Þórólfur: Mögulegt að endurskoða þurfi afléttingar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. október 2021 12:13 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. vísir/egill Áttatíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og innan við helmingur þeirra var í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur mögulegt að endurskoða þurfi áætlanir um afléttingar. Um sextíu prósent þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar. Nýgengni smita hefur verið á uppleið enda greindist töluverður fjöldi einnig um helgina, eða um sjötíu manns á dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir faraldurinn á uppleið. „Enda er nokkuð ljóst að veiran er komin mjög víða og þegar hún er farin að smeygja sér inn á spítalann er það áhyggjuefni.“ Slakað hefur verið verulega á samkomutakmörkunum undanfarið og til stendur að aflétta öllum takmörkunum innanlands eftir rúmar þrjár vikur. Aðspurður hvort þetta sé raunhæft miðað við stöðuna lýsir Þórólfur áætluninni sem framtíðarsýn stjórnvalda - aðgerðir þurfi að lokum að sníða út frá raunverulegri stöðu. „Það eru náttúrulega stjórnvöld og ráðherra sem ræður þessu endanlega. En ég held að ef við förum að fá mikla aukningu og aukningu á spítalanum held ég að menn þurfi nú kannski að endurskoða þær áætlanir.“ Hann segist þó enn ekki farinn að huga að því að grípa í taumana og skila ráðherra nýjum tillögum - þörf á því muni ráðast á næstunni. „Það verður að skýrast af því hvað gerist á spítalanum næstu dagana. Hvernig hann er í stakk búinn að meðhöndla fólk og sinna þeim sem þurfa á innlögn að halda. Við erum kannski ekki að fylgjast svo mikið með þeim sem eru að greinast. Við vitum að það segir ekki alla söguna.“ Fólk með einkenni á ferðinni Þórólfur segir útbreiðsluna hraðari en hann vildi sjá og vísar til mikilla hópamyndana. Þá sé fólk með einkenni á ferðinni. „Veiran er víðs vegar og það þurfa ekki að vera stórar samkomur til þess að smit greinist. Erum að sjá að fólk með einkenni er víða og í vinnu og annars staðar og nær að smita marga. Þetta er kannski erfitt núna þegar fólk er bólusett og fær væg einkenni; menn halda sig síður til hlés og fara í sýnatöku,“ segir Þórólfur og bætir við að þannig breiðist veiran út. „Og held að hún muni gera það áfram. Þetta er svona það sem við erum að horfa upp á í því að lifa með veirunni. Það er svona landslag þar til að ónæmi verður meira í samfélaginu. Þá fer að hægjast á þessu en hvenær það verður er erfitt að segja.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Um sextíu prósent þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar. Nýgengni smita hefur verið á uppleið enda greindist töluverður fjöldi einnig um helgina, eða um sjötíu manns á dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir faraldurinn á uppleið. „Enda er nokkuð ljóst að veiran er komin mjög víða og þegar hún er farin að smeygja sér inn á spítalann er það áhyggjuefni.“ Slakað hefur verið verulega á samkomutakmörkunum undanfarið og til stendur að aflétta öllum takmörkunum innanlands eftir rúmar þrjár vikur. Aðspurður hvort þetta sé raunhæft miðað við stöðuna lýsir Þórólfur áætluninni sem framtíðarsýn stjórnvalda - aðgerðir þurfi að lokum að sníða út frá raunverulegri stöðu. „Það eru náttúrulega stjórnvöld og ráðherra sem ræður þessu endanlega. En ég held að ef við förum að fá mikla aukningu og aukningu á spítalanum held ég að menn þurfi nú kannski að endurskoða þær áætlanir.“ Hann segist þó enn ekki farinn að huga að því að grípa í taumana og skila ráðherra nýjum tillögum - þörf á því muni ráðast á næstunni. „Það verður að skýrast af því hvað gerist á spítalanum næstu dagana. Hvernig hann er í stakk búinn að meðhöndla fólk og sinna þeim sem þurfa á innlögn að halda. Við erum kannski ekki að fylgjast svo mikið með þeim sem eru að greinast. Við vitum að það segir ekki alla söguna.“ Fólk með einkenni á ferðinni Þórólfur segir útbreiðsluna hraðari en hann vildi sjá og vísar til mikilla hópamyndana. Þá sé fólk með einkenni á ferðinni. „Veiran er víðs vegar og það þurfa ekki að vera stórar samkomur til þess að smit greinist. Erum að sjá að fólk með einkenni er víða og í vinnu og annars staðar og nær að smita marga. Þetta er kannski erfitt núna þegar fólk er bólusett og fær væg einkenni; menn halda sig síður til hlés og fara í sýnatöku,“ segir Þórólfur og bætir við að þannig breiðist veiran út. „Og held að hún muni gera það áfram. Þetta er svona það sem við erum að horfa upp á í því að lifa með veirunni. Það er svona landslag þar til að ónæmi verður meira í samfélaginu. Þá fer að hægjast á þessu en hvenær það verður er erfitt að segja.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira