Alþjóðabankinn stöðvar fjárhagsaðstoð til Súdan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. október 2021 16:39 David Malpass, forseti Alþjóðabankans, sagði í yfirlýsingu í dag að hann hefði miklar áhyggjur af ástandinu í Súdan og áhrifunum sem það hefði á efnahagsþróun landsins. Getty/Samuel Corum Alþjóðabankinn og hefur nú stöðvað fjárhagsaðstoð til Súdan eftir að herinn framdi þar valdarán á mánudag og handtók nokkra ráðherra landsins. Einingarsamtök Afríku hafa sömuleiðis ákveðið að stöðva fjárhagsaðstoð til landsins og þrýsta þar með á herinn að skila völdunum aftur til borgara. Miklar óeirðir hafa verið á götum súdanskra borga undanfarna daga og hafa að minnsta kosti tíu manns fallið í átökum við öryggissveitir hersins samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Yfirherforinginn Abdel Fattah al-Burhan leysti upp ríkisráð hers og almennings, sem sett var á laggirnar til að tryggja að lýðræðislegar kosningar færu fram í landinu eftir að einræðisherranum Omar al-Bashir var steypt af stóli í apríl 2019. Burhan vill meina að herinn hafi neyðst til að taka völd til að koma í veg fyrir borgarstyrjöld en samkvæmt frétt Reuters gæti ákvörðun Alþjóðabankans um að stöðva fjárhagsaðstoðina til landsins orðið gífurlegt högg fyrir áætlanir Burhans en Súdan er eitt fátækasta land Afríku. Eftir að hafa verið alveg lokað af fyrir fjárhagsstuðningi alþjóðasamfélagsins á þriggja áratuga valdatíð Bashirs fékk Súdan loks fulla fjárstyrki frá Alþjóðabankanum frá og með marsmánuði síðastliðnum. Síðan þá hefur ríkið fengið meira en tvo milljarða bandaríkjadala í fjárstuðning frá stofnuninni. „Ég hef miklar áhyggjur af atburðunum í Súdan og ég hræðist að þeir muni hafa gríðarleg neikvæð áhrif á félagslegan og efnahagslegan bata og þróun landsins,“ sagði David Malpass forseti Alþjóðabankans í yfirlýsingu í dag. „Við vonum að friður náist að nýju og að lýðræði komist á í landinu til þess að efnahagsþróun Súdans komist aftur á skrið og landið geti tekið sitt réttmæta sæti í alþjóðlega efnahagssamfélaginu.“ Abdalla Hamdok, forsætisráðherra landsins, stærði sig mikið af því í vor að náðst hafi samkomulag við Alþjóðabankann og gerði það dagljóst að landið stólaði á styrki frá bankanum til að fjármagna metnaðarfulla innviðauppbyggingu. Þá hafði ríkisstjórnin gripið til drastískra efnahagsaðgerða, sem gerðu það að verkum að ríkið gat afmáð að hluta til skuldir almennings og samningur um fjárhagsstuðning frá Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var endurnýjaður. Súdan Alþjóðabankinn Tengdar fréttir Loka fyrir flugumferð og forsætisráðherrann sagður heill á húfi Flugmálastofnun Súdan hefur lokað fyrir alla umferð um alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Khartoum þar til á laugardag vegna ástandsins sem ríkir í landinu. Súdönsk lofthelgi er þó enn opin hjáumferð. 26. október 2021 16:36 Bandaríkin fordæma valdaránið og krefjast þess að ráðherrum sé sleppt Bandaríkjamenn hafa fordæmt valdaránið í Súdan en í gær tóku yfirmenn hersins völdin í landinu af bráðabirgðastjórn sem komið var á eftir fall einræðisherrans Omars al-Bashir árið 2019. 26. október 2021 07:07 Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins. 25. október 2021 16:16 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Einingarsamtök Afríku hafa sömuleiðis ákveðið að stöðva fjárhagsaðstoð til landsins og þrýsta þar með á herinn að skila völdunum aftur til borgara. Miklar óeirðir hafa verið á götum súdanskra borga undanfarna daga og hafa að minnsta kosti tíu manns fallið í átökum við öryggissveitir hersins samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Yfirherforinginn Abdel Fattah al-Burhan leysti upp ríkisráð hers og almennings, sem sett var á laggirnar til að tryggja að lýðræðislegar kosningar færu fram í landinu eftir að einræðisherranum Omar al-Bashir var steypt af stóli í apríl 2019. Burhan vill meina að herinn hafi neyðst til að taka völd til að koma í veg fyrir borgarstyrjöld en samkvæmt frétt Reuters gæti ákvörðun Alþjóðabankans um að stöðva fjárhagsaðstoðina til landsins orðið gífurlegt högg fyrir áætlanir Burhans en Súdan er eitt fátækasta land Afríku. Eftir að hafa verið alveg lokað af fyrir fjárhagsstuðningi alþjóðasamfélagsins á þriggja áratuga valdatíð Bashirs fékk Súdan loks fulla fjárstyrki frá Alþjóðabankanum frá og með marsmánuði síðastliðnum. Síðan þá hefur ríkið fengið meira en tvo milljarða bandaríkjadala í fjárstuðning frá stofnuninni. „Ég hef miklar áhyggjur af atburðunum í Súdan og ég hræðist að þeir muni hafa gríðarleg neikvæð áhrif á félagslegan og efnahagslegan bata og þróun landsins,“ sagði David Malpass forseti Alþjóðabankans í yfirlýsingu í dag. „Við vonum að friður náist að nýju og að lýðræði komist á í landinu til þess að efnahagsþróun Súdans komist aftur á skrið og landið geti tekið sitt réttmæta sæti í alþjóðlega efnahagssamfélaginu.“ Abdalla Hamdok, forsætisráðherra landsins, stærði sig mikið af því í vor að náðst hafi samkomulag við Alþjóðabankann og gerði það dagljóst að landið stólaði á styrki frá bankanum til að fjármagna metnaðarfulla innviðauppbyggingu. Þá hafði ríkisstjórnin gripið til drastískra efnahagsaðgerða, sem gerðu það að verkum að ríkið gat afmáð að hluta til skuldir almennings og samningur um fjárhagsstuðning frá Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var endurnýjaður.
Súdan Alþjóðabankinn Tengdar fréttir Loka fyrir flugumferð og forsætisráðherrann sagður heill á húfi Flugmálastofnun Súdan hefur lokað fyrir alla umferð um alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Khartoum þar til á laugardag vegna ástandsins sem ríkir í landinu. Súdönsk lofthelgi er þó enn opin hjáumferð. 26. október 2021 16:36 Bandaríkin fordæma valdaránið og krefjast þess að ráðherrum sé sleppt Bandaríkjamenn hafa fordæmt valdaránið í Súdan en í gær tóku yfirmenn hersins völdin í landinu af bráðabirgðastjórn sem komið var á eftir fall einræðisherrans Omars al-Bashir árið 2019. 26. október 2021 07:07 Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins. 25. október 2021 16:16 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Loka fyrir flugumferð og forsætisráðherrann sagður heill á húfi Flugmálastofnun Súdan hefur lokað fyrir alla umferð um alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Khartoum þar til á laugardag vegna ástandsins sem ríkir í landinu. Súdönsk lofthelgi er þó enn opin hjáumferð. 26. október 2021 16:36
Bandaríkin fordæma valdaránið og krefjast þess að ráðherrum sé sleppt Bandaríkjamenn hafa fordæmt valdaránið í Súdan en í gær tóku yfirmenn hersins völdin í landinu af bráðabirgðastjórn sem komið var á eftir fall einræðisherrans Omars al-Bashir árið 2019. 26. október 2021 07:07
Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins. 25. október 2021 16:16