Refir falli undir skilgreiningu um gæludýr Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. október 2021 12:00 Refurinn Gústi Jr. hefur valdið miklum usla hjá Matvælastofnun. aðsend Lögmaður ungs manns sem á ref telur afar skrýtið hvernig Matvælastofnun hefur beitt sér í því að ná refnum af honum. Hann segir að ekki sé hægt að útiloka að refir geti skilgreinst sem gæludýr ef þeir alast upp á heimili manna. Eins og fréttastofa greindi frá í vikunni ruddist lögregla inn á heimili mannsins ásamt fulltrúa Matvælastofnunar með húsleitarheimild til að taka refinn af honum. Hann fannst þó ekki á heimilinu. Fyrrverandi aðstoðarvarðstjóri lögreglunnar á Selfossi, sem átti sjálfur ref fyrir aldamót, gagnrýndi þessi vinnubrögð í gær. Matvælastofnun hefur nú beint málinu til lögreglu og eigandi refsins er kominn með lögfræðing. Og hann telur afar sérstakt hvernig Matvælastofnun hefur keyrt málið áfram. Refur er hryggdýr en ekki búdýr Samkvæmt íslenskum lögum er bannað að halda villt dýr. Að hans sögn er þó óljóst hvaða dýr eru villt í augum laganna. „Það er allavega ljóst í lögum að undanþegin frá skilgreiningunni um villt dýr eru gæludýr," segir Helgi Þorsteinsson lögmaður mannsins. „Í reglugerð eru gæludýr talin sem hundar, kettir og önnur hryggdýr. Og refur er augljóslega hryggdýr." Í reglugerðinni sé þó talað um að búdýr geti ekki talist gæludýr og þau talin upp: „Það eru meðal annars svín, alifuglar, minnkar, sauðfé, geitfé, nautgrip og hross. Þannig við erum komin í nokkrar undantekningar og undantekningar á undantekningum og samt er ekkert að finna um refi," segir Helgi. „Nú ef að það er ekkert að finna um þá, þá getur maður alveg ímyndað sér að þeir hljóti bara að vera hryggdýr og ef þeir eru hryggdýr þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að þeir geti verið gæludýr." Gústi ekki óargadýr í búri Hann telur ekki útilokað að málið fari fyrir dómstóla ef lögregla kýs að halda áfram með það. Og loks telur hann að Matvælastofnun sé að oftúlka lagaákvæði um að bannað sé að halda villt dýr: „Þau eru væntanlega sett til að koma í veg fyrir það sem er stundum kallað kjarnatilvik; Ímyndað tilvik sem er akkúrat það sem lögunum er ætlað að stöðva. Og þá getur maður séð fyrir sér að vera hreinlega með óargadýr í búri og eitthvað slíkt og það er það sem ákvæðinu er ætlað að stöðva. Það er bara ekkert upp á teningnum hér," segir Helgi. „Þess vegna er svo skrýtið að málsmeðferðin sé þannig að um sé að ræða algjört kjarnatilvik sem þurfi að stöðva bara einn tveir og þrír." Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Lögreglumál Refurinn Gústi jr. Tengdar fréttir Of seint fyrir Gústa að aðlagast náttúrunni og sambúðin versni þegar hann þroskast „Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“ 30. september 2021 16:05 Magnús Norðdahl hættur að hugsa um kosningarnar og farinn að verja refi Magnús Davíð Norðdahl, lögfræðingur og oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum, er hættur að hugsa um kosningamálið í bili og farinn að snúa sér aftur að lögfræðistörfum. Þar á meðal máli sem kom nýlega inn á borð lögfræðistofu hans, um refinn Gústa Jr. sem Vísir hefur fjallað um. 17. október 2021 20:30 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Eins og fréttastofa greindi frá í vikunni ruddist lögregla inn á heimili mannsins ásamt fulltrúa Matvælastofnunar með húsleitarheimild til að taka refinn af honum. Hann fannst þó ekki á heimilinu. Fyrrverandi aðstoðarvarðstjóri lögreglunnar á Selfossi, sem átti sjálfur ref fyrir aldamót, gagnrýndi þessi vinnubrögð í gær. Matvælastofnun hefur nú beint málinu til lögreglu og eigandi refsins er kominn með lögfræðing. Og hann telur afar sérstakt hvernig Matvælastofnun hefur keyrt málið áfram. Refur er hryggdýr en ekki búdýr Samkvæmt íslenskum lögum er bannað að halda villt dýr. Að hans sögn er þó óljóst hvaða dýr eru villt í augum laganna. „Það er allavega ljóst í lögum að undanþegin frá skilgreiningunni um villt dýr eru gæludýr," segir Helgi Þorsteinsson lögmaður mannsins. „Í reglugerð eru gæludýr talin sem hundar, kettir og önnur hryggdýr. Og refur er augljóslega hryggdýr." Í reglugerðinni sé þó talað um að búdýr geti ekki talist gæludýr og þau talin upp: „Það eru meðal annars svín, alifuglar, minnkar, sauðfé, geitfé, nautgrip og hross. Þannig við erum komin í nokkrar undantekningar og undantekningar á undantekningum og samt er ekkert að finna um refi," segir Helgi. „Nú ef að það er ekkert að finna um þá, þá getur maður alveg ímyndað sér að þeir hljóti bara að vera hryggdýr og ef þeir eru hryggdýr þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að þeir geti verið gæludýr." Gústi ekki óargadýr í búri Hann telur ekki útilokað að málið fari fyrir dómstóla ef lögregla kýs að halda áfram með það. Og loks telur hann að Matvælastofnun sé að oftúlka lagaákvæði um að bannað sé að halda villt dýr: „Þau eru væntanlega sett til að koma í veg fyrir það sem er stundum kallað kjarnatilvik; Ímyndað tilvik sem er akkúrat það sem lögunum er ætlað að stöðva. Og þá getur maður séð fyrir sér að vera hreinlega með óargadýr í búri og eitthvað slíkt og það er það sem ákvæðinu er ætlað að stöðva. Það er bara ekkert upp á teningnum hér," segir Helgi. „Þess vegna er svo skrýtið að málsmeðferðin sé þannig að um sé að ræða algjört kjarnatilvik sem þurfi að stöðva bara einn tveir og þrír."
Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Lögreglumál Refurinn Gústi jr. Tengdar fréttir Of seint fyrir Gústa að aðlagast náttúrunni og sambúðin versni þegar hann þroskast „Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“ 30. september 2021 16:05 Magnús Norðdahl hættur að hugsa um kosningarnar og farinn að verja refi Magnús Davíð Norðdahl, lögfræðingur og oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum, er hættur að hugsa um kosningamálið í bili og farinn að snúa sér aftur að lögfræðistörfum. Þar á meðal máli sem kom nýlega inn á borð lögfræðistofu hans, um refinn Gústa Jr. sem Vísir hefur fjallað um. 17. október 2021 20:30 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Of seint fyrir Gústa að aðlagast náttúrunni og sambúðin versni þegar hann þroskast „Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“ 30. september 2021 16:05
Magnús Norðdahl hættur að hugsa um kosningarnar og farinn að verja refi Magnús Davíð Norðdahl, lögfræðingur og oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum, er hættur að hugsa um kosningamálið í bili og farinn að snúa sér aftur að lögfræðistörfum. Þar á meðal máli sem kom nýlega inn á borð lögfræðistofu hans, um refinn Gústa Jr. sem Vísir hefur fjallað um. 17. október 2021 20:30
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent