Smituðum fjölgar í hópsmiti á hjartaskurðdeild Snorri Másson skrifar 26. október 2021 11:45 Karl Andersen hjartalæknir telur að hægt verði að ná utan um hópsmit á Landspítala. Vísir/Þ Sex manna hópsmit er komið upp á hjartaskurðdeild Landspítalans. Þar af er einn starfsmaður smitaður. Þessi atburðarás skapar töluvert álag á starfsemi sjúkrahússins en hjartalæknir segir ógerning að koma alveg í veg fyrir að veiran berist inn fyrir dyrnar. Greint var frá því í gærkvöldi að fjórir sjúklingar hefðu greinst með veiruna á hjartaskurðdeild Landspítalans. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa nýverið gengist undir opna hjartaaðgerð og talið er að smitið hafi ratað inn á deildina með aðstandanda. Nú á tólfta tímanum bárust niðurstöður úr skimun allra starfsmanna og sjúklinga og bættust þá við einn starfsmaður og einn sjúklingur. Karl Andersen, forstöðumaður hjarta- og æðaþjónustu spítalans, segir þetta skárri niðurstöðu en hefði mátt óttast og telur að hægt verði að ná utan um smitin í framhaldinu. Vissulega geti þó fleiri greinst þegar fram líður. „Að svona gerist, er þetta óheppilegt, eru það mistök sem valda þessu eða hvernig eruð þið að túlka það? Nei við lítum ekki á þetta sem mistök. Það er viðbúið þegar svona mikið af veiru er úti í samfélaginu. Þegar bæði starfsfólk og aðstandendur sem koma hingað inn á spítalann eru útsett fyrir þessu er það bara tímaspursmál hvenær svona atvik gerist,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Umræddir hjartasjúklingar, alla vega fyrstu fjórir, eru bólusettir og hafa ekki veikst alvarlega vegna veirunnar enn sem komið er. En þrátt fyrir bólusetningu eru alltaf einhverjir sem veikjast, segir Karl. „Þessi veira er enn þá þarna úti og smittölurnar eru að aukast frá degi til dags síðustu daga og vikur og við sjáum það að það er heilmikið af veiru þarna úti. Starfsmenn spítalans og sjúklingar eru úti í samfélaginu og smitast eins og aðrir,“ segir Karl. Karl óttast að þetta leiði til aukins álags á spítalanum, sem er einmitt það sem sóttvarnayfirvöld miða við þegar þau ákveða sínar aðgerðir. Því hefur verið reynt að efla varnirnar. „Á spítalanum eru náttúrulega smitvarnir sem eru mun strangari en gengur og gerist úti í samfélaginu. Það er grímuskylda og ákveðin nálægðarmörk sem eru tveir metrar og ég held að það hafi sýnt sig á undanförnum vikum og mánuðum að þær reglur hafi komið í veg fyrir fjölda tilvika í gegnum tíðina,“ segir Karl. Að lokum brýnir Karl fyrir fólki að koma alls ekki inn á heilbrigðisstofnanir ef það hefur einkenni loftvegasýkinga, hvort sem það er Covid eða annarra. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Greint var frá því í gærkvöldi að fjórir sjúklingar hefðu greinst með veiruna á hjartaskurðdeild Landspítalans. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa nýverið gengist undir opna hjartaaðgerð og talið er að smitið hafi ratað inn á deildina með aðstandanda. Nú á tólfta tímanum bárust niðurstöður úr skimun allra starfsmanna og sjúklinga og bættust þá við einn starfsmaður og einn sjúklingur. Karl Andersen, forstöðumaður hjarta- og æðaþjónustu spítalans, segir þetta skárri niðurstöðu en hefði mátt óttast og telur að hægt verði að ná utan um smitin í framhaldinu. Vissulega geti þó fleiri greinst þegar fram líður. „Að svona gerist, er þetta óheppilegt, eru það mistök sem valda þessu eða hvernig eruð þið að túlka það? Nei við lítum ekki á þetta sem mistök. Það er viðbúið þegar svona mikið af veiru er úti í samfélaginu. Þegar bæði starfsfólk og aðstandendur sem koma hingað inn á spítalann eru útsett fyrir þessu er það bara tímaspursmál hvenær svona atvik gerist,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Umræddir hjartasjúklingar, alla vega fyrstu fjórir, eru bólusettir og hafa ekki veikst alvarlega vegna veirunnar enn sem komið er. En þrátt fyrir bólusetningu eru alltaf einhverjir sem veikjast, segir Karl. „Þessi veira er enn þá þarna úti og smittölurnar eru að aukast frá degi til dags síðustu daga og vikur og við sjáum það að það er heilmikið af veiru þarna úti. Starfsmenn spítalans og sjúklingar eru úti í samfélaginu og smitast eins og aðrir,“ segir Karl. Karl óttast að þetta leiði til aukins álags á spítalanum, sem er einmitt það sem sóttvarnayfirvöld miða við þegar þau ákveða sínar aðgerðir. Því hefur verið reynt að efla varnirnar. „Á spítalanum eru náttúrulega smitvarnir sem eru mun strangari en gengur og gerist úti í samfélaginu. Það er grímuskylda og ákveðin nálægðarmörk sem eru tveir metrar og ég held að það hafi sýnt sig á undanförnum vikum og mánuðum að þær reglur hafi komið í veg fyrir fjölda tilvika í gegnum tíðina,“ segir Karl. Að lokum brýnir Karl fyrir fólki að koma alls ekki inn á heilbrigðisstofnanir ef það hefur einkenni loftvegasýkinga, hvort sem það er Covid eða annarra.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira