Telma Líf er fundin en fjölskylduna grunar að henni hafi verið byrluð ólyfjan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. október 2021 13:26 Telma Líf er fundin eftir rúma sólarhrings leit. Facebook/Vísir Telma Líf Ingadóttir er fundin heil á húfi eftir að hún hvarf af sjúkrahúsi á Alicante á Spáni í gærmorgun. Ingi Karl Sigríðarson, faðir Telmu, segir sterkan grun um að henni hafi verið byrluð ólyfjan á bar, sem Telma var á á mánudagskvöld. Telma Líf hvarf í gærmorgun af spítala í Alicante, þar sem fjölskyldan er búsett, og ekkert hafði til hennar sést síðan þá. Telma fór af spítalanum án síma síns eða peningaveskis og hefur umfangsmikil leit staðið yfir að henni í Benidorm síðan í gær. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Ingi Karl og Telma Líf voru að ganga út af lögreglustöðinni í Callosa de Ensirriá, þar sem hann, konan hans og börn þeirra búa, þegar blaðamaður náði af þeim tali og eru nú á leið upp á spítala svo að Telma geti gengist undir læknisskoðun. Inga og Telmu grunar sterklega að henni hafi verið byrluð ólyfjan á bar sem hún var á á mánudagskvöld en Telma muni ekkert eftir síðasta sólarhring. „Það sem væntanlega bjargaði henni var að hún náði að koma sér í burtu eftir að búið var að byrla fyrir henni, “ segir Ingi Karl. Man ekkert síðan á mánudagskvöld Að sögn Inga virðist Telma hafa hitt samstarfsfélaga sinn eftir að hún yfirgaf spítalann sem leyfði henni að gista heima hjá sér. Hún hafi sofið þar í sólarhring og hafi vaknað í morgun og muni ekkert eftir síðasta eina og hálfa sólarhringi. Þegar hún hafi vaknað í morgun hafi hún áttað sig á að hún væri hvorki með veski né síma en reddað sér fari heim til pabba síns. „Systir hennar var heima þegar hún kom heim. Hún reddaði sér upp í Callosa heim til mín og litla systir hennar var í Callosa,“ segir Ingi Karl. Man Telma ekkert eftir síðasta rúma sólarhringi? „Hún man eftir að hafa verið að tala við mig í síma þegar hún var á barnum. Svo man hún eftir því að hafa vaknað í morgun. Miðað við hegðun hennar á spítalanum stemmir það alveg en hún er mjög lemstruð,“ segir Ingi. Fréttin hefur verið uppfærð. Spánn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ganga strandlengjuna í leit að Telmu Líf: „Hún er búin að vera týnd í allt of langan tíma“ Fjölskylda Telmu Lífar Ingadóttur gengur nú strandlengju Benidorm í leit að henni en hún hvarf í gærmorgun af sjúkrahúsi í borginni. Faðir Telmu segist dauðhræddur um að henni hafi verið rænt. 27. október 2021 11:03 Leita átján ára íslenskrar stúlku á Spáni Leit stendur yfir að átján ára íslenskri stúlku á Spáni sem ekkert hefur sést til frá klukkan hálf sex í morgun. Að sögn foreldra Telmu Lífar Ingadóttur gekk hún út af Villajosa-sjúkrahúsinu í Alicante í morgun og skildi eigur sínar eftir. 26. október 2021 23:39 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Sjá meira
Telma Líf hvarf í gærmorgun af spítala í Alicante, þar sem fjölskyldan er búsett, og ekkert hafði til hennar sést síðan þá. Telma fór af spítalanum án síma síns eða peningaveskis og hefur umfangsmikil leit staðið yfir að henni í Benidorm síðan í gær. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Ingi Karl og Telma Líf voru að ganga út af lögreglustöðinni í Callosa de Ensirriá, þar sem hann, konan hans og börn þeirra búa, þegar blaðamaður náði af þeim tali og eru nú á leið upp á spítala svo að Telma geti gengist undir læknisskoðun. Inga og Telmu grunar sterklega að henni hafi verið byrluð ólyfjan á bar sem hún var á á mánudagskvöld en Telma muni ekkert eftir síðasta sólarhring. „Það sem væntanlega bjargaði henni var að hún náði að koma sér í burtu eftir að búið var að byrla fyrir henni, “ segir Ingi Karl. Man ekkert síðan á mánudagskvöld Að sögn Inga virðist Telma hafa hitt samstarfsfélaga sinn eftir að hún yfirgaf spítalann sem leyfði henni að gista heima hjá sér. Hún hafi sofið þar í sólarhring og hafi vaknað í morgun og muni ekkert eftir síðasta eina og hálfa sólarhringi. Þegar hún hafi vaknað í morgun hafi hún áttað sig á að hún væri hvorki með veski né síma en reddað sér fari heim til pabba síns. „Systir hennar var heima þegar hún kom heim. Hún reddaði sér upp í Callosa heim til mín og litla systir hennar var í Callosa,“ segir Ingi Karl. Man Telma ekkert eftir síðasta rúma sólarhringi? „Hún man eftir að hafa verið að tala við mig í síma þegar hún var á barnum. Svo man hún eftir því að hafa vaknað í morgun. Miðað við hegðun hennar á spítalanum stemmir það alveg en hún er mjög lemstruð,“ segir Ingi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Spánn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ganga strandlengjuna í leit að Telmu Líf: „Hún er búin að vera týnd í allt of langan tíma“ Fjölskylda Telmu Lífar Ingadóttur gengur nú strandlengju Benidorm í leit að henni en hún hvarf í gærmorgun af sjúkrahúsi í borginni. Faðir Telmu segist dauðhræddur um að henni hafi verið rænt. 27. október 2021 11:03 Leita átján ára íslenskrar stúlku á Spáni Leit stendur yfir að átján ára íslenskri stúlku á Spáni sem ekkert hefur sést til frá klukkan hálf sex í morgun. Að sögn foreldra Telmu Lífar Ingadóttur gekk hún út af Villajosa-sjúkrahúsinu í Alicante í morgun og skildi eigur sínar eftir. 26. október 2021 23:39 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Sjá meira
Ganga strandlengjuna í leit að Telmu Líf: „Hún er búin að vera týnd í allt of langan tíma“ Fjölskylda Telmu Lífar Ingadóttur gengur nú strandlengju Benidorm í leit að henni en hún hvarf í gærmorgun af sjúkrahúsi í borginni. Faðir Telmu segist dauðhræddur um að henni hafi verið rænt. 27. október 2021 11:03
Leita átján ára íslenskrar stúlku á Spáni Leit stendur yfir að átján ára íslenskri stúlku á Spáni sem ekkert hefur sést til frá klukkan hálf sex í morgun. Að sögn foreldra Telmu Lífar Ingadóttur gekk hún út af Villajosa-sjúkrahúsinu í Alicante í morgun og skildi eigur sínar eftir. 26. október 2021 23:39