Ráðgjöf um misþyrmingu lífríkis Íslands? Ole Anton Bieltvedt skrifar 23. október 2021 18:28 Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ) hefur mörgum góðum og gegnum mönnum á að skipa, sérfræðingum á sviði náttúru- og vistfræði, en hlutverk hennar er, að fylgjast með þróun íslenzka lífríkisins og leiðbeina stjórnvöldum um vernd þess og viðhald. Hluti þessarar ráðgjafar er tillögugerð um veiðar villtra dýra, en öll villt dýr voru friðuð, góðu heilli, með lögum nr. 64/1994, eða fyrir 25 árum. Þessa dagana er umræðan um undanþágu frá friðun rjúpunnar í deiglu, en þrátt fyrir það, að rjúpan hafi verið friðuð í 25 ár, og þrátt fyrir það, að þá þegar var búið að útrýma 80-90% rjúpnastofnsins, þá hefur NÍ mælt með því, að undanþága væri veitt frá friðun, og veiðar leyfðar, í 23 ár, af þeim 25, sem rjúpan hefði átt að njóta friðunar skv. lögum. Skýringin er fyrir unndirrituðum sú, annars vegar, að veiðimenn, sem litlar eða engar tilfinningar bera fyrir villtum dýrum - og virðast hafa af því mikla ánægju, að stunda sitt blóðsport - hafa þrýst hart á með það, að vikið væri frá lögbundinni friðun, til þess, að þeir gætu stundað það, sem ég kalla óiðju sína. Hins vegar, virðist skýringin á því, að aftur og aftur hafa friðunarlög verið vanvirt, og mælt með veiðum, vera sú, að veiðimenn sjálfir hafa gegnt lykilhlutverkum bæði í NÍ og Umhverfisstofnun (UST), sem saman fara með ráðgjöf um undanþágu frá friðun og veiðistjórnun. Helzti sérfræðingur NÍ um rjúpnamál, sem hefur haft mest að segja um það, hvort fuglinn væri friðaður skv. lögum, eða undanþága veitt til veiða, er sjálfur rjúpnaveiðimaður. Það sama mun gilda um forstjóra NÍ; hann hefur sjálfur stundað rjúpnaveiðar. Á sama hátt er það svo, að sá maður, sem var helzti sérfræðingur UST í veiðum villtra dýra, og gaf þar að nokkru tóninn um langt árabil, er nú orðinn formaður Skotveiðifélags Íslands, Skotvíss, sem gefur til kynna, að hann sjálfur hafi stundað blóðsportið, kannske ótæpilega, í gegnum tíðina. Það er ýmislegt skrýtið, sem gerist í okkar litla þjóðfélagi, en mitt mat er, að það gæti vart gerzt meðal annarra siðmenntaðra þjóða, að þeir menn, sem eiga að hafa það meginhlutverk, að tryggja vernd og viðhald lífríkisins, tryggja velferð og afkomu villtra dýra, séu sjálfir virkir veiðimenn. Ég þekki ýmsa góða menn, sem eru veiðimenn, á líka nána vini meðal þeirra, en þeirra tilfinnigalíf er, í þessu tilliti, annað, en okkar dýravina; þeir hafa litlar eða engar tilfinningar fyrir dýrum, og líta á þau sem sjálfsagða bráð; veiðar sem sport og skemmtun, sem þeir eigi fullan rétt á. Villtdýr séu nánast fædd í þenna heim, til að gera þeim kleift að elta þau og drepa. Kikkið ráði. Tilfinningin fyrir villtum dýrum og rétti þeirra til velferðar og lífs við núllið. Forráðamenn NÍ, líka formaður Skotvíss, virka sem vænir menn, góðir drengir, almennt talað, en gagnvart dýrum hafa þeir litlar tilfinningar. Því er með öllu óhæft, að þeir ráði ferðinni, þegar línur eru lagðar um það, hvort lögbundinn friðun gildi, eða undanþága sé veitt til veiða. Skv. talningu NÍ var vor- eða varpstofn rjúpu í vor 69 þúsund fuglar. Reiknað er með, að 179 þúsund ungar hafi bætzt við í sumar, þannig, að haust- eða veiðistofn, með 6 mánaða ungum, sé 248 þúsund fuglar. Er þetta minnsti og veikasti stofninn frá upphafi talninga 1995 Skv. gögnum NÍ. Til samanburðar má nefna, að NÍ hefur sjálf gefið út, að rjúpur í landinu, á fyrri hluta síðustu aldar, hafi verið allt að 5 milljónum fuglum. Engu að síður mæla forráðamenn NÍ með, að friðun rjúpu sé enn og aftur virt að vettugi, og, að veiðar verði leyfðar á 20 þúsund fuglum, sem skiptist eiga á 5 þúsund veiðimenn. Mælt er með, að hver veiðimaður fái að veiða 4 rjúpur. Allir, sem eitthvað vita um rjúpnaveiðar og neyzlu fuglsins, vita, hins vegar, að það fer enginn veiðimaður til fjalla til að veiða 4 rjúpur. Uppgefin meðalveiði á veiðimann, skv. gögnum UST sjálfrar, síðustu 16 árin, er 12 fuglar á veiðimann. Þetta er sjá fjöldi, sem sem veiðimenn gefa upp, ef þeir gefa yfir höfuð eitthvað upp. Þeir, sem til þekkja, munu vita, að almenn veiði veiðimanna er 15-20 fuglar, eða fjórum til fimm sinnum meiri, en NÍ reiknar með. Eru þeir þá ótaldir, sem kunna að veiða án leyfa, t.a.m. bændur og landeigendur, sem veiða á eigin jörðum, og telja lífríkið þar sína eign, eins og fiskinn í vötnum og ám. Verði UST og umhverfisráðherra við ráðgjöf NÍ um veiðar, nú í nóvember, tel ég, að stjórnvöld séu að gefa grænt ljós á enn eina misþyrmingu hins fábrotna og fátæklega íslenzka lífríkis. Rjúpan er nú þegar á válista NÍ um „tegundir í yfirvofandi útrýmingarhætt“. Þetta yrði þá kannske síðasta sóknin og loka sigur veiðimanna. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ) hefur mörgum góðum og gegnum mönnum á að skipa, sérfræðingum á sviði náttúru- og vistfræði, en hlutverk hennar er, að fylgjast með þróun íslenzka lífríkisins og leiðbeina stjórnvöldum um vernd þess og viðhald. Hluti þessarar ráðgjafar er tillögugerð um veiðar villtra dýra, en öll villt dýr voru friðuð, góðu heilli, með lögum nr. 64/1994, eða fyrir 25 árum. Þessa dagana er umræðan um undanþágu frá friðun rjúpunnar í deiglu, en þrátt fyrir það, að rjúpan hafi verið friðuð í 25 ár, og þrátt fyrir það, að þá þegar var búið að útrýma 80-90% rjúpnastofnsins, þá hefur NÍ mælt með því, að undanþága væri veitt frá friðun, og veiðar leyfðar, í 23 ár, af þeim 25, sem rjúpan hefði átt að njóta friðunar skv. lögum. Skýringin er fyrir unndirrituðum sú, annars vegar, að veiðimenn, sem litlar eða engar tilfinningar bera fyrir villtum dýrum - og virðast hafa af því mikla ánægju, að stunda sitt blóðsport - hafa þrýst hart á með það, að vikið væri frá lögbundinni friðun, til þess, að þeir gætu stundað það, sem ég kalla óiðju sína. Hins vegar, virðist skýringin á því, að aftur og aftur hafa friðunarlög verið vanvirt, og mælt með veiðum, vera sú, að veiðimenn sjálfir hafa gegnt lykilhlutverkum bæði í NÍ og Umhverfisstofnun (UST), sem saman fara með ráðgjöf um undanþágu frá friðun og veiðistjórnun. Helzti sérfræðingur NÍ um rjúpnamál, sem hefur haft mest að segja um það, hvort fuglinn væri friðaður skv. lögum, eða undanþága veitt til veiða, er sjálfur rjúpnaveiðimaður. Það sama mun gilda um forstjóra NÍ; hann hefur sjálfur stundað rjúpnaveiðar. Á sama hátt er það svo, að sá maður, sem var helzti sérfræðingur UST í veiðum villtra dýra, og gaf þar að nokkru tóninn um langt árabil, er nú orðinn formaður Skotveiðifélags Íslands, Skotvíss, sem gefur til kynna, að hann sjálfur hafi stundað blóðsportið, kannske ótæpilega, í gegnum tíðina. Það er ýmislegt skrýtið, sem gerist í okkar litla þjóðfélagi, en mitt mat er, að það gæti vart gerzt meðal annarra siðmenntaðra þjóða, að þeir menn, sem eiga að hafa það meginhlutverk, að tryggja vernd og viðhald lífríkisins, tryggja velferð og afkomu villtra dýra, séu sjálfir virkir veiðimenn. Ég þekki ýmsa góða menn, sem eru veiðimenn, á líka nána vini meðal þeirra, en þeirra tilfinnigalíf er, í þessu tilliti, annað, en okkar dýravina; þeir hafa litlar eða engar tilfinningar fyrir dýrum, og líta á þau sem sjálfsagða bráð; veiðar sem sport og skemmtun, sem þeir eigi fullan rétt á. Villtdýr séu nánast fædd í þenna heim, til að gera þeim kleift að elta þau og drepa. Kikkið ráði. Tilfinningin fyrir villtum dýrum og rétti þeirra til velferðar og lífs við núllið. Forráðamenn NÍ, líka formaður Skotvíss, virka sem vænir menn, góðir drengir, almennt talað, en gagnvart dýrum hafa þeir litlar tilfinningar. Því er með öllu óhæft, að þeir ráði ferðinni, þegar línur eru lagðar um það, hvort lögbundinn friðun gildi, eða undanþága sé veitt til veiða. Skv. talningu NÍ var vor- eða varpstofn rjúpu í vor 69 þúsund fuglar. Reiknað er með, að 179 þúsund ungar hafi bætzt við í sumar, þannig, að haust- eða veiðistofn, með 6 mánaða ungum, sé 248 þúsund fuglar. Er þetta minnsti og veikasti stofninn frá upphafi talninga 1995 Skv. gögnum NÍ. Til samanburðar má nefna, að NÍ hefur sjálf gefið út, að rjúpur í landinu, á fyrri hluta síðustu aldar, hafi verið allt að 5 milljónum fuglum. Engu að síður mæla forráðamenn NÍ með, að friðun rjúpu sé enn og aftur virt að vettugi, og, að veiðar verði leyfðar á 20 þúsund fuglum, sem skiptist eiga á 5 þúsund veiðimenn. Mælt er með, að hver veiðimaður fái að veiða 4 rjúpur. Allir, sem eitthvað vita um rjúpnaveiðar og neyzlu fuglsins, vita, hins vegar, að það fer enginn veiðimaður til fjalla til að veiða 4 rjúpur. Uppgefin meðalveiði á veiðimann, skv. gögnum UST sjálfrar, síðustu 16 árin, er 12 fuglar á veiðimann. Þetta er sjá fjöldi, sem sem veiðimenn gefa upp, ef þeir gefa yfir höfuð eitthvað upp. Þeir, sem til þekkja, munu vita, að almenn veiði veiðimanna er 15-20 fuglar, eða fjórum til fimm sinnum meiri, en NÍ reiknar með. Eru þeir þá ótaldir, sem kunna að veiða án leyfa, t.a.m. bændur og landeigendur, sem veiða á eigin jörðum, og telja lífríkið þar sína eign, eins og fiskinn í vötnum og ám. Verði UST og umhverfisráðherra við ráðgjöf NÍ um veiðar, nú í nóvember, tel ég, að stjórnvöld séu að gefa grænt ljós á enn eina misþyrmingu hins fábrotna og fátæklega íslenzka lífríkis. Rjúpan er nú þegar á válista NÍ um „tegundir í yfirvofandi útrýmingarhætt“. Þetta yrði þá kannske síðasta sóknin og loka sigur veiðimanna. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar