„Það er enginn að fara að gefa þér neitt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. október 2021 13:33 Jóhanna Guðrún Jónsdóttir er gestur í þætti vikunnar af hlaðvarpinu Normið, í stjórn Evu Mattadóttur og Sylvíu Briem Friðjónsdóttir. Vísir/Vilhelm „Legðu hluti á þig og gerðu það sem þú þarft að gera til að komast þangað sem þú vilt fara. Í rauninni er enginn eða ekkert sem stoppar þig svo framarlega sem þú veist hvert þú ætlar að fara. Þú þarft að sjá þetta fyrir þér, ég ætla þangað,“ segir söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. Hún er dugleg og vinnur mjög markvisst að sínum verkefnum. „Stundum taka hlutirnir tíma og maður þarf bara að halda út. Það er enginn að fara að rétta þér neitt. Það er enginn að fara að gefa þér neitt. Það þurfa allir að moka sinn skurð.“ Hún segir að því miður átti sig ekki allir á þessu. „Ég æfði mig inni í stofu alla daga, í tvo klukkutíma eða meira í ógeðslega mörg ár. Um helgar líka, ég vakti allt hverfið klukkan níu á laugardagsmorgni að reyna að syngja Celine Dion. Í dag bý ég náttúrulega að þessu.“ Jóhanna Guðrún ræddi móðurhlutverkið, femínisma, ferilinn, Eurovision ævintýrið, Allir geta dansað, skilnaðinn sinn og margt fleira í hlaðvarpinu Normið. Þátturinn er kominn út á Spotify og helstu hlaðvarpsveitum og má einnig hlusta á hann hér fyrir neðan. Klippa: 135. Jóhanna Guðrún - Það er enginn að fara að rétta þér neitt Í lagi að segja nei Þegar umræðan fer út í móðurhlutverkið segir Jóhanna Guðrún að það sé mikilvægt að finna jafnvægið. „Það breytist náttúrulega allt þegar þú eignast börn. Auðvitað verður allt skemmtilegra, fallegra og betra en að sama skapi þá þarftu að læra að halda öllum boltunum uppi. Ég er ennþá að læra að drepa mig ekki.“ Jóhanna Guðrún fór of fljótt af stað á fullt í sönginn eftir að hún átti yngra barnið sitt og var mætt upp á svið tíu dögum eftir fæðingu, enn að fá sýklalyf í æð vegna eftirmála fæðingarinnar. „Þó að þú sért metnaðarfull þá er allt í lagi stundum að taka sér tíma,“ segir Jóhanna Guðrún að hún hafi lært af þessu. „Að segja nei, að segja þetta er ekki best fyrir mig og þetta er ekki best fyrir barnið mitt.“ Týnir sjálfri sér „Ég er rosalega tvískipt týpa. Ég nýt þess að vera heima að þrífa og baka með börnin og í kósýgallanum að horfa á mynd áður en ég fer að sofa,“ útskýrir Jóhanna Guðrún. „Ég elska það en svo finn ég líka að ef ég geri það mjög lengi þá finnst mér ég týna sjálfri mér.“ Söngkonan á sviðinu í síðkjólnum er samt gríðarlega stór hluti af hennar sjálfsmynd. „Mér finnst ég ekki vera neitt ef ég er ekki að syngja.“ Enginn ætlar að skilja Jóhanna Guðrún segir að síðustu misseri hafi hún lagt mikla áherslu á slökun. Fyrr á þessu ári gekk hún í gegnum skilnað við barnsföður sinn. „Þá svolítið þarf maður með öllu þessu sem fylgir að ákveða hvernig maður ætlar að hafa framhaldið, maður hugsar hlutina upp á nýtt. Þetta eru stórar breytingar. Ég finn að ég get ekki unnið jafn mikið akkúrat núna. Ég þarf að velja mér verkefni.“ Erfiðasta varðandi skilnaðinn er að börnin séu ekki lengur hjá bæði mömmu og pabba. „Það fer enginn inn í hjónaband með það í huga að ætla að skilja. En helmingur af öllum hjónaböndum í dag endar í skilnaði.“ Nauðsynlegt að kyngja fordómunum Hún segir að við skilnaðinn verði plönin sem þú hafðir fyrir lífið þitt og sjálfa þig, þau allt í einu verði ekki. „Hvernig ætla ég að byggja lífið mitt upp aftur? Það er náttúrulega óvissa og óþægindi sem fylgja því.“ Fyrst og fremst á hún við það varðandi börnin. „Maður þarf að kyngja eigin fordómum gagnvart skilnaði. Ég viðurkenni það sjálf að ég var mjög fordómafull gagnvart skilnuðum af því að ég á foreldra sem hafa verið saman síðan þau voru fimmtán ára.“ Jóhanna Guðrún segir að hún sé á mjög góðum stað núna og einbeiti sér að sér og sinni fjölskyldu. Viðtalið í heild má heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Settu follow í hlaðvarpsappinu þínu og þá sérðu alltaf þegar nýr þáttur mætir á svæðið. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi. Normið Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir Jóhanna Guðrún og Davíð hvort í sína áttina Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og tónlistarmaðurinn Davíð Sigurgeirsson hafa endað hjónaband sitt. Jóhanna Guðrún staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. 2. september 2021 11:43 Konur eiga að vera óhræddari við að taka pláss og þora Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona segist sjá eftir því að hafa ekki samið meira af eigin tónlist. 29. september 2019 07:00 Barnaleikritið Ávaxtakarfan snýr aftur á svið Ávaxtakarfan verður sett aftur á svið snemma á næsta ári í nýrri uppfærslu í Silfurbergi Hörpu. Leikritið þekkja flestir en árið 1998 var það sýnt fyrst Íslensku Óperunni með þjóðþekktum einstaklingum. 21. október 2021 08:00 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Hún er dugleg og vinnur mjög markvisst að sínum verkefnum. „Stundum taka hlutirnir tíma og maður þarf bara að halda út. Það er enginn að fara að rétta þér neitt. Það er enginn að fara að gefa þér neitt. Það þurfa allir að moka sinn skurð.“ Hún segir að því miður átti sig ekki allir á þessu. „Ég æfði mig inni í stofu alla daga, í tvo klukkutíma eða meira í ógeðslega mörg ár. Um helgar líka, ég vakti allt hverfið klukkan níu á laugardagsmorgni að reyna að syngja Celine Dion. Í dag bý ég náttúrulega að þessu.“ Jóhanna Guðrún ræddi móðurhlutverkið, femínisma, ferilinn, Eurovision ævintýrið, Allir geta dansað, skilnaðinn sinn og margt fleira í hlaðvarpinu Normið. Þátturinn er kominn út á Spotify og helstu hlaðvarpsveitum og má einnig hlusta á hann hér fyrir neðan. Klippa: 135. Jóhanna Guðrún - Það er enginn að fara að rétta þér neitt Í lagi að segja nei Þegar umræðan fer út í móðurhlutverkið segir Jóhanna Guðrún að það sé mikilvægt að finna jafnvægið. „Það breytist náttúrulega allt þegar þú eignast börn. Auðvitað verður allt skemmtilegra, fallegra og betra en að sama skapi þá þarftu að læra að halda öllum boltunum uppi. Ég er ennþá að læra að drepa mig ekki.“ Jóhanna Guðrún fór of fljótt af stað á fullt í sönginn eftir að hún átti yngra barnið sitt og var mætt upp á svið tíu dögum eftir fæðingu, enn að fá sýklalyf í æð vegna eftirmála fæðingarinnar. „Þó að þú sért metnaðarfull þá er allt í lagi stundum að taka sér tíma,“ segir Jóhanna Guðrún að hún hafi lært af þessu. „Að segja nei, að segja þetta er ekki best fyrir mig og þetta er ekki best fyrir barnið mitt.“ Týnir sjálfri sér „Ég er rosalega tvískipt týpa. Ég nýt þess að vera heima að þrífa og baka með börnin og í kósýgallanum að horfa á mynd áður en ég fer að sofa,“ útskýrir Jóhanna Guðrún. „Ég elska það en svo finn ég líka að ef ég geri það mjög lengi þá finnst mér ég týna sjálfri mér.“ Söngkonan á sviðinu í síðkjólnum er samt gríðarlega stór hluti af hennar sjálfsmynd. „Mér finnst ég ekki vera neitt ef ég er ekki að syngja.“ Enginn ætlar að skilja Jóhanna Guðrún segir að síðustu misseri hafi hún lagt mikla áherslu á slökun. Fyrr á þessu ári gekk hún í gegnum skilnað við barnsföður sinn. „Þá svolítið þarf maður með öllu þessu sem fylgir að ákveða hvernig maður ætlar að hafa framhaldið, maður hugsar hlutina upp á nýtt. Þetta eru stórar breytingar. Ég finn að ég get ekki unnið jafn mikið akkúrat núna. Ég þarf að velja mér verkefni.“ Erfiðasta varðandi skilnaðinn er að börnin séu ekki lengur hjá bæði mömmu og pabba. „Það fer enginn inn í hjónaband með það í huga að ætla að skilja. En helmingur af öllum hjónaböndum í dag endar í skilnaði.“ Nauðsynlegt að kyngja fordómunum Hún segir að við skilnaðinn verði plönin sem þú hafðir fyrir lífið þitt og sjálfa þig, þau allt í einu verði ekki. „Hvernig ætla ég að byggja lífið mitt upp aftur? Það er náttúrulega óvissa og óþægindi sem fylgja því.“ Fyrst og fremst á hún við það varðandi börnin. „Maður þarf að kyngja eigin fordómum gagnvart skilnaði. Ég viðurkenni það sjálf að ég var mjög fordómafull gagnvart skilnuðum af því að ég á foreldra sem hafa verið saman síðan þau voru fimmtán ára.“ Jóhanna Guðrún segir að hún sé á mjög góðum stað núna og einbeiti sér að sér og sinni fjölskyldu. Viðtalið í heild má heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Settu follow í hlaðvarpsappinu þínu og þá sérðu alltaf þegar nýr þáttur mætir á svæðið. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi.
Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Settu follow í hlaðvarpsappinu þínu og þá sérðu alltaf þegar nýr þáttur mætir á svæðið. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi.
Normið Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir Jóhanna Guðrún og Davíð hvort í sína áttina Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og tónlistarmaðurinn Davíð Sigurgeirsson hafa endað hjónaband sitt. Jóhanna Guðrún staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. 2. september 2021 11:43 Konur eiga að vera óhræddari við að taka pláss og þora Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona segist sjá eftir því að hafa ekki samið meira af eigin tónlist. 29. september 2019 07:00 Barnaleikritið Ávaxtakarfan snýr aftur á svið Ávaxtakarfan verður sett aftur á svið snemma á næsta ári í nýrri uppfærslu í Silfurbergi Hörpu. Leikritið þekkja flestir en árið 1998 var það sýnt fyrst Íslensku Óperunni með þjóðþekktum einstaklingum. 21. október 2021 08:00 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Jóhanna Guðrún og Davíð hvort í sína áttina Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og tónlistarmaðurinn Davíð Sigurgeirsson hafa endað hjónaband sitt. Jóhanna Guðrún staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. 2. september 2021 11:43
Konur eiga að vera óhræddari við að taka pláss og þora Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona segist sjá eftir því að hafa ekki samið meira af eigin tónlist. 29. september 2019 07:00
Barnaleikritið Ávaxtakarfan snýr aftur á svið Ávaxtakarfan verður sett aftur á svið snemma á næsta ári í nýrri uppfærslu í Silfurbergi Hörpu. Leikritið þekkja flestir en árið 1998 var það sýnt fyrst Íslensku Óperunni með þjóðþekktum einstaklingum. 21. október 2021 08:00