Hún var svo klár og gerði allt rétt. Hún kom sér undan, sem gerði það að verkum að henni tókst að bjarga þessu frá því að verða mun verra en þetta var. Hún vissi nákvæmlega hvernig hún átti að koma sér út úr þessum slæmu aðstæðum og náði að gera það hratt,“ segir Ingi. „Það fyllti mig stolti því að meira að segja eftir að henni var byrlað reyndi hún að koma sér á öruggan stað. Það sem bjargaði henni er að hún er klár. “ Fjölskyldan sé fegin því hve hjálpsöm lögreglan, bæði úti og hér heima, hafi verið. „Lögreglan má eiga það að þeir eru búnir að vera ofboðslega duglegir hérna. Báðar lögregludeildir sem við höfum verið í sambandi við eiga skilið innilegt hrós fyrir sín störf. Lögreglan á Íslandi á líka hrós skilið fyrir sinn þátt því hún hringdi og var að reyna að aðstoða.“
Spánn Fíkniefnabrot Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Telma Líf er fundin en fjölskylduna grunar að henni hafi verið byrluð ólyfjan Telma Líf Ingadóttir er fundin heil á húfi eftir að hún hvarf af sjúkrahúsi á Alicante á Spáni í gærmorgun. Ingi Karl Sigríðarson, faðir Telmu, segir sterkan grun um að henni hafi verið byrluð ólyfjan á bar, sem Telma var á á mánudagskvöld. 27. október 2021 13:26 Ganga strandlengjuna í leit að Telmu Líf: „Hún er búin að vera týnd í allt of langan tíma“ Fjölskylda Telmu Lífar Ingadóttur gengur nú strandlengju Benidorm í leit að henni en hún hvarf í gærmorgun af sjúkrahúsi í borginni. Faðir Telmu segist dauðhræddur um að henni hafi verið rænt. 27. október 2021 11:03 Leita átján ára íslenskrar stúlku á Spáni Leit stendur yfir að átján ára íslenskri stúlku á Spáni sem ekkert hefur sést til frá klukkan hálf sex í morgun. Að sögn foreldra Telmu Lífar Ingadóttur gekk hún út af Villajosa-sjúkrahúsinu í Alicante í morgun og skildi eigur sínar eftir. 26. október 2021 23:39 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Sjá meira
Telma Líf er fundin en fjölskylduna grunar að henni hafi verið byrluð ólyfjan Telma Líf Ingadóttir er fundin heil á húfi eftir að hún hvarf af sjúkrahúsi á Alicante á Spáni í gærmorgun. Ingi Karl Sigríðarson, faðir Telmu, segir sterkan grun um að henni hafi verið byrluð ólyfjan á bar, sem Telma var á á mánudagskvöld. 27. október 2021 13:26
Ganga strandlengjuna í leit að Telmu Líf: „Hún er búin að vera týnd í allt of langan tíma“ Fjölskylda Telmu Lífar Ingadóttur gengur nú strandlengju Benidorm í leit að henni en hún hvarf í gærmorgun af sjúkrahúsi í borginni. Faðir Telmu segist dauðhræddur um að henni hafi verið rænt. 27. október 2021 11:03
Leita átján ára íslenskrar stúlku á Spáni Leit stendur yfir að átján ára íslenskri stúlku á Spáni sem ekkert hefur sést til frá klukkan hálf sex í morgun. Að sögn foreldra Telmu Lífar Ingadóttur gekk hún út af Villajosa-sjúkrahúsinu í Alicante í morgun og skildi eigur sínar eftir. 26. október 2021 23:39
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent