Á netspjallinu verður spurningum um inn- og útflutning hunda og katta svarað en reiknivélin tekur mið af útflutningslandi og komudegi og birtir tímasetta áætlun um bólusetningar, sýnatökur og önnur heilbrigðisskilyrði.
Leiðbeiningar um innflutning hafa verð uppfærðar og settar í þrep til að leiða innflytjendur í gegnum ferlið skref fyrir skref, segir á vef MAST.
„Netspjallið er eingöngu birt á efnissíðum á vef Matvælastofnunar um inn- og útflutning hunda og katta og eingöngu sýnilegt á opnunartíma stofnunarinnar virka daga kl. 9-12 og 13-15. Inn- og útflytjendur sem hafa samband við stofnunina símleiðis verður vísað á netspjallið. Utan opnunartíma er hægt að beina fyrirspurnum um inn- og útflutning gæludýra á netfangið petimport@mast.is.“