Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta starfsmanna Eiður Þór Árnason skrifar 22. október 2021 14:50 Tölvuþrjótarnir hafa krafist lausnargjalds. vísir/vilhelm Mögulegt er að tölvuþrjótar sem gerðu árás á póstþjón Háskólans í Reykjavík (HR) í síðustu viku hafi komist yfir tölvupósta starfsmanna. HR hafði verið á lista yfir póstþjóna með tiltekinn veikleika frá því í byrjun júní en sá veikleiki var líklega notaður til að komast inn á þjóninn. Fram kemur í tilkynningu frá skólanum að greiningarvinna hafi leitt í ljós að frá þeim tíma hafi tölvuþrjótar tvisvar komið spilliforriti inn á póstþjóna HR. Engin spor eftir samskonar spilliforrit hafa fundist á öðrum netþjónum og kerfum HR. Frá því að árásanna var vart hefur starfsfólk skólans í samstarfi við netöryggissérfræðinga hjá Syndis og Advania unnið að því að greina hættuna á gagnaleka og líklega atburðarás. „Þær upplýsingar sem nú liggja fyrir benda til þess að hætta sé á að tölvuþrjótum hafi tekist að komast yfir pósta starfsmanna að hluta eða í heild. Enn sem komið er, er þó ómögulegt að segja til um hvort það hafi raunverulega gerst,“ segir í tilkynningu. Ekki hægt að rekja hvort forritið afritaði tölvupósta í ágúst Í lok ágúst var spilliforrit á póstþjónum HR í minnst fjóra daga, en í tæpan sólarhring í síðustu viku. Ekki eru til atburðaskrár frá þessum dögum í ágúst og því ekki hægt að rekja hvað spilliforritið gerði á þessum tíma og hvort það hafi afritað tölvupósta og sent úr húsi. Að sögn HR hefur annar póstþjónanna sem ráðist var á verið í notkun síðustu daga en verður nú tekinn úr umferð. Sérstakar varúðarráðstafanir hafi verið í kringum þennan póstþjón alla vikuna frá því að árásin uppgötvaðist og því talið ólíklegt að leki hafi stafað frá honum frá því að upp komst um árásina. Í tilkynningu segir að ef stjórnendur skólans fái upplýsingar um að tölvupóstum hafi verið lekið á netið verði hlutaðeigandi látin vita af því strax. Dæmi séu um að tölvupóstar hafi verið birtir á opnum vefsvæðum, á hlulduvefnum, eða starfsfólki hótað að póstum verði lekið ef lausnargjald verði ekki greitt. Mikilvægt að starfsmenn skammist sín ekki Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, segir mikilvægt að háskólinn upplýsi um allt sem vitað er í tengslum við þessa árás. ,,Þetta er óþægilegt fyrir okkur öll og mér þykir afar leitt að þessi staða sé uppi. Ég minni á að við vitum ekki hvort póstar voru afritaðir og þó svo væri, hvort einhver hyggist gera eitthvað við afritin. Við erum að vera varfærin og upplýsa um allt strax. Það, ásamt því að neita að borga lausnargjald og neita að skammast okkar fyrir að verða fyrir árás sem eru algengar og úti um allt, er það besta sem við getum gert í stöðunni og í bestu samræmi við það hvernig vinnustaður við viljum vera. Svo það er línan, auk þess að læra af reynslunni og styðja vel hvert við annað,“ segir Ragnhildur í tilkynningu. Netöryggi Netglæpir Háskólar Reykjavík Tengdar fréttir Netárás á Háskólann í Reykjavík og lausnargjalds krafist Tölvuárás var gerð á póstþjón Háskólans í Reykjavík í síðustu viku og skrár dulkóðaðar. Svo virðist sem að um einangraða árás á einn póstþjón hafi verið að ræða, sem hafi valdið takmörkuðum skaða. Svo segir í tilkynningu frá HR. 18. október 2021 15:05 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Sjá meira
HR hafði verið á lista yfir póstþjóna með tiltekinn veikleika frá því í byrjun júní en sá veikleiki var líklega notaður til að komast inn á þjóninn. Fram kemur í tilkynningu frá skólanum að greiningarvinna hafi leitt í ljós að frá þeim tíma hafi tölvuþrjótar tvisvar komið spilliforriti inn á póstþjóna HR. Engin spor eftir samskonar spilliforrit hafa fundist á öðrum netþjónum og kerfum HR. Frá því að árásanna var vart hefur starfsfólk skólans í samstarfi við netöryggissérfræðinga hjá Syndis og Advania unnið að því að greina hættuna á gagnaleka og líklega atburðarás. „Þær upplýsingar sem nú liggja fyrir benda til þess að hætta sé á að tölvuþrjótum hafi tekist að komast yfir pósta starfsmanna að hluta eða í heild. Enn sem komið er, er þó ómögulegt að segja til um hvort það hafi raunverulega gerst,“ segir í tilkynningu. Ekki hægt að rekja hvort forritið afritaði tölvupósta í ágúst Í lok ágúst var spilliforrit á póstþjónum HR í minnst fjóra daga, en í tæpan sólarhring í síðustu viku. Ekki eru til atburðaskrár frá þessum dögum í ágúst og því ekki hægt að rekja hvað spilliforritið gerði á þessum tíma og hvort það hafi afritað tölvupósta og sent úr húsi. Að sögn HR hefur annar póstþjónanna sem ráðist var á verið í notkun síðustu daga en verður nú tekinn úr umferð. Sérstakar varúðarráðstafanir hafi verið í kringum þennan póstþjón alla vikuna frá því að árásin uppgötvaðist og því talið ólíklegt að leki hafi stafað frá honum frá því að upp komst um árásina. Í tilkynningu segir að ef stjórnendur skólans fái upplýsingar um að tölvupóstum hafi verið lekið á netið verði hlutaðeigandi látin vita af því strax. Dæmi séu um að tölvupóstar hafi verið birtir á opnum vefsvæðum, á hlulduvefnum, eða starfsfólki hótað að póstum verði lekið ef lausnargjald verði ekki greitt. Mikilvægt að starfsmenn skammist sín ekki Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, segir mikilvægt að háskólinn upplýsi um allt sem vitað er í tengslum við þessa árás. ,,Þetta er óþægilegt fyrir okkur öll og mér þykir afar leitt að þessi staða sé uppi. Ég minni á að við vitum ekki hvort póstar voru afritaðir og þó svo væri, hvort einhver hyggist gera eitthvað við afritin. Við erum að vera varfærin og upplýsa um allt strax. Það, ásamt því að neita að borga lausnargjald og neita að skammast okkar fyrir að verða fyrir árás sem eru algengar og úti um allt, er það besta sem við getum gert í stöðunni og í bestu samræmi við það hvernig vinnustaður við viljum vera. Svo það er línan, auk þess að læra af reynslunni og styðja vel hvert við annað,“ segir Ragnhildur í tilkynningu.
Netöryggi Netglæpir Háskólar Reykjavík Tengdar fréttir Netárás á Háskólann í Reykjavík og lausnargjalds krafist Tölvuárás var gerð á póstþjón Háskólans í Reykjavík í síðustu viku og skrár dulkóðaðar. Svo virðist sem að um einangraða árás á einn póstþjón hafi verið að ræða, sem hafi valdið takmörkuðum skaða. Svo segir í tilkynningu frá HR. 18. október 2021 15:05 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Sjá meira
Netárás á Háskólann í Reykjavík og lausnargjalds krafist Tölvuárás var gerð á póstþjón Háskólans í Reykjavík í síðustu viku og skrár dulkóðaðar. Svo virðist sem að um einangraða árás á einn póstþjón hafi verið að ræða, sem hafi valdið takmörkuðum skaða. Svo segir í tilkynningu frá HR. 18. október 2021 15:05