Frekari sannanir fyrir því að Íslendingar voru í Ameríku löngu á undan Kólumbusi Kristján Már Unnarsson skrifar 21. október 2021 22:22 Frá L'Ance aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands. Í gerðinu er búið að endurbyggja húsin í þeirri mynd sem þau eru talin hafa verið upphaflega. Franskt/enskt heiti staðarins er dregið af samnefndu þorpi skammt frá. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Enginn þarf lengur að velkjast í vafa um að fornsögurnar um fund Vínlands í kringum árið þúsund eru sannar. Vísindamönnum hefur núna tekist að tímasetja mjög nákvæmlega hvenær norrænir menn dvöldu í Ameríku nærri fimmhundruð árum á undan Kristófer Kólumbusi. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá L'Anse aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands en staðsetning fornleifanna þar þykir ríma vel við lýsingar Íslendingasagna á leiðöngrum til lands sem kallað var Vínland. Rústirnar þar eru raunar þær einu í Norður-Ameríku þar sem ótvíræðar sannanir liggja fyrir um veru norrænna manna í kringum árið 1000. Íslenskir landnemar undir forystu Eiríks rauða, sem einkum sigldu frá Breiðafirði, stofnuðu Eystribyggð og Vestribyggð á Grænlandi. Leifur, sonur Eiríks, sigldi enn lengra og uppgötvaði land sem hann nefndi Vínland. Búðirnar á norðurodda Nýfundnalands eru taldar hafa þjónað sem bækistöð fyrir könnunarleiðangra um Vínland.Grafík/Helgi Hreinn Óskarsson Svæðið er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna og safnið þar sýnir muni sem norrænir menn skildu eftir sig. Þegar við heimsóttum staðinn fyrir sex árum, vegna þáttanna um Landnemana, sagði safnstjórinn okkur að þetta væri einn af merkustu stöðum mannkynssögunnar. Það hafi verið þarna sem hringurinn lokaðist í könnunarsögu mannsins um jörðina. Ekki léki nokkur vafi á því að tóftirnar væru frá tíma Vínlandsferðanna. Tóftirnar á Nýfundnalandi. Núna er staðfest að þarna voru norrænir menn að höggva við árið 1021. Fjær sést safnbyggingin.Kristján Már Unnarsson „Það var fullsannað að þetta væru norræn hús. Byggingartæknin er norræn og munirnir styðja það,“ sagði Dale Wells, forstöðumaður safnsins, sem rekið er á vegum þjóðgarða Kanada. „Kolefnagreining sýnir að þau eru um 1000 ára gömul,“ sagði hún. Dale Wells, forstöðumaður L'Anse aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tóftirnar voru áður taldar leifar indíánabyggðar þar til norsku hjónin og fornleifafræðingarnir Anne Stine og Helge Ingstad hófu að rannsaka þær árið 1960 og sýndu fram á norrænan uppruna þeirra. Einn af fornleifafræðingunum sem rannsökuðu tóftirnar, Svíinn Birgitta Wallace, telur raunar að þetta séu búðirnar sem Leifur Eiríksson reisti. „Ég held að það hafi verið Leifur sem gerði það.“ Birgitta Wallace, fornleifafræðingur í Halifax í Kanada. Hún telur að tóftirnar á Nýfundnalandi séu Leifsbúðir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Staðháttalýsingar Vínlandssagna pössuðu við staðinn. „Lýsingarnar í Vínlandssögum, einkum í Hauksbók, fara nákvæmlega saman við staðhætti í L'Anse aux Meadows,“ sagði Birgitta Wallace. Hún er einmitt í hópi tólf vísindamanna sem í vísindaritinu Nature birtu í gær enn sterkari sönnun; nákvæma aldursgreiningu sem sýnir að norrænir menn hjuggu viðarbúta með járnáhöldum á þessum stað árið 1021. Þetta listaverk á útsýnisstað ofan við víkingarústirnar í L'Anse aux Meadows sýnir norræna landkönnuði skoða sig um í ókunnu landi.Kristján Már Unnarsson Það passar einnig vel við sögurnar af ferðum Leifs heppna, Þorfinns karlsefnis, Guðríðar Þorbjarnardóttur og fleiri leiðöngrum, sem eru taldir eru hafa verið farnir á um tuttugu ára tímabili eftir árið 1.000. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landnemarnir Kanada Fornminjar Íslensk fræði Tengdar fréttir Ártalið sýni að Íslendingasögurnar hafi verið á réttu róli Rannsóknarprófessor við Árnastofnun segir fornleifauppgröft í Nýfundnalandi staðfesta tilgátur íslenskra fræðimanna um hvenær fólk frá Íslandi og Grænlandi hafi búið á svæðinu. Hann segir ánægjulegt að nú sé hægt að segja til um nákvæmt ártal sem. 21. október 2021 12:09 Staðfestu að víkingar voru í Ameríku fyrir sléttum þúsund árum Alþjóðlegt teymi vísindamanna hefur staðfest að víkingar frá Grænlandi numu land á Nýfundnalandi fyrir nákvæmlega þúsund árum síðan. Lengi hefur verið vitað að víkingar fundu Norður-Ameríku en ekki nákvæmlega hvenær. 20. október 2021 18:11 Skinn og bátar Skrælingjanna geta bent á hvar Vínland var Lýsingar Vínlandssagna á fólkinu sem víkingar nefndu Skrælingja eru þess eðlis að vart fer á milli mála að þeir hittu frumbyggja Ameríku. 8. janúar 2017 08:15 Segir húðkeipa Skrælingja styðja að Vínland var í New Brunswick Vínland í fornsögunum, þar sem víkingar frá Íslandi fundu vínvið fyrir þúsund árum, var í New Brunswick í Kanada, að mati sænsks fornleifafræðings. 9. janúar 2017 20:00 Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00 Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá L'Anse aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands en staðsetning fornleifanna þar þykir ríma vel við lýsingar Íslendingasagna á leiðöngrum til lands sem kallað var Vínland. Rústirnar þar eru raunar þær einu í Norður-Ameríku þar sem ótvíræðar sannanir liggja fyrir um veru norrænna manna í kringum árið 1000. Íslenskir landnemar undir forystu Eiríks rauða, sem einkum sigldu frá Breiðafirði, stofnuðu Eystribyggð og Vestribyggð á Grænlandi. Leifur, sonur Eiríks, sigldi enn lengra og uppgötvaði land sem hann nefndi Vínland. Búðirnar á norðurodda Nýfundnalands eru taldar hafa þjónað sem bækistöð fyrir könnunarleiðangra um Vínland.Grafík/Helgi Hreinn Óskarsson Svæðið er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna og safnið þar sýnir muni sem norrænir menn skildu eftir sig. Þegar við heimsóttum staðinn fyrir sex árum, vegna þáttanna um Landnemana, sagði safnstjórinn okkur að þetta væri einn af merkustu stöðum mannkynssögunnar. Það hafi verið þarna sem hringurinn lokaðist í könnunarsögu mannsins um jörðina. Ekki léki nokkur vafi á því að tóftirnar væru frá tíma Vínlandsferðanna. Tóftirnar á Nýfundnalandi. Núna er staðfest að þarna voru norrænir menn að höggva við árið 1021. Fjær sést safnbyggingin.Kristján Már Unnarsson „Það var fullsannað að þetta væru norræn hús. Byggingartæknin er norræn og munirnir styðja það,“ sagði Dale Wells, forstöðumaður safnsins, sem rekið er á vegum þjóðgarða Kanada. „Kolefnagreining sýnir að þau eru um 1000 ára gömul,“ sagði hún. Dale Wells, forstöðumaður L'Anse aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tóftirnar voru áður taldar leifar indíánabyggðar þar til norsku hjónin og fornleifafræðingarnir Anne Stine og Helge Ingstad hófu að rannsaka þær árið 1960 og sýndu fram á norrænan uppruna þeirra. Einn af fornleifafræðingunum sem rannsökuðu tóftirnar, Svíinn Birgitta Wallace, telur raunar að þetta séu búðirnar sem Leifur Eiríksson reisti. „Ég held að það hafi verið Leifur sem gerði það.“ Birgitta Wallace, fornleifafræðingur í Halifax í Kanada. Hún telur að tóftirnar á Nýfundnalandi séu Leifsbúðir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Staðháttalýsingar Vínlandssagna pössuðu við staðinn. „Lýsingarnar í Vínlandssögum, einkum í Hauksbók, fara nákvæmlega saman við staðhætti í L'Anse aux Meadows,“ sagði Birgitta Wallace. Hún er einmitt í hópi tólf vísindamanna sem í vísindaritinu Nature birtu í gær enn sterkari sönnun; nákvæma aldursgreiningu sem sýnir að norrænir menn hjuggu viðarbúta með járnáhöldum á þessum stað árið 1021. Þetta listaverk á útsýnisstað ofan við víkingarústirnar í L'Anse aux Meadows sýnir norræna landkönnuði skoða sig um í ókunnu landi.Kristján Már Unnarsson Það passar einnig vel við sögurnar af ferðum Leifs heppna, Þorfinns karlsefnis, Guðríðar Þorbjarnardóttur og fleiri leiðöngrum, sem eru taldir eru hafa verið farnir á um tuttugu ára tímabili eftir árið 1.000. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landnemarnir Kanada Fornminjar Íslensk fræði Tengdar fréttir Ártalið sýni að Íslendingasögurnar hafi verið á réttu róli Rannsóknarprófessor við Árnastofnun segir fornleifauppgröft í Nýfundnalandi staðfesta tilgátur íslenskra fræðimanna um hvenær fólk frá Íslandi og Grænlandi hafi búið á svæðinu. Hann segir ánægjulegt að nú sé hægt að segja til um nákvæmt ártal sem. 21. október 2021 12:09 Staðfestu að víkingar voru í Ameríku fyrir sléttum þúsund árum Alþjóðlegt teymi vísindamanna hefur staðfest að víkingar frá Grænlandi numu land á Nýfundnalandi fyrir nákvæmlega þúsund árum síðan. Lengi hefur verið vitað að víkingar fundu Norður-Ameríku en ekki nákvæmlega hvenær. 20. október 2021 18:11 Skinn og bátar Skrælingjanna geta bent á hvar Vínland var Lýsingar Vínlandssagna á fólkinu sem víkingar nefndu Skrælingja eru þess eðlis að vart fer á milli mála að þeir hittu frumbyggja Ameríku. 8. janúar 2017 08:15 Segir húðkeipa Skrælingja styðja að Vínland var í New Brunswick Vínland í fornsögunum, þar sem víkingar frá Íslandi fundu vínvið fyrir þúsund árum, var í New Brunswick í Kanada, að mati sænsks fornleifafræðings. 9. janúar 2017 20:00 Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00 Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Ártalið sýni að Íslendingasögurnar hafi verið á réttu róli Rannsóknarprófessor við Árnastofnun segir fornleifauppgröft í Nýfundnalandi staðfesta tilgátur íslenskra fræðimanna um hvenær fólk frá Íslandi og Grænlandi hafi búið á svæðinu. Hann segir ánægjulegt að nú sé hægt að segja til um nákvæmt ártal sem. 21. október 2021 12:09
Staðfestu að víkingar voru í Ameríku fyrir sléttum þúsund árum Alþjóðlegt teymi vísindamanna hefur staðfest að víkingar frá Grænlandi numu land á Nýfundnalandi fyrir nákvæmlega þúsund árum síðan. Lengi hefur verið vitað að víkingar fundu Norður-Ameríku en ekki nákvæmlega hvenær. 20. október 2021 18:11
Skinn og bátar Skrælingjanna geta bent á hvar Vínland var Lýsingar Vínlandssagna á fólkinu sem víkingar nefndu Skrælingja eru þess eðlis að vart fer á milli mála að þeir hittu frumbyggja Ameríku. 8. janúar 2017 08:15
Segir húðkeipa Skrælingja styðja að Vínland var í New Brunswick Vínland í fornsögunum, þar sem víkingar frá Íslandi fundu vínvið fyrir þúsund árum, var í New Brunswick í Kanada, að mati sænsks fornleifafræðings. 9. janúar 2017 20:00
Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00
Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45