Flestir létust úr æxli eða blóðrásarsjúkdómum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2021 10:34 Æxli og blóðrásarsjúkdómar drógu flesta til dauða á síðasta áratug. Blóðrásarsjúkdómar eða æxli voru algengustu dánarorsakir Íslendinga á síðasta áratug. Dánartíðni af þessum orsökum hefur þó dregist töluvert saman frá aldamótum. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar sem hefur birt talnaefni um dánarmein þeirra sem áttu lögheimili á Íslandi við andlát á árunum 2011 til 2020. Yfir tíu ára tímabil frá 2011 til 2020 dóu flestir á Íslandi úr blóðrásarsjúkdómum eða 6.946 landsmenn sem svarar til tæplega þriðjungs allra látinna, 32 prósent. Þar á eftir létust 6.170 úr æxlum eða 28,4 prósent látinna. Alls létust 2.286 úr sjúkdómum í taugakerfi, 10,5 prósent, og 1.840 úr sjúkdómum í öndunarfærum, eða 8,5 prósent. Fæstir dóu vegna ytri orsaka eða 1.433 sem svarar til 6,6 prósent af heildarfjölda látinna yfir tímabilið 2011–2020. Ytri orsakir eru til dæmis slys eða sjálfsvíg. Algengustu dánarmein eftir kyni tímabilu 2011-2020.Hagstofan Á vef Hagstofunnar kemur einnig fram að þegar rýnt sé í dánarmein hjá yngri aldurshópum kemur í ljós að dánarmein skiptast þar með öðrum hætti en þegar horft er til dánarmeina allra. Fram að 34 ára deyja til að mynda flestir úr ytri orsökum eða 55,2 prósent. Töluverður munur er á kynjunum á þessum aldri en 61 prósent karla deyja af ytri orsökum á móti 42 prósent kvenna. Sjúkdómar í taugakerfi jukust mest en dánartíðni vegna æxla og blóðrásarsjúkdóma fer lækkandi Heildarfjöldi dauðsfalla og hlutfall einstakra dánarorsaka er breytilegt eftir aldurssamsetningu mannfjöldans. Hagstofa Íslands notast við aldursstaðlaða dánartíðni, aldursstaðlað á hverja 100.000 íbúa af staðalþýði, til þess að auðvelda samanburð á dánartíðni, bæði yfir tíma og á milli landa. Á vef Hagstofunnar má sjá hvernig aldursstöðluð dánartíðni algengustu orsaka hefur þróast yfir tíma. Sjúkdómar í taugakerfi og skynfærum jukust mest á tímabilinu, fóru úr 46 tilfellum af hverjum 100.000 íbúum árið 2001 í rúm 87 árið 2020 sem er aukning um 89 prósent. Dánartíðni vegna algengustu dánarorsaka 1996 til 2020.Hagstofan Aldursstöðluð dánartíðni vegna sjúkdóma í blóðrásarkerfi dróst hins vegar saman um 41 prósent, fór úr 422 í 248 af hverjum 100.000 íbúum, á tímabilinu 2001–2020. Sömu sögu er að segja af æxlum og öndunarfærasjúkdómum en þar var samdrátturinn 22 prósent og 21 prósent yfir sama tímabil. Covid-19 komið inn í tölurnar Á vef Hagstofunnar kemur einnig fram að teknir hafi verið í notkun tveir nýir dánarmeinakóðar á árinu 2020 en þeir tengjast báðir Covid-19, en faraldurinn hófst sem kunnugt er á síðasta ári. Samkvæmt tölum Hagstofunnar dóu 29 einstaklingar úr Covid-19 og einn einstaklingur vegna eftirstöðva COVID-19 á síðasta ári. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar sem hefur birt talnaefni um dánarmein þeirra sem áttu lögheimili á Íslandi við andlát á árunum 2011 til 2020. Yfir tíu ára tímabil frá 2011 til 2020 dóu flestir á Íslandi úr blóðrásarsjúkdómum eða 6.946 landsmenn sem svarar til tæplega þriðjungs allra látinna, 32 prósent. Þar á eftir létust 6.170 úr æxlum eða 28,4 prósent látinna. Alls létust 2.286 úr sjúkdómum í taugakerfi, 10,5 prósent, og 1.840 úr sjúkdómum í öndunarfærum, eða 8,5 prósent. Fæstir dóu vegna ytri orsaka eða 1.433 sem svarar til 6,6 prósent af heildarfjölda látinna yfir tímabilið 2011–2020. Ytri orsakir eru til dæmis slys eða sjálfsvíg. Algengustu dánarmein eftir kyni tímabilu 2011-2020.Hagstofan Á vef Hagstofunnar kemur einnig fram að þegar rýnt sé í dánarmein hjá yngri aldurshópum kemur í ljós að dánarmein skiptast þar með öðrum hætti en þegar horft er til dánarmeina allra. Fram að 34 ára deyja til að mynda flestir úr ytri orsökum eða 55,2 prósent. Töluverður munur er á kynjunum á þessum aldri en 61 prósent karla deyja af ytri orsökum á móti 42 prósent kvenna. Sjúkdómar í taugakerfi jukust mest en dánartíðni vegna æxla og blóðrásarsjúkdóma fer lækkandi Heildarfjöldi dauðsfalla og hlutfall einstakra dánarorsaka er breytilegt eftir aldurssamsetningu mannfjöldans. Hagstofa Íslands notast við aldursstaðlaða dánartíðni, aldursstaðlað á hverja 100.000 íbúa af staðalþýði, til þess að auðvelda samanburð á dánartíðni, bæði yfir tíma og á milli landa. Á vef Hagstofunnar má sjá hvernig aldursstöðluð dánartíðni algengustu orsaka hefur þróast yfir tíma. Sjúkdómar í taugakerfi og skynfærum jukust mest á tímabilinu, fóru úr 46 tilfellum af hverjum 100.000 íbúum árið 2001 í rúm 87 árið 2020 sem er aukning um 89 prósent. Dánartíðni vegna algengustu dánarorsaka 1996 til 2020.Hagstofan Aldursstöðluð dánartíðni vegna sjúkdóma í blóðrásarkerfi dróst hins vegar saman um 41 prósent, fór úr 422 í 248 af hverjum 100.000 íbúum, á tímabilinu 2001–2020. Sömu sögu er að segja af æxlum og öndunarfærasjúkdómum en þar var samdrátturinn 22 prósent og 21 prósent yfir sama tímabil. Covid-19 komið inn í tölurnar Á vef Hagstofunnar kemur einnig fram að teknir hafi verið í notkun tveir nýir dánarmeinakóðar á árinu 2020 en þeir tengjast báðir Covid-19, en faraldurinn hófst sem kunnugt er á síðasta ári. Samkvæmt tölum Hagstofunnar dóu 29 einstaklingar úr Covid-19 og einn einstaklingur vegna eftirstöðva COVID-19 á síðasta ári.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent