Tíu sætir og krúttlegir Dalmatíuhvolpar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. október 2021 20:15 Edda Björk og Ragnheiður Bríet með hvolpana hjá sér í sumarbústað fjölskyldunnar rétt hjá Laugarvatni og tíkina Chelsí, sem gaut þeim í byrjun október. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir eru sætir og krúttlegir Dalmatíuhvolparnir tíu, sem voru að koma í heiminn. Mamma þeirra mjólkar vel og pabbi þeirra fylgist stoltur með afkvæmum sínum. Hvolparnir og foreldrar þeirra eiga heima á höfuðborgarsvæðinu hjá eigendum sínum en stundum fá þeir að fara út á land og þá er farið í sumarbústað í grennd við Laugarvatn. Edda Björk Arnardóttir og fjölskylda hennar eru ræktendur Dalmatíuhundanna og þau eiga tíkina Chelsí og rakkann Sjapplín. Hvolparnir eru nú rúmlega þriggja vikna, fimm tíkur og fimm hundar. Þá á fjölskyldan líka hvolpinn Kiddu, 9 vikna. Chelsí hugsar mjög vel um hvolpana sína og er með nóga mjólk til að gefa þeim. Gotið hjá henni gekk vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þeir eru dásamlegir, pissa á mig eins og þú sérð en þetta er samt æðislegt. Já, við fengum tíu hvolpa og svo erum við með einn annan hvolp líka níu vikna, sem er frá vinkonu minni fyrir norðan og undan mínum rakka, þannig að það er líf og fjör“, segir Edda. Hvolparnir fæðast alveg hvítir. „Já, þeir fæðast ekki með neinar doppur og fæðast heyrnarlausir og blindir, þannig að þeir eru bara eins og hvítar litlar rottur en svo fer þetta að skána á fyrstu vikunni. Þegar þeir eru viku gamlir fer maður að sjá fyrstu doppurnar og núna eru þeir þriggja vikna og orðnir alveg full doppóttir,“ bætir Edda við. Chelsí hugsar mjög vel um hvolpana sína og er með nóga mjólk til að gefa þeim. Gotið hjá henni gekk vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir hvolparnir nema einn eru seldir. Edda Björk segir að það séu til um fimmtíu Dalmatíuhundar á Íslandi. „Þetta eru rosalega fallegir hundar, þeir eru orkumiklir, þetta eru rosalega skemmtilegir fjölskylduhundar fyrir okkur til dæmis, sem erum mikið fyrir að hreyfa okkur og fara með okkur allt en eru rólegir heima.“ Heimasætan á heimilinu, Ragnheiður Bríet er ánægð og stolt af hvolpunum. „Það er bara skemmtilegt að vera með svona mikið af hundum og fá þessa athygli frá fullt af fólki, Ha, ertu með tíu hvolpa, hvernig tegund, hvað er í gangi, má ég sjá mynd, það er yndislegt að vera með alla þessa athygli en stundum er svolítið mikið að vera með svona marga hunda inni á heimilinu en það er bara skemmtilegt.“ Ragnheiður Bríet segir fjölskylduna fá mikla athygli út á Dalmatíuhundana, ekki síst eftir að hvolparnir fæddust.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Hundar Dýr Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Hvolparnir og foreldrar þeirra eiga heima á höfuðborgarsvæðinu hjá eigendum sínum en stundum fá þeir að fara út á land og þá er farið í sumarbústað í grennd við Laugarvatn. Edda Björk Arnardóttir og fjölskylda hennar eru ræktendur Dalmatíuhundanna og þau eiga tíkina Chelsí og rakkann Sjapplín. Hvolparnir eru nú rúmlega þriggja vikna, fimm tíkur og fimm hundar. Þá á fjölskyldan líka hvolpinn Kiddu, 9 vikna. Chelsí hugsar mjög vel um hvolpana sína og er með nóga mjólk til að gefa þeim. Gotið hjá henni gekk vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þeir eru dásamlegir, pissa á mig eins og þú sérð en þetta er samt æðislegt. Já, við fengum tíu hvolpa og svo erum við með einn annan hvolp líka níu vikna, sem er frá vinkonu minni fyrir norðan og undan mínum rakka, þannig að það er líf og fjör“, segir Edda. Hvolparnir fæðast alveg hvítir. „Já, þeir fæðast ekki með neinar doppur og fæðast heyrnarlausir og blindir, þannig að þeir eru bara eins og hvítar litlar rottur en svo fer þetta að skána á fyrstu vikunni. Þegar þeir eru viku gamlir fer maður að sjá fyrstu doppurnar og núna eru þeir þriggja vikna og orðnir alveg full doppóttir,“ bætir Edda við. Chelsí hugsar mjög vel um hvolpana sína og er með nóga mjólk til að gefa þeim. Gotið hjá henni gekk vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir hvolparnir nema einn eru seldir. Edda Björk segir að það séu til um fimmtíu Dalmatíuhundar á Íslandi. „Þetta eru rosalega fallegir hundar, þeir eru orkumiklir, þetta eru rosalega skemmtilegir fjölskylduhundar fyrir okkur til dæmis, sem erum mikið fyrir að hreyfa okkur og fara með okkur allt en eru rólegir heima.“ Heimasætan á heimilinu, Ragnheiður Bríet er ánægð og stolt af hvolpunum. „Það er bara skemmtilegt að vera með svona mikið af hundum og fá þessa athygli frá fullt af fólki, Ha, ertu með tíu hvolpa, hvernig tegund, hvað er í gangi, má ég sjá mynd, það er yndislegt að vera með alla þessa athygli en stundum er svolítið mikið að vera með svona marga hunda inni á heimilinu en það er bara skemmtilegt.“ Ragnheiður Bríet segir fjölskylduna fá mikla athygli út á Dalmatíuhundana, ekki síst eftir að hvolparnir fæddust.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Hundar Dýr Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent