Nú eru 379 manns í einangrun í Færeyjum vegna Covid-19 og 478 í sóttkví.
Tveir liggja á sjúkrahúsi vegna veirunnar en um sjötíu prósent Færeyinga hafa nú verið bólusettir.
Alls hafa um 1.700 kórónuveirusmit komið upp í Færeyjum frá upphafi faraldursins og þá hafa tvö dauðsföll verið rakin til Covid-19.