Audi bannaði Heklu að nota hugtökin „afsláttur“ eða „tilboð“ Eiður Þór Árnason skrifar 25. október 2021 23:24 Hekla er með umboðið fyrir Audi á Íslandi. Já.is Hekla braut gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þegar bílaumboðið veitti villandi upplýsingar um verð á heimasíðu félagsins. Þetta er niðurstaða Neytendastofu en málið varðar notkun á hugtakinu „innifalin ávinningur“ við kynningu á Audi e-tron 50 og 55 bifreiðum. Samkvæmt svörum Heklu þýddi „innifalinn ávinningur“ í raun það sama og „afsláttur“ og notkun hugtaksins væri tilkomin vegna samkomulags milli Heklu og framleiðandans Audi AG. Í samkomulaginu fólst að Íslendingum yrðu boðnir Audi e-tron bílar á sérstökum tilboðskjörum árið 2021. Samningurinn fæli einnig í sér að Hekla og Audi AG gæfu eftir hluta af sinni framlegð og fengi viðskiptavinurinn að njóta þess með því að greiða lægra verð en ella. Ávinningurinn fælist í því að verð bifreiða af þessari gerð hafi verið 1.500.000 kr. til 1.870.000 krónum lægra en annars hefði orðið Upphæðin sem væri birt sem „innifalinn ávinningur“ væri þannig heildarupphæð afsláttarins sem viðskiptavinurinn fengi. Innifalinn ávinningur væri því tilboðsverð sem ætti einungis við ákveðinn fjölda bíla. Að sögn Heklu er ástæða þess að orðalagið „innifalinn ávinningur“ sé notað í stað orðsins „afsláttur“ sé að Audi AG vilji ekki að notuð séu orðin „afsláttur“ eða „tilboð“ í samhengi við Audi vörumerkið. Audi sé hágæða vörumerki og forsvarsmenn fyrirtækisins telji það að auglýsa afslætti og tilboð geti haft neikvæð áhrif á ímynd vörumerkisins. Þá sagði í svari Heklu til Neytendastofu að umboðið hefði bætt við útskýringu á hugtakinu „innifalinn ávinningur“ á verðlista viðeigandi bifreiða á heimasíðu sinni eftir ábendingu stofnunarinnar. Hugtakið gæfi til kynna að kaupendur fengju viðbót Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að stofnunin telji hugtökin „ávinningur“ og „afsláttur“ ekki vera sambærileg. Ávinningur vísaði til hagnaðar eða að það væri fengur af einhverju en afsláttur vísaði til þess að slegið væri af verði einhvers hlutar Er það mat Neytendastofu að innifalinn ávinningur að tiltekinni fjárhæð geti lýst því að viðbót fáist sem nemi verðmæti fjárhæðarinnar. Í tilviki bíla gæti þar til dæmis verið um aukahluti að ræða. Audi e-tron 50 Quattro rafbíll.Getty/Sjoerd van der Wal Fram kemur í ákvörðun stofnunarinnar að þegar fyrirtæki kynni verðlækkun eigi að tilgreina fyrra verð vöru auk þess sem fyrirtæki þarf að geta sannað að vara hafi verið seld á tilgreindu fyrra verði. Á vefsíðu Heklu hafi innifaldi ávinningurinn ekki verið settur fram til lækkunar eða sem afsláttur af uppgefnu verði bílsins, heldur þyrfti að leggja hinn innifalda ávinning við verð bílsins til þess að sjá hvað bílinn myndi kosta ef samningur Audi AG og Heklu hefði ekki verið til staðar. Þá hafi Hekla ekki lagt fram gögn til staðfestingar á að bílarnir hafi verið seldir á fyrra verðinu. Fæli í sér villandi viðskiptahætti Niðurstaða Neytendastofu er sú að framsetning ávinningsins við kynningu á bílum Heklu með þessum hætti feli í sér villandi viðskiptahætti sem séu líklegir til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingarnar beinast að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi annars ekki hafa tekið. Þá eru viðskiptahættirnir enn fremur líklegir til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Þar með telur Neytendastofa að Hekla hafi brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu og hefur bannað Heklu að nota hugtakið. Neytendastofa áréttaði að fyrirtækjum er almennt heimilt að kynna verðhagræði en gæta verði að framsetningu. Bílar Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira
Samkvæmt svörum Heklu þýddi „innifalinn ávinningur“ í raun það sama og „afsláttur“ og notkun hugtaksins væri tilkomin vegna samkomulags milli Heklu og framleiðandans Audi AG. Í samkomulaginu fólst að Íslendingum yrðu boðnir Audi e-tron bílar á sérstökum tilboðskjörum árið 2021. Samningurinn fæli einnig í sér að Hekla og Audi AG gæfu eftir hluta af sinni framlegð og fengi viðskiptavinurinn að njóta þess með því að greiða lægra verð en ella. Ávinningurinn fælist í því að verð bifreiða af þessari gerð hafi verið 1.500.000 kr. til 1.870.000 krónum lægra en annars hefði orðið Upphæðin sem væri birt sem „innifalinn ávinningur“ væri þannig heildarupphæð afsláttarins sem viðskiptavinurinn fengi. Innifalinn ávinningur væri því tilboðsverð sem ætti einungis við ákveðinn fjölda bíla. Að sögn Heklu er ástæða þess að orðalagið „innifalinn ávinningur“ sé notað í stað orðsins „afsláttur“ sé að Audi AG vilji ekki að notuð séu orðin „afsláttur“ eða „tilboð“ í samhengi við Audi vörumerkið. Audi sé hágæða vörumerki og forsvarsmenn fyrirtækisins telji það að auglýsa afslætti og tilboð geti haft neikvæð áhrif á ímynd vörumerkisins. Þá sagði í svari Heklu til Neytendastofu að umboðið hefði bætt við útskýringu á hugtakinu „innifalinn ávinningur“ á verðlista viðeigandi bifreiða á heimasíðu sinni eftir ábendingu stofnunarinnar. Hugtakið gæfi til kynna að kaupendur fengju viðbót Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að stofnunin telji hugtökin „ávinningur“ og „afsláttur“ ekki vera sambærileg. Ávinningur vísaði til hagnaðar eða að það væri fengur af einhverju en afsláttur vísaði til þess að slegið væri af verði einhvers hlutar Er það mat Neytendastofu að innifalinn ávinningur að tiltekinni fjárhæð geti lýst því að viðbót fáist sem nemi verðmæti fjárhæðarinnar. Í tilviki bíla gæti þar til dæmis verið um aukahluti að ræða. Audi e-tron 50 Quattro rafbíll.Getty/Sjoerd van der Wal Fram kemur í ákvörðun stofnunarinnar að þegar fyrirtæki kynni verðlækkun eigi að tilgreina fyrra verð vöru auk þess sem fyrirtæki þarf að geta sannað að vara hafi verið seld á tilgreindu fyrra verði. Á vefsíðu Heklu hafi innifaldi ávinningurinn ekki verið settur fram til lækkunar eða sem afsláttur af uppgefnu verði bílsins, heldur þyrfti að leggja hinn innifalda ávinning við verð bílsins til þess að sjá hvað bílinn myndi kosta ef samningur Audi AG og Heklu hefði ekki verið til staðar. Þá hafi Hekla ekki lagt fram gögn til staðfestingar á að bílarnir hafi verið seldir á fyrra verðinu. Fæli í sér villandi viðskiptahætti Niðurstaða Neytendastofu er sú að framsetning ávinningsins við kynningu á bílum Heklu með þessum hætti feli í sér villandi viðskiptahætti sem séu líklegir til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingarnar beinast að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi annars ekki hafa tekið. Þá eru viðskiptahættirnir enn fremur líklegir til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Þar með telur Neytendastofa að Hekla hafi brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu og hefur bannað Heklu að nota hugtakið. Neytendastofa áréttaði að fyrirtækjum er almennt heimilt að kynna verðhagræði en gæta verði að framsetningu.
Bílar Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira