Valsarinn Einar Þorsteinn Ólafsson, sonur handboltagoðsagnarinnar Ólafs Stefánssonar, er í fyrsta sinn í landsliðshópnum. Elvar Ásgeirsson, sem ekki á að baki A-landsleik, er einnig í hópnum.
Björgvin Páll Gústavsson, sem farið hefur á kostum með Val í upphafi leiktíðar, er ekki á meðal þeirra þriggja markvarða sem eru í hópnum, né heldur Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður Kolding.
Janus Daði Smárason, sem glímir við meiðsli í öxl, er ekki í hópnum né heldur Sigvaldi Björn Guðjónsson sem er einnig meiddur. Alexander Petersson og Arnór Þór Gunnarsson eru heldur ekki í hópnum. KA-maðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson er því eini hægri hornamaðurinn í hópnum.
Tuttugu manna hópur
Guðmundur valdi alls 20 leikmenn til æfinga dagana 1.-6. nóvember. Æfingarnar eru hluti af undirbúningi fyrir Evrópumótið í janúar, þar sem Ísland leikur í riðli með Portúgal, Hollandi og heimamönnum í Ungverjalandi í Búdapest.
Æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu og eftir þær hittist íslenska landsliðið ekki aftur fyrr en eftir áramót þegar lokaundirbúningur fyrir EM hefst. Ísland spilar þá tvo vináttulandsleiki gegn Litháen á heimavelli en heldur svo á EM 11. janúar. Fyrsti leikurinn verður gegn Portúgal 14. janúar.
Hópurinn:
Markmenn:
Daníel Freyr Andrésson, Guif (2/0)
Grétar Ari Guðjónsson, Nice (7/0)
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG Håndbold (25/1)
Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (63/76)
Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (152/593)
Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo (82/230)
Einar Þorsteinn Ólafsson, Valur (0/0)
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (13/14)
Elvar Ásgeirsson, Nancy (0/0)
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (46/120)
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (32/51)
Haukur Þrastarson, Lomza Vive Kielce (20/22)
Hákon Daði Styrmisson, Gummersbach (6/23)
Kristján Örn Kristjánsson, Pauc Handball (12/18)
Óðinn Þór Ríkharðsson, KA (14/44)
Ólafur Guðmundsson, Montpellier Handball (133/266)
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (56/150)
Sveinn Jóhannsson, SönderjyskE Håndball (12/24)
Teitur Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (21/22)
Viggó Kristjánsson, Stuttgart (21/55)
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (52/23)