Í dag kom Tonsberg Notteroy í heimsókn til Elverum og er óhætt að segja að mikill gæðamunur hafi verið á liðunum.
Elverum skoraði 28 mörk í fyrri hálfleik og leiddi með ellefu mörkum í leikhléi, 28-17.
Síðari hálfleikur var rólegri en leiknum lauk með öruggum ellefu marka sigri Elverum, 42-31.
Orri Freyr, sem leikur stöðu vinstri hornamanns, fór mikinn í leiknum og var markahæsti leikmaður vallarins með tólf mörk.