Ný íslensk hryllingsmynd tilnefnd til verðlauna Eiður Þór Árnason skrifar 27. október 2021 21:57 Áætlun Péturs og Miru um opnun gistihúss raskast þegar örlögin grípa í taumanna. Aðsend Íslenska hryllingsmyndin It Hatched í leikstjórn Elvars Gunnarssonar er tilnefnd til tveggja verðlauna á Austin kvikmyndahátíðinni sem nú fram fer í Texas en kvikmyndin var heimsfrumsýnd þar á dögunum. It Hatched fjallar um Pétur og Miru sem flytja frá erilsamri stórborg í Bandaríkjunum á afskekktan stað á Vestfjörðum í leit að frið og ró. Áform þeirra raskast þó þegar forn vættur gerir vart við sig undir kjallara hússins og Mira verpir eggi. Myndin keppir til verðlauna í flokkunum Dark Matters og Narrative Feature á Austin kvikmyndahátíðinni sem var fyrst haldin árið 1994. Meðal annarra kvikmynda á hátíðinni í ár eru The French Dispatch í leikstjórn Wes Anderson, Spencer með Kristen Stewart í aðalhlutverki og C´mon C´mon með Joaquin Phoenix í aðalhlutverki. Horfa má á sýnishorn úr myndinni í spilaranum hér fyrir neðan. It Hatched fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum á vefnum The Scariest Things, sem sérhæfir sig í umfjöllun um hryllingsefni. Þar segist gagnrýnandinn Joseph Perry hafa skemmt sér konunglega yfir hryllingsgamanmyndinni og lýsir henni sem furðulegustu kvikmynd sem áhorfendur muni sjá á þessu ári. Þá hrósar Perry aðalleikurunum Gunnari Kristinssyni og Vivian Ólafsdóttur, sem fara með hlutverk Péturs og Miru, í hástert og segja leik þeirra í myndinni vera framúrskarandi. Sagan gerist að mestu á afskekktum stað á Vestfjörðum.Aðsend It Hatched er fyrsta kvikmynd leikstjórans Elvars Gunnarssonar í fullri lengd og skrifar hann handrit hennar ásamt Magnúsi Ómarssyni. Auk Gunnars og Vivian eru önnur burðarhlutverk í höndum Þórs Túliníusar, Halldóru Geirharðsdóttur, Magnúsar „Móra“ Ómarssonar, Björns Jörundar og Halldórs Gylfasonar. Kvikmyndin er framleidd af Bent Kingo Andersen, Vilius Petrikas, Guðfinni Ými Harðarsyni, Birki Sigurjónssyni, Heimi Bjarnasyni og Búa Baldvinssyni í samstarfi við Hero Productions. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
It Hatched fjallar um Pétur og Miru sem flytja frá erilsamri stórborg í Bandaríkjunum á afskekktan stað á Vestfjörðum í leit að frið og ró. Áform þeirra raskast þó þegar forn vættur gerir vart við sig undir kjallara hússins og Mira verpir eggi. Myndin keppir til verðlauna í flokkunum Dark Matters og Narrative Feature á Austin kvikmyndahátíðinni sem var fyrst haldin árið 1994. Meðal annarra kvikmynda á hátíðinni í ár eru The French Dispatch í leikstjórn Wes Anderson, Spencer með Kristen Stewart í aðalhlutverki og C´mon C´mon með Joaquin Phoenix í aðalhlutverki. Horfa má á sýnishorn úr myndinni í spilaranum hér fyrir neðan. It Hatched fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum á vefnum The Scariest Things, sem sérhæfir sig í umfjöllun um hryllingsefni. Þar segist gagnrýnandinn Joseph Perry hafa skemmt sér konunglega yfir hryllingsgamanmyndinni og lýsir henni sem furðulegustu kvikmynd sem áhorfendur muni sjá á þessu ári. Þá hrósar Perry aðalleikurunum Gunnari Kristinssyni og Vivian Ólafsdóttur, sem fara með hlutverk Péturs og Miru, í hástert og segja leik þeirra í myndinni vera framúrskarandi. Sagan gerist að mestu á afskekktum stað á Vestfjörðum.Aðsend It Hatched er fyrsta kvikmynd leikstjórans Elvars Gunnarssonar í fullri lengd og skrifar hann handrit hennar ásamt Magnúsi Ómarssyni. Auk Gunnars og Vivian eru önnur burðarhlutverk í höndum Þórs Túliníusar, Halldóru Geirharðsdóttur, Magnúsar „Móra“ Ómarssonar, Björns Jörundar og Halldórs Gylfasonar. Kvikmyndin er framleidd af Bent Kingo Andersen, Vilius Petrikas, Guðfinni Ými Harðarsyni, Birki Sigurjónssyni, Heimi Bjarnasyni og Búa Baldvinssyni í samstarfi við Hero Productions.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira